Handbolti

Frakkar í úr­slit eftir dramatík

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Úr leik liðanna í dag.
Úr leik liðanna í dag. vísir/getty

Frakkland varð í dag fyrra landið til þess að tryggja sig inn í úrslitaleikinn í handbolta kvenna á ÓL í París. Frakkar skelltu þá Svíum, 31-28, eftir framlengdan leik.

Svíar voru í góðri stöðu lungann úr leiknum en Frakkar tryggðu sér framlengingu með marki fjórtán sekúndum fyrir leikslok.

Sænska liðið virtist slegið því Frakkarnir hreinlega kafsigldu þær sænsku í framlengingunni.

Tamara Horacek var markahæst í franska liðinu með átta mörk og Esteele Nze Minko skoraði sjö. Laura Gæauser og Hatadou Sako vörðu svo samtals 20 skot í markinu.

Nathalie Hagman var atkvæðamest í liði Svíþjóðar með sex mörk. Kristín Þorleifsdóttir, sem á íslenska foreldra, skoraði fjögur mörk fyrir Svíþjóð.

Frakkland spilar við Noreg eða Danmörk í úrslitaleiknum en síðari undanúrslitaleikurinn fer fram í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×