Á hækjum eftir tæklingu í brekkunni á Þjóðhátíð Bjarki Sigurðsson skrifar 9. ágúst 2024 19:07 Viktoría Kjartansdóttir lenti illa í því á lokakvöldi Þjóðhátíðar í ár. Vísir/Bjarni Í vætunni á sunnudagskvöld í Vestmannaeyjum runnu fjölmargir Þjóðhátíðargestir niður brekkuna í Herjólfsdal í drullusvaðinu sem myndaðist þar. Sumir renndu sér niður viljandi og slösuðu jafnvel grunlausa gesti sem skemmtu sér í brekkunni. Á Þjóðhátíð í ár var spáð leiðindaveðri nánast alla helgina. Um fimmtán þúsund manns mættu, þrátt fyrir það, til Vestmannaeyja að halda upp á 150 ára afmæli hátíðarinnar. Fyrstu tvö kvöldin voru ágæt í Dalnum þrátt fyrir að laugardagurinn hafi reynst erfiður fyrir tjaldbúa sem þurftu margir hverjir að flýja inn í Herjólfshöllina vegna veðurs. Sunnudagskvöld og aðfaranótt mánudags var spáð úrhelli og fólk klæddi sig í takt við það. Það breytti því þó ekki að brekkan í Herjólfsdal varð afar drullug og sleip. Þeir sem reyndu að þvera brekkuna enduðu margir hverjir kylliflatir. Þeir sem runnu áttu erfitt með að stoppa ferðina og það var algengt að sjá menn hreinlega tækla aðra á leið sinni niður. Það sluppu ekki allir jafnvel úr þessum byltum og tæklingum, þar á meðal Viktoría Kjartansdóttir. „Ég var bara í brekkunni að hafa gaman. Ég lék á als oddi og var bara að dansa. Svo voru einhverjir gæjar fyrir aftan sig að láta eins og brekkan væri rennibraut. Það voru mjög margir sem voru óvart að renna en þessir runnu ekki óvart. Þeir skriðtækluðu mig bara og ég sleit tvö liðbönd og eitthvað,“ segir Viktoría. Sá sem renndi sér niður iðraðist einskis að sögn Viktoríu og gerði sig þess í stað líklegan til að slást við vini hennar á meðan hún lá slösuð í jörðinni. „Þeir voru ekkert sáttir með gæjann sem var bara að hlæja á meðan ég var grátandi í brekkunni. En þetta var samt gaman. Ég skemmti mér samt gríðarlega vel og ég var glöð að þetta gerðist síðasta kvöldið,“ segir Viktoría. Hún eyðir næstu vikum á hækjum en lætur þetta leiðindaatvik ekki fæla sig frá því að mæta á næsta ári. „Ég ætla alla vega aftur,“ segir Viktoría. Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Á Þjóðhátíð í ár var spáð leiðindaveðri nánast alla helgina. Um fimmtán þúsund manns mættu, þrátt fyrir það, til Vestmannaeyja að halda upp á 150 ára afmæli hátíðarinnar. Fyrstu tvö kvöldin voru ágæt í Dalnum þrátt fyrir að laugardagurinn hafi reynst erfiður fyrir tjaldbúa sem þurftu margir hverjir að flýja inn í Herjólfshöllina vegna veðurs. Sunnudagskvöld og aðfaranótt mánudags var spáð úrhelli og fólk klæddi sig í takt við það. Það breytti því þó ekki að brekkan í Herjólfsdal varð afar drullug og sleip. Þeir sem reyndu að þvera brekkuna enduðu margir hverjir kylliflatir. Þeir sem runnu áttu erfitt með að stoppa ferðina og það var algengt að sjá menn hreinlega tækla aðra á leið sinni niður. Það sluppu ekki allir jafnvel úr þessum byltum og tæklingum, þar á meðal Viktoría Kjartansdóttir. „Ég var bara í brekkunni að hafa gaman. Ég lék á als oddi og var bara að dansa. Svo voru einhverjir gæjar fyrir aftan sig að láta eins og brekkan væri rennibraut. Það voru mjög margir sem voru óvart að renna en þessir runnu ekki óvart. Þeir skriðtækluðu mig bara og ég sleit tvö liðbönd og eitthvað,“ segir Viktoría. Sá sem renndi sér niður iðraðist einskis að sögn Viktoríu og gerði sig þess í stað líklegan til að slást við vini hennar á meðan hún lá slösuð í jörðinni. „Þeir voru ekkert sáttir með gæjann sem var bara að hlæja á meðan ég var grátandi í brekkunni. En þetta var samt gaman. Ég skemmti mér samt gríðarlega vel og ég var glöð að þetta gerðist síðasta kvöldið,“ segir Viktoría. Hún eyðir næstu vikum á hækjum en lætur þetta leiðindaatvik ekki fæla sig frá því að mæta á næsta ári. „Ég ætla alla vega aftur,“ segir Viktoría.
Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira