Hvað veldur verðbólgunni? Indriði Stefánsson skrifar 8. ágúst 2024 09:00 Verðbólga á Íslandi er þrálátt vandamál sem birtist okkur með margvíslegum hætti, í hærra húsnæðisverði, í hærra verði á vörum og þjónustu og ekki síst í hærra vaxtastigi. Við finnum lang flest illa fyrir því þegar verðbólga eykst. Þetta á ekki síst við núna þegar launahækkanir kjarasamninga eru langt undir verðbólgu. Erum við ekki öll í þessu saman? Í umræðunni í kringum kjarasamninga var skýrt að launahækkanir yrðu að vera hóflegar annars kæmu þær beint inn í verðlag. Meira að segja Seðlabankastjóri steig fram og gerði öllum ljóst að annað en hóflegar launahækkanir kölluðu á stýrivaxtahækkanir. Niðurstaðan voru samningar Þar sem hinn almenni launamaður fékk um það bil helminginn af verðbólgunni í hækkun. Þeir samningar voru samþykktir væntanlega á þeim forsendum að smásalar myndu nýta það svigrúm sem skapaðist til að lækka verð, enda hagsmunir allra landsmanna að halda aftur af verðbólgu. Hagnaður og hækkanir Nú er að ganga í garð það tímabil þar sem fyrirtæki birta afkomu sína á öðrum ársfjórðungi einhver fyrirtæki eru búin að birta sínar afkomutölur önnur eiga það eftir. Nokkur umræða hefur skapast um uppgjör festi á öðrum ársfjórðungi, afkoma fyrirtækisins hefur raunar verið mjög góð hagnaður fyrirtækisins á 3 mánuðum er tæpur milljarður sem er 2,6% af eigin fé á ársgrundvelli væri það 10,5% af eigin fé. Nú er ekkert að því að fyrirtæki séu vel rekin né að þau skili hagnaði, það er raunar mjög æskilegt að svo sé. Í þessu samhengi vekur líka athygli að nýjustu verðbólgu mælingar hafa vakið nokkur vonbrigði. Er hagnaður Festi einsdæmi Svo virðist ekki vera Hagar virðast ekki vera búnir að birta uppgjör annars ársfjórðung en á fyrsta ársfjórðungi var afkoma Haga sambærileg við afkomu Festi á öðrum ársfjórðungi. Verðbólgumarkmið Seðlabankans er 2,5% en báðir smásölurisarnir kláruðu það á einum ársfjórðungi og því ætti að vera ljóst að svigrúmið er ekki nýtt til að draga úr verðbólgu. Arðsemi eigin fjár Landsbankans á öðrum ársfjórðungi var 10,5% og afkoma hinna bankana var svipuð, þannig eru smásölurisarnir að skila svipaðri afkomu og bankarnir sem er ekki í neinu samræmi við verðbólgumarkmið. Viðbrögð Seðlabankans Það má færa rök fyrir því að Seðlabankinn ætti almennt ekki að vera að blanda sér í umræðu um þjóðfélagsmál. Undanfarið hefur Seðlabankastjóri tekið þó nokkurn þátt í þjóðfélagsumræðu allt frá því að hafa skoðun á því hvort fólk taki myndir af tánum á Tene yfir í hvert svigrúmið sé í kjarasamningum til launahækkana. Því má velta því fyrir sér hvort Seðlabankinn ætti ekki með sama hætti að gefa fyrirtækjum leiðbeiningar um það hversu mikill hagnaður sé æskilegur og hvaða viðbragða megi vænta frá Seðlabankanum verði farið út fyrir þann ramma, það hefur hins vegar lítið slíkt heyrst þaðan. Það er rétt að halda því til haga að þessi uppgjör ná yfir stutt tímabil en það hlýtur að vekja athygli að þegar launþegar sýna ábyrgð og semja um hóflegar launahækkanir virðast ráðandi fyrirtæki á markaði ófær um að nýta svigrúmið sem skapast til annars en að auka sinn hagnað, það strax á næsta ársfjórðungi. Það er semsagt eina ferðina enn almenningur sem tekur ábyrgðina. Höfundur er trúnaðarmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Verðbólga á Íslandi er þrálátt vandamál sem birtist okkur með margvíslegum hætti, í hærra húsnæðisverði, í hærra verði á vörum og þjónustu og ekki síst í hærra vaxtastigi. Við finnum lang flest illa fyrir því þegar verðbólga eykst. Þetta á ekki síst við núna þegar launahækkanir kjarasamninga eru langt undir verðbólgu. Erum við ekki öll í þessu saman? Í umræðunni í kringum kjarasamninga var skýrt að launahækkanir yrðu að vera hóflegar annars kæmu þær beint inn í verðlag. Meira að segja Seðlabankastjóri steig fram og gerði öllum ljóst að annað en hóflegar launahækkanir kölluðu á stýrivaxtahækkanir. Niðurstaðan voru samningar Þar sem hinn almenni launamaður fékk um það bil helminginn af verðbólgunni í hækkun. Þeir samningar voru samþykktir væntanlega á þeim forsendum að smásalar myndu nýta það svigrúm sem skapaðist til að lækka verð, enda hagsmunir allra landsmanna að halda aftur af verðbólgu. Hagnaður og hækkanir Nú er að ganga í garð það tímabil þar sem fyrirtæki birta afkomu sína á öðrum ársfjórðungi einhver fyrirtæki eru búin að birta sínar afkomutölur önnur eiga það eftir. Nokkur umræða hefur skapast um uppgjör festi á öðrum ársfjórðungi, afkoma fyrirtækisins hefur raunar verið mjög góð hagnaður fyrirtækisins á 3 mánuðum er tæpur milljarður sem er 2,6% af eigin fé á ársgrundvelli væri það 10,5% af eigin fé. Nú er ekkert að því að fyrirtæki séu vel rekin né að þau skili hagnaði, það er raunar mjög æskilegt að svo sé. Í þessu samhengi vekur líka athygli að nýjustu verðbólgu mælingar hafa vakið nokkur vonbrigði. Er hagnaður Festi einsdæmi Svo virðist ekki vera Hagar virðast ekki vera búnir að birta uppgjör annars ársfjórðung en á fyrsta ársfjórðungi var afkoma Haga sambærileg við afkomu Festi á öðrum ársfjórðungi. Verðbólgumarkmið Seðlabankans er 2,5% en báðir smásölurisarnir kláruðu það á einum ársfjórðungi og því ætti að vera ljóst að svigrúmið er ekki nýtt til að draga úr verðbólgu. Arðsemi eigin fjár Landsbankans á öðrum ársfjórðungi var 10,5% og afkoma hinna bankana var svipuð, þannig eru smásölurisarnir að skila svipaðri afkomu og bankarnir sem er ekki í neinu samræmi við verðbólgumarkmið. Viðbrögð Seðlabankans Það má færa rök fyrir því að Seðlabankinn ætti almennt ekki að vera að blanda sér í umræðu um þjóðfélagsmál. Undanfarið hefur Seðlabankastjóri tekið þó nokkurn þátt í þjóðfélagsumræðu allt frá því að hafa skoðun á því hvort fólk taki myndir af tánum á Tene yfir í hvert svigrúmið sé í kjarasamningum til launahækkana. Því má velta því fyrir sér hvort Seðlabankinn ætti ekki með sama hætti að gefa fyrirtækjum leiðbeiningar um það hversu mikill hagnaður sé æskilegur og hvaða viðbragða megi vænta frá Seðlabankanum verði farið út fyrir þann ramma, það hefur hins vegar lítið slíkt heyrst þaðan. Það er rétt að halda því til haga að þessi uppgjör ná yfir stutt tímabil en það hlýtur að vekja athygli að þegar launþegar sýna ábyrgð og semja um hóflegar launahækkanir virðast ráðandi fyrirtæki á markaði ófær um að nýta svigrúmið sem skapast til annars en að auka sinn hagnað, það strax á næsta ársfjórðungi. Það er semsagt eina ferðina enn almenningur sem tekur ábyrgðina. Höfundur er trúnaðarmaður
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar