„Sorglegt og alvarlegt“ hvernig málum er komið í grunnskólum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 8. ágúst 2024 11:35 Björn segir óvissu ríkja í málaflokki grunnskólanna undir stjórn Ásmundar Einars Daðasonar. Vísir/Vilhelm Björn Bjarnason segir óvissu ríkja í málaflokki grunnskólanna undir stjórn Ásmundar Einars Daðasonar. Á einföldu máli megi segja að hann sé að „redda grunnskólastarfi fyrir horn.“ Það sé sorglegt og alvarlegt að málum sé þannig komið í málaflokknum. Þetta segir Björn í grein sem hann birti á heimasíðu sinni í gær. Björn var sjálfur menntamálaráðherra á árunum 1995 til 2002. „Nú er lokið umsagnarferli um áform mennta- og barnamálaráðherra um frumvarp til breytinga á grunnskólalögum sem festir í sessi hugmyndir um að svonefndur matsferill komi í stað samræmdra prófa. Smíði þessa verkfæris til að mæla árangur grunnskólanema hefur staðið síðan 2020 og enn veit enginn hvenær það sér dagsins ljós,“ skrifar Björn. Frá árinu 2021 hafi ekkert samræmt mat á námsstöðu eða námsárangri verið í boði á grunnskólastigi, og ekki horfi á að það breytist á næstunni. Þyrftu að breyta grunnskólalögum á næsta þingi „Sagt var að tæknilegar ástæður gerðu ókleift að framkvæma samræmt mat. Þá var lögfest að frestað yrði út árið 2024 að leggja fyrir samræmd könnunarpróf,“ segir Björn. Verði lögum ekki breytt í haust verði skylt að taka upp slík próf að nýju frá og með 1. janúar 2025, en til að losna undan þeirri skyldu þurfi að breyta grunnskólalögum á þingi haustið 2024. „Á einföldu máli má segja að ráðherra málaflokksins sé nú að „redda grunnskólastarfi fyrir horn“. Að málum sé þannig komið í þessum mikilvæga málaflokki er í senn sorglegt og alvarlegt,“ segir Björn. Óvissan mikil Björn segir að ráðist hafi verið í ýmsar skipulagsbreytingar í menntamálaráðuneytinu við stjórnarmyndun 2021. Menntamálastofnun hafi verið lögð niður, og Miðstöð menntunar og skólaþjónustu komið á laggirnar. Þetta hafi allt dregið dilk á eftir sér, en sé „engin afsökun fyrir að láta grunnskólastarf gjalda þess á þann hátt sem við blasir.“ Þá segir hann að óvissan sé svo mikil að umboðsmaður barna hafi séð ástæðu til að senda Ásmundi bréf, og óska eftir upplýsingum um það hvort til staðar sé skýr og heildstæð áætlun um innleiðingu á nýju samræmdu námsmati. „Salvör Nordal, umboðsmaður barna, gefur mennta- og barnamálaráðherra frest til 19. ágúst til að svara bréfi sínu. Í svarinu gefst yfirvöldum menntamála færi á að gera hreint fyrir sínum dyrum og eyða óvissu sem snertir tugi þúsunda barna og fjölskyldur þeirra,“ segir Björn Bjarnason. Skóla- og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Formaðurinn neiti að horfast í augu við einkunnaverðbólgu Viðskiptaráð Íslands hefur svarað gagnrýni menntamálaráðherra og formanns Kennarasambands Íslands. Ráðið segir formann KÍ ekki viðurkenna raunverulegan vanda einkunnaverðbólgu og einkunnasamræmis og segir ráðherrann skauta umræðu um menntun. 24. júlí 2024 14:44 Hefur áhyggjur af viðhorfi Viðskiptaráðs Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs segir neyðarástand ríkja í grunnskólakerfinu enda hafi námsárangur barna hrunið hér á landi. Leynd um námsárangur í grunnskólum gangi ekki. Formaður skólastjórnarfélags Íslands segir málflutning ráðsins ekki á rökum reistan. 28. júlí 2024 14:59 Segir Menntamálastofnun ekki hafa ráðið við stafræn samræmd próf „Menntamálastofnun réð ekki við framkvæmdina þrátt fyrir að við værum búin að aðstoða þá, koma með leiðbeiningar og tillögur að framkvæmd um hvernig væri hægt að gera þetta – þær bara gengu ekki upp.“ 25. júlí 2024 06:41 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Þetta segir Björn í grein sem hann birti á heimasíðu sinni í gær. Björn var sjálfur menntamálaráðherra á árunum 1995 til 2002. „Nú er lokið umsagnarferli um áform mennta- og barnamálaráðherra um frumvarp til breytinga á grunnskólalögum sem festir í sessi hugmyndir um að svonefndur matsferill komi í stað samræmdra prófa. Smíði þessa verkfæris til að mæla árangur grunnskólanema hefur staðið síðan 2020 og enn veit enginn hvenær það sér dagsins ljós,“ skrifar Björn. Frá árinu 2021 hafi ekkert samræmt mat á námsstöðu eða námsárangri verið í boði á grunnskólastigi, og ekki horfi á að það breytist á næstunni. Þyrftu að breyta grunnskólalögum á næsta þingi „Sagt var að tæknilegar ástæður gerðu ókleift að framkvæma samræmt mat. Þá var lögfest að frestað yrði út árið 2024 að leggja fyrir samræmd könnunarpróf,“ segir Björn. Verði lögum ekki breytt í haust verði skylt að taka upp slík próf að nýju frá og með 1. janúar 2025, en til að losna undan þeirri skyldu þurfi að breyta grunnskólalögum á þingi haustið 2024. „Á einföldu máli má segja að ráðherra málaflokksins sé nú að „redda grunnskólastarfi fyrir horn“. Að málum sé þannig komið í þessum mikilvæga málaflokki er í senn sorglegt og alvarlegt,“ segir Björn. Óvissan mikil Björn segir að ráðist hafi verið í ýmsar skipulagsbreytingar í menntamálaráðuneytinu við stjórnarmyndun 2021. Menntamálastofnun hafi verið lögð niður, og Miðstöð menntunar og skólaþjónustu komið á laggirnar. Þetta hafi allt dregið dilk á eftir sér, en sé „engin afsökun fyrir að láta grunnskólastarf gjalda þess á þann hátt sem við blasir.“ Þá segir hann að óvissan sé svo mikil að umboðsmaður barna hafi séð ástæðu til að senda Ásmundi bréf, og óska eftir upplýsingum um það hvort til staðar sé skýr og heildstæð áætlun um innleiðingu á nýju samræmdu námsmati. „Salvör Nordal, umboðsmaður barna, gefur mennta- og barnamálaráðherra frest til 19. ágúst til að svara bréfi sínu. Í svarinu gefst yfirvöldum menntamála færi á að gera hreint fyrir sínum dyrum og eyða óvissu sem snertir tugi þúsunda barna og fjölskyldur þeirra,“ segir Björn Bjarnason.
Skóla- og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Formaðurinn neiti að horfast í augu við einkunnaverðbólgu Viðskiptaráð Íslands hefur svarað gagnrýni menntamálaráðherra og formanns Kennarasambands Íslands. Ráðið segir formann KÍ ekki viðurkenna raunverulegan vanda einkunnaverðbólgu og einkunnasamræmis og segir ráðherrann skauta umræðu um menntun. 24. júlí 2024 14:44 Hefur áhyggjur af viðhorfi Viðskiptaráðs Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs segir neyðarástand ríkja í grunnskólakerfinu enda hafi námsárangur barna hrunið hér á landi. Leynd um námsárangur í grunnskólum gangi ekki. Formaður skólastjórnarfélags Íslands segir málflutning ráðsins ekki á rökum reistan. 28. júlí 2024 14:59 Segir Menntamálastofnun ekki hafa ráðið við stafræn samræmd próf „Menntamálastofnun réð ekki við framkvæmdina þrátt fyrir að við værum búin að aðstoða þá, koma með leiðbeiningar og tillögur að framkvæmd um hvernig væri hægt að gera þetta – þær bara gengu ekki upp.“ 25. júlí 2024 06:41 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Formaðurinn neiti að horfast í augu við einkunnaverðbólgu Viðskiptaráð Íslands hefur svarað gagnrýni menntamálaráðherra og formanns Kennarasambands Íslands. Ráðið segir formann KÍ ekki viðurkenna raunverulegan vanda einkunnaverðbólgu og einkunnasamræmis og segir ráðherrann skauta umræðu um menntun. 24. júlí 2024 14:44
Hefur áhyggjur af viðhorfi Viðskiptaráðs Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs segir neyðarástand ríkja í grunnskólakerfinu enda hafi námsárangur barna hrunið hér á landi. Leynd um námsárangur í grunnskólum gangi ekki. Formaður skólastjórnarfélags Íslands segir málflutning ráðsins ekki á rökum reistan. 28. júlí 2024 14:59
Segir Menntamálastofnun ekki hafa ráðið við stafræn samræmd próf „Menntamálastofnun réð ekki við framkvæmdina þrátt fyrir að við værum búin að aðstoða þá, koma með leiðbeiningar og tillögur að framkvæmd um hvernig væri hægt að gera þetta – þær bara gengu ekki upp.“ 25. júlí 2024 06:41