Hákon hitti úr 23 af 25 skotum í öllum þremur umferðunum. Hann er eini keppandinn sem hitti alltaf úr jafnmörgum skotum, fyrir utan Vincent Hancock sem hefur hitt úr öllum sínum 75 skotum og situr í efsta sæti. Næstur á eftir honum er Lynn Conner Prince sem klikkaði á einu skoti. Báðir eru þeir Bandaríkjamenn.
Hákon Þór Svavarsson hóf keppni á Ólympíuleikunum í París í morgun. Hann keppir í leirdúfuskotfimi. Hákon hitti úr 23 af 25 skotum sínum í fyrstu umferð.
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 2, 2024
Fimm umferðir fara fram í undanriðli og komast sex efstu keppendurnir áfram í úrslit. Óskum Hákoni góðs gengis í dag🇮🇸 pic.twitter.com/qEybmqSsnu
Efstu sex keppendur halda áfram í úrslit þegar undanrásunum lýkur á morgun. Það verður að þykja ólíklegt að svo stöddu að Hákon nái þar inn, sá sem situr í 6. sæti eins og er hefur aðeins klikkað á tveimur skotum.
Spennandi verður samt sem áður að fylgjast með því Hákon gæti vel unnið sig upp listann.
Sýnt verður frá skotfimi Hákons í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. Endanleg úrslit munu svo birtast á Vísi á morgun um leið og þau liggja fyrir.