Mannúð Þorsteinn Siglaugsson skrifar 7. ágúst 2024 12:01 "There is a crack, a crack in everything. That's how the light gets in." Leonard Cohen, Anthem "Sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gert mér." Matt. 25:40 Fyrir fáeinum dögum réðist Ísraelsher á barnaskóla á Gaza og myrti á á fjórða tug kvenna og barna. Í skólanum höfðu þúsundir komið sér fyrir í von um að halda lífi, enda barnaskólar og spítalar ekki lögmæt skotmörk í stríði. En lögmæti flækist ekki fyrir innrásarliðinu sem ítrekað hefur lýst tiltekin svæði örugg fyrir almenna borgara og svo varpað á þau sprengjum fyrirvaralaust. Tilgangurinn er að vega hermenn andstæðinganna, sem stundum dyljast meðal almennra borgara, og engu skiptir hversu mörgum saklausum lífum er fórnað til þess. Tilgangurinn helgar meðalið og virka innihaldsefnið í því meðali er takmarkalaus heift. En blessunarlega þurfa ekki öll palestínsk börn að lifa í stöðugum ótta um líf sitt. Fáeinum hefur tekist að komast úr landi, sumum jafnvel alla leið til Íslands. Þar á meðal er Yazan, ellefu ára alvarlega veikur drengur. Hér hefur hann fengið aðhlynningu og þá læknishjálp sem honum er nauðsynleg. Hann er á "öruggu" svæði, í landi þar sem Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna hefur verið lögfestur og er virtur. Eða hvað? Nei, örugga svæðið er ekki öruggt eftir allt saman. Lögfesting Barnasáttmálans er þýðingarlaus, hún er orðin tóm. Drenginn á að senda úr landi, út í óvissuna, og samkvæmt nýjasta úrskurðinum eru ein helstu rökin gegn því að fylgja þekktu fordæmi í svipuðu máli einmitt þau að óvissa er um afdrif hans - hann á ekki vísan dauðdaga! Að baki liggur svo krafan um að hanga á þeirri heimild sem Dyflinnarreglugerðin veitir til að senda flóttafólk til baka til þess lands sem það ferðaðist í gegnum, sú heimild virðist túlkuð eins vítt og mögulegt er. Þegar horft er á þetta mál heildstætt er bersýnilegt að það snýst um siðferðilegt val, valið milli þess að sýna mannúð eða sýna ekki mannúð. En hvað er mannúð? Mannúð er að staldra við og rétta hungruðum betlara ölmusu - jafnvel þótt hann sé bara einn þúsundanna sem hungrar, að bjarga særðu dýri - vitandi að kvalafullur dauðdagi bíður hundruða annarra særðra dýra, að taka á móti veiku barni - einu af milljónum veikra barna. Mannúð snýst um undantekninguna, hún snýst um einstaklinginn. Mannúð snýst um að hafna þeirri kröfu að kröftunum eigi einungis að verja til að berjast fyrir draumaríkinu, draumaríki öreiganna, þjóðarinnar eða kynþáttarins - hinu fullkomna samfélagi. Mannúðin hafnar þeirri kenningu að fátækir geti sjálfum sér um kennt, að aðstoð við hina þurfandi trufli gangverk markaðarins eða hvetji til óábyrgrar hegðunar. Mannúð snýst líka stundum um að fylgja ekki lögum, að sjá í gegnum fingur sér, að láta sára þörf annarrar manneskju hafa forgang fram yfir blinda reglufestu. Hún snýst um að hafna þeirri hugmynd að undantekningin sé hættuleg. Mannúðin er nefnilega andstæða kröfunnar um fullkomleika. Hún er ófullkomleiki, hún er glufa, brestur, sprunga. Mannúðin er sprunga, en hún er sprungan sem hleypir birtunni inn, eins og segir í kvæði Leonards Cohen. Og meðan reglufestan nærist á hugleysinu krefst mannúðin hugrekkis til að taka ábyrgð sem manneskja. Nú á næstu dögum stendur til að leggja líf Yazans í hættu - þetta unga, stutta líf þessa þjáða barns. Á því er engin þörf. Það bíður enginn tjón af því að bjarga þessu barni. Það eina sem lýtur í lægra haldi er miskunnarleysið - andstæða mannúðarinnar, miskunnarleysið sem krefst þess að öllum glufum sé lokað, barið í alla bresti, sérhver sprunga fyllt - að tryggt sé með öllum ráðum að engin birta komist inn. Viljum við það? Eða höfum við hugrekki til að hafna miskunnarleysinu og sýna mannúð? Höfundur er ráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Sjá meira
"There is a crack, a crack in everything. That's how the light gets in." Leonard Cohen, Anthem "Sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gert mér." Matt. 25:40 Fyrir fáeinum dögum réðist Ísraelsher á barnaskóla á Gaza og myrti á á fjórða tug kvenna og barna. Í skólanum höfðu þúsundir komið sér fyrir í von um að halda lífi, enda barnaskólar og spítalar ekki lögmæt skotmörk í stríði. En lögmæti flækist ekki fyrir innrásarliðinu sem ítrekað hefur lýst tiltekin svæði örugg fyrir almenna borgara og svo varpað á þau sprengjum fyrirvaralaust. Tilgangurinn er að vega hermenn andstæðinganna, sem stundum dyljast meðal almennra borgara, og engu skiptir hversu mörgum saklausum lífum er fórnað til þess. Tilgangurinn helgar meðalið og virka innihaldsefnið í því meðali er takmarkalaus heift. En blessunarlega þurfa ekki öll palestínsk börn að lifa í stöðugum ótta um líf sitt. Fáeinum hefur tekist að komast úr landi, sumum jafnvel alla leið til Íslands. Þar á meðal er Yazan, ellefu ára alvarlega veikur drengur. Hér hefur hann fengið aðhlynningu og þá læknishjálp sem honum er nauðsynleg. Hann er á "öruggu" svæði, í landi þar sem Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna hefur verið lögfestur og er virtur. Eða hvað? Nei, örugga svæðið er ekki öruggt eftir allt saman. Lögfesting Barnasáttmálans er þýðingarlaus, hún er orðin tóm. Drenginn á að senda úr landi, út í óvissuna, og samkvæmt nýjasta úrskurðinum eru ein helstu rökin gegn því að fylgja þekktu fordæmi í svipuðu máli einmitt þau að óvissa er um afdrif hans - hann á ekki vísan dauðdaga! Að baki liggur svo krafan um að hanga á þeirri heimild sem Dyflinnarreglugerðin veitir til að senda flóttafólk til baka til þess lands sem það ferðaðist í gegnum, sú heimild virðist túlkuð eins vítt og mögulegt er. Þegar horft er á þetta mál heildstætt er bersýnilegt að það snýst um siðferðilegt val, valið milli þess að sýna mannúð eða sýna ekki mannúð. En hvað er mannúð? Mannúð er að staldra við og rétta hungruðum betlara ölmusu - jafnvel þótt hann sé bara einn þúsundanna sem hungrar, að bjarga særðu dýri - vitandi að kvalafullur dauðdagi bíður hundruða annarra særðra dýra, að taka á móti veiku barni - einu af milljónum veikra barna. Mannúð snýst um undantekninguna, hún snýst um einstaklinginn. Mannúð snýst um að hafna þeirri kröfu að kröftunum eigi einungis að verja til að berjast fyrir draumaríkinu, draumaríki öreiganna, þjóðarinnar eða kynþáttarins - hinu fullkomna samfélagi. Mannúðin hafnar þeirri kenningu að fátækir geti sjálfum sér um kennt, að aðstoð við hina þurfandi trufli gangverk markaðarins eða hvetji til óábyrgrar hegðunar. Mannúð snýst líka stundum um að fylgja ekki lögum, að sjá í gegnum fingur sér, að láta sára þörf annarrar manneskju hafa forgang fram yfir blinda reglufestu. Hún snýst um að hafna þeirri hugmynd að undantekningin sé hættuleg. Mannúðin er nefnilega andstæða kröfunnar um fullkomleika. Hún er ófullkomleiki, hún er glufa, brestur, sprunga. Mannúðin er sprunga, en hún er sprungan sem hleypir birtunni inn, eins og segir í kvæði Leonards Cohen. Og meðan reglufestan nærist á hugleysinu krefst mannúðin hugrekkis til að taka ábyrgð sem manneskja. Nú á næstu dögum stendur til að leggja líf Yazans í hættu - þetta unga, stutta líf þessa þjáða barns. Á því er engin þörf. Það bíður enginn tjón af því að bjarga þessu barni. Það eina sem lýtur í lægra haldi er miskunnarleysið - andstæða mannúðarinnar, miskunnarleysið sem krefst þess að öllum glufum sé lokað, barið í alla bresti, sérhver sprunga fyllt - að tryggt sé með öllum ráðum að engin birta komist inn. Viljum við það? Eða höfum við hugrekki til að hafna miskunnarleysinu og sýna mannúð? Höfundur er ráðgjafi.
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar