Handbolti

Dagur og Króatía úr leik á Ólympíu­leikunum í París

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Degi Sigurðssyni tókst ekki að koma króatíska landsliðinu upp úr sínum riðli á Ólympíuleikunum í París.
Degi Sigurðssyni tókst ekki að koma króatíska landsliðinu upp úr sínum riðli á Ólympíuleikunum í París. Getty/Igor Kralj

Króatíska handboltalandsliðið kemst ekki í átta liða úrslit handboltakeppni Ólympíuleikanna í París. Nú er líka ljóst hvaða þjóðir mætast í átta liða úrslitunum.

Þetta varð ljóst eftir að Króatía tapaði með einu marki á móti Spáni í kvöld, 32-31, í hreinum úrslitaleik um sæti í útsláttarkeppninni.

Spænska liðið var skrefinu á undan allan leikinn, komst í 8-4, 12-8, 17-12 og var 20-15 yfir í hálfleik.

Króatíska liðið beit frá sér í seinni hálfleiknum og náði að minnka muninn í eitt mark. Nær komust þeir ekki fyrr en alveg í blálokin þegar þeir jöfnuðu metin en Spánverjar skoruðu síðan sigurmarkið þremur sekúndum fyrir leiklok.

Króatar urðu að vinna leikinn og því hefði jafntefli dugað spænska liðinu.

Spánverjar fara í átta liða úrslitin ásamt Þýskalandi, Svíþjóð og Slóveníu.

Króatía vann tvo leiki á leikunum og báða á móti landsliðum sem Dagur hefur þjálfað, Japan og Þýskalandi.

Þjóðverjar unnu alla leiki sína í riðlakeppninni nema þennan leik á móti Króatíu.

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í Þýskalandi mæta Frakklandi í átta liða úrslitunum en þau líta annars þannig út.

  • Átta liða úrslit í handbolta karla á ÓL 2024:
  • Þýskaland - Frakkland
  • Spánn-Egyptaland
  • Noregur - Slóvenía
  • Danmörk -Svíþjóð



Fleiri fréttir

Sjá meira


×