Halda sínu striki þrátt fyrir veðrið Kjartan Kjartansson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 4. ágúst 2024 10:59 Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar. Vísir/Viktor Freyr Töluverður fjöldi þjóðhátíðargesta fékk inn í Herjólfshöllinni í Vestmannaeyjum í nótt vegna hvassviðrisins þar. Formaður þjóðhátíðarnefndar segist ekki eiga von á að veðrið riðli dagskránni á stærsta degi þjóðhátíðar þrátt fyrir að gul viðvörun taki gildi undir kvöld. Nokkuð var um að tjöld fykju og skemmdust í hvassviðrinu í Vestmannaeyjum í gær. Gul viðvörun var í gildi yfir daginn vegna þess. Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður þjóðhátíðarnefndar, viðurkennir að veðrið hafi verið áskorun en telur að skipuleggjendur hafi tæklað það vel til þessa. „Við bara hleyptum krökkunum inn í íþróttahöllina okkar sem voru að missa tjöldin sín og það bara gekk rosa vel. Það var svona slatti bara,“ segir hann og vísar til Herjólfshallarinnar, yfirbyggðs knattspyrnuvallar í bænum. Nóttin var að öðru leyti róleg, að sögn Stefáns Jónssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Einn sé í fangaklefa vegna ölvunaróspekta. Vel hafi gengið miðað við allan þann fjölda sem sé í Herjólfsdal. „Við vorum bara sáttir við nóttina,“ segir hann en treystir sér ekki til að skjóta á hversu fjölmenn hátíðin sé í ár. Ekki hefur básið byrlega fyrir gesti þjóðhátíðar um helgina. Ekki er útlit fyrir að það breytist í dag.Vísir/Viktor Freyr Ný gul viðvörun vegna hvassviðris tekur gildi í Eyjum klukkan 18:00. Veðrið á ekki að byrja að ganga niður fyrr en eftir hádegi á morgun, en viðvörunin gildir til klukkan sex í fyrramálið. Jónas segir að stöðufundur verði haldinn klukkan 13:00 þar sem frekari ráðstafanir vegna veðurs verði ræddar. Sunnudagur er jafnan sá dagur þar sem mest er um dýrðir á þjóðhátíð í Eyjum en þá er brekkusöngurinn haldinn. Jónas á ekki von á að dagskráin riðlist vegna hvassviðrisins. Brekkusöngurinn og blysin verði á sínum stað. „Íslendingar eru harðir í horn að taka þannig að við bara tökum því sem kemur. Við höldum okkar striki bara,“ segir hann. Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Kom úr sundi að brotnu tjaldinu „Við vorum í sundi og komum bara að þessu þegar allt var komið í sundur,“ segir Friðrik Dúi Þórólfsson 21 árs þjóðhátíðargestur. Hann er á meðal þeirra fjölmörgu sem veðrið í Eyjum hefur leikið grátt. 3. ágúst 2024 19:35 Sitja uppi með rifið tjald og engan næturstað í hífandi roki Stöllurnar Kristín María Snorradóttir og Karen Lind Helgadóttir sitja uppi með ónýtt tjald og engan næturstað eftir fyrstu nóttina á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Hávaðarok hefur verið í eyjum í morgun og valdið tjóni á tjaldsvæðunum. 3. ágúst 2024 15:51 Þjóðhátíð sett í alíslensku sumarveðri Þjóðhátíð í eyjum var formlega sett í gær að viðstöddum forseta Íslands Höllu Tómasdóttur og Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðksiptamálaráðherra í alíslensku sumarveðri. Meðal þeirra sem komu fram í gærkvöldi var Jóhanna Guðrún sem frumflutti þjóðhátíðarlagið „Töfra. 3. ágúst 2024 15:08 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Sjá meira
Nokkuð var um að tjöld fykju og skemmdust í hvassviðrinu í Vestmannaeyjum í gær. Gul viðvörun var í gildi yfir daginn vegna þess. Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður þjóðhátíðarnefndar, viðurkennir að veðrið hafi verið áskorun en telur að skipuleggjendur hafi tæklað það vel til þessa. „Við bara hleyptum krökkunum inn í íþróttahöllina okkar sem voru að missa tjöldin sín og það bara gekk rosa vel. Það var svona slatti bara,“ segir hann og vísar til Herjólfshallarinnar, yfirbyggðs knattspyrnuvallar í bænum. Nóttin var að öðru leyti róleg, að sögn Stefáns Jónssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Einn sé í fangaklefa vegna ölvunaróspekta. Vel hafi gengið miðað við allan þann fjölda sem sé í Herjólfsdal. „Við vorum bara sáttir við nóttina,“ segir hann en treystir sér ekki til að skjóta á hversu fjölmenn hátíðin sé í ár. Ekki hefur básið byrlega fyrir gesti þjóðhátíðar um helgina. Ekki er útlit fyrir að það breytist í dag.Vísir/Viktor Freyr Ný gul viðvörun vegna hvassviðris tekur gildi í Eyjum klukkan 18:00. Veðrið á ekki að byrja að ganga niður fyrr en eftir hádegi á morgun, en viðvörunin gildir til klukkan sex í fyrramálið. Jónas segir að stöðufundur verði haldinn klukkan 13:00 þar sem frekari ráðstafanir vegna veðurs verði ræddar. Sunnudagur er jafnan sá dagur þar sem mest er um dýrðir á þjóðhátíð í Eyjum en þá er brekkusöngurinn haldinn. Jónas á ekki von á að dagskráin riðlist vegna hvassviðrisins. Brekkusöngurinn og blysin verði á sínum stað. „Íslendingar eru harðir í horn að taka þannig að við bara tökum því sem kemur. Við höldum okkar striki bara,“ segir hann.
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Kom úr sundi að brotnu tjaldinu „Við vorum í sundi og komum bara að þessu þegar allt var komið í sundur,“ segir Friðrik Dúi Þórólfsson 21 árs þjóðhátíðargestur. Hann er á meðal þeirra fjölmörgu sem veðrið í Eyjum hefur leikið grátt. 3. ágúst 2024 19:35 Sitja uppi með rifið tjald og engan næturstað í hífandi roki Stöllurnar Kristín María Snorradóttir og Karen Lind Helgadóttir sitja uppi með ónýtt tjald og engan næturstað eftir fyrstu nóttina á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Hávaðarok hefur verið í eyjum í morgun og valdið tjóni á tjaldsvæðunum. 3. ágúst 2024 15:51 Þjóðhátíð sett í alíslensku sumarveðri Þjóðhátíð í eyjum var formlega sett í gær að viðstöddum forseta Íslands Höllu Tómasdóttur og Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðksiptamálaráðherra í alíslensku sumarveðri. Meðal þeirra sem komu fram í gærkvöldi var Jóhanna Guðrún sem frumflutti þjóðhátíðarlagið „Töfra. 3. ágúst 2024 15:08 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Sjá meira
Kom úr sundi að brotnu tjaldinu „Við vorum í sundi og komum bara að þessu þegar allt var komið í sundur,“ segir Friðrik Dúi Þórólfsson 21 árs þjóðhátíðargestur. Hann er á meðal þeirra fjölmörgu sem veðrið í Eyjum hefur leikið grátt. 3. ágúst 2024 19:35
Sitja uppi með rifið tjald og engan næturstað í hífandi roki Stöllurnar Kristín María Snorradóttir og Karen Lind Helgadóttir sitja uppi með ónýtt tjald og engan næturstað eftir fyrstu nóttina á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Hávaðarok hefur verið í eyjum í morgun og valdið tjóni á tjaldsvæðunum. 3. ágúst 2024 15:51
Þjóðhátíð sett í alíslensku sumarveðri Þjóðhátíð í eyjum var formlega sett í gær að viðstöddum forseta Íslands Höllu Tómasdóttur og Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðksiptamálaráðherra í alíslensku sumarveðri. Meðal þeirra sem komu fram í gærkvöldi var Jóhanna Guðrún sem frumflutti þjóðhátíðarlagið „Töfra. 3. ágúst 2024 15:08