Handleggsbrotnum bjargað af Baulu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. ágúst 2024 06:34 Frá vettvangi í nótt. Landsbjörg Björgunarsveitir voru kallaðar út í gærkvöldi vegna slasaðs ferðamanns á Baulu. Aðstæður voru erfiðar og þrátt fyrir að búið væri að finna manninn um klukkan tvö í nótt tókst þyrlu ekki að koma að fyrr en um klukkan fjögur. Um var að ræða tvo ferðamenn sem voru nokkuð hátt uppi, að sögn Jóns Þórs Víglundssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Voru ferðamennirnir nokkuð kaldir þegar komið var að. Annar þeirra hafði orðið fyrir slysi og reyndist handleggsbrotinn. Búið var um brotið á vettvangi en maðurinn síðan fluttur til aðhlynningar í Reykjavík þegar þyrlan komst að. Frá vettvangi í nótt.Landsbjörg Uppfært kl. 7.30: Eftirfarand tilkynning var að berast frá Landsbjörgu. „Í gærkvöldi óskuðu tveir göngumenn sem höfðu gengið á Baulu eftir aðstoð eftir að annar þeirra hafði runnið í skriðu og fallið með þeim afleiðingum að handleggsbrotna. Þeir voru þá enn staddir nokkuð hátt í fjallinu og gönguleiðin niður brött, laus í sér og skyggni að versna til muna. Björgunarsveitir á Vesturlandi fóru til aðstoðar, sem og þyrla frá Landhelgisgæslunni. Skyggni á staðnum var ekki nægjanlegt til að þyrla gæti athafnað sig og var henni lent á þjóðveginum upp á Bröttubrekku. Björgunarsveitarfólk hélt gangandi á fjallið til móts við göngumennina. Það var um klukkan 2 í nótt sem björgunarfólk kom að þeim. Þeir voru þá báðir orðnir nokkuð kaldir og hraktir og sá slasaði nokkuð kvalinn. Björgunarfólk bjó um handleggsbrotið og gaf honum verkjastillandi. Björgunarfólk fylgdi svo göngumönnunum áfram niður og gekk sú ferð ágætlega. Upp úr hálf fjögur í nótt fór að birta til og gat þá áhöfn þyrlu Landhelgisgæslu farið í loftið aftur og klukkan fjögur í nótt var hinn slasaði kominn í borð í þyrlu sem flutti hann til aðhlynningar á sjúkrahús í Reykjavík. Hinn göngumaðurinn fór áfram niður í fylgd björgunarfólks þar sem fjölskyldumeðlimur tók á móti honum.“ Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Um var að ræða tvo ferðamenn sem voru nokkuð hátt uppi, að sögn Jóns Þórs Víglundssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Voru ferðamennirnir nokkuð kaldir þegar komið var að. Annar þeirra hafði orðið fyrir slysi og reyndist handleggsbrotinn. Búið var um brotið á vettvangi en maðurinn síðan fluttur til aðhlynningar í Reykjavík þegar þyrlan komst að. Frá vettvangi í nótt.Landsbjörg Uppfært kl. 7.30: Eftirfarand tilkynning var að berast frá Landsbjörgu. „Í gærkvöldi óskuðu tveir göngumenn sem höfðu gengið á Baulu eftir aðstoð eftir að annar þeirra hafði runnið í skriðu og fallið með þeim afleiðingum að handleggsbrotna. Þeir voru þá enn staddir nokkuð hátt í fjallinu og gönguleiðin niður brött, laus í sér og skyggni að versna til muna. Björgunarsveitir á Vesturlandi fóru til aðstoðar, sem og þyrla frá Landhelgisgæslunni. Skyggni á staðnum var ekki nægjanlegt til að þyrla gæti athafnað sig og var henni lent á þjóðveginum upp á Bröttubrekku. Björgunarsveitarfólk hélt gangandi á fjallið til móts við göngumennina. Það var um klukkan 2 í nótt sem björgunarfólk kom að þeim. Þeir voru þá báðir orðnir nokkuð kaldir og hraktir og sá slasaði nokkuð kvalinn. Björgunarfólk bjó um handleggsbrotið og gaf honum verkjastillandi. Björgunarfólk fylgdi svo göngumönnunum áfram niður og gekk sú ferð ágætlega. Upp úr hálf fjögur í nótt fór að birta til og gat þá áhöfn þyrlu Landhelgisgæslu farið í loftið aftur og klukkan fjögur í nótt var hinn slasaði kominn í borð í þyrlu sem flutti hann til aðhlynningar á sjúkrahús í Reykjavík. Hinn göngumaðurinn fór áfram niður í fylgd björgunarfólks þar sem fjölskyldumeðlimur tók á móti honum.“
Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira