Mikill fjöldi ferðamanna er á tjaldsvæðum á svæðinu og þá stendur unglingalandsmót UMFÍ einnig yfir í Borgarnesi. Nokkrir ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur, segir lögregla í færslu sem hún birti á Facebook.
Í færslunni segir að lögreglumenn hafi verið með eftirlit á vegum og á þeim stöðum sem tjaldsvæði eru og tali um að ferðamenn séu í meirihluta til fyrirmyndar.