Nýliðarnir sanka að sér dýrmætri reynslu Aron Guðmundsson skrifar 2. ágúst 2024 16:30 Jonathan Wheatley hefur leikið stórt hlutverk hjá meistaraliði Red Bull Racing í Formúlu 1 undanfarin ár. Vísir/Getty Hið nýja Formúlu 1 lið Audi er farið að taka á sig mynd og hefur þýski bílaframleiðandinn sankað að sér reynsluboltum úr mótaröðinni upp á síðkastið fyrir frumraun sína í Formúlu 1 Nú síðast var greint frá ráðningu Bretans reynslumikla Jonathan Wheatley frá margföldu meistaraliði Red Bull Racing í starf liðsstjóra Audi Formúlu 1 liðsins. Wheatley hefur verið á mála hjá Red Bull Racing undanfarin átján ár og hefur þar leiki stór hlutverk sem íþróttastjóri (e.sporting director). Fyrir þann tíma var Wheatley á mála hjá liði Benetton/Renault frá árinu 1991 til 2006. Þar vann hann sig á endanum upp í starf yfirtæknistjóra en á þessum árum vann liðið til tveggja heimsmeistaratitla í flokki bílasmiða. Á þessum tímamótum, nú þegar að Wheatley horfir fram á að ganga til liðs við Audi, segist hann stoltur af tíma sínum og árangrinum sem náðst hefur hjá Red Bull Racing. Hins vegar hafi það reynst erfitt fyrir hann að hafna tækifæri til þess að hafa yfirumsjón með innkomu nýs bílasmiðs í Formúlu 1. Því hafi hann ákveðið að söðla um og ganga til liðs við Audi. Wheatley mun engu að síður klára yfirstandandi tímabil með Red Bull Racing og í kjölfarið taka sér mánaða frí áður en hann hefur formlega störf hjá Audi í síðasta lagi í júlí á næsta ári. Þýski spaðinn Nico Hulkenberg verður einn af tveimur aðalökumönnum Formúlu 1 liðs Audi tímabilið 2026. Hann mun aka undir merkjum Sauber á næsta tímabili en liðið mun í kjölfarið keppa undir merkjum Audi.Vísir/Getty Fyrr á þessu ári tók Audi yfir Sauber liðið í Formúlu 1 og mun frá og með tímabilinu 2026, þegar miklar breytingar eiga sér stað á regluverki mótaraðarinnar, keppa undir merkjum Audi. Liðið hefur nú þegar gengið frá ráðningu á einum af tveimur aðalökumönnum sínum fyrir það tímabil. Hinn 36 ára gamli Þjóðverji, Nico Hulkenberg, skiptir yfir til Sauber frá Haas á næsta tímabili og mun svo frá og með tímabilinu 2026 aka fyrir Audi. Þá var greint frá því á dögunum að Ítalinn Mattia Binotto hefði verið ráðinn yfirmaður Formúlu 1 liðs Audi. Binotto var áður liðsstjóri Ferrari og koma hann og Jonathan Wheatley, verðandi liðsstjóri Audi, til með að hafa yfirumsjón með og bera ábyrgð Formúlu 1 liði þýska bílaframleiðandans. „Reynsla þeirra og færni mun hjálpa okkur við að fóta okkur mjög fljótt í samkeppnishæfa umhverfinu sem ríkir í Formúlu 1,“ segir Gernot Dollner, framkvæmdastjóri Audi. Akstursíþróttir Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Nú síðast var greint frá ráðningu Bretans reynslumikla Jonathan Wheatley frá margföldu meistaraliði Red Bull Racing í starf liðsstjóra Audi Formúlu 1 liðsins. Wheatley hefur verið á mála hjá Red Bull Racing undanfarin átján ár og hefur þar leiki stór hlutverk sem íþróttastjóri (e.sporting director). Fyrir þann tíma var Wheatley á mála hjá liði Benetton/Renault frá árinu 1991 til 2006. Þar vann hann sig á endanum upp í starf yfirtæknistjóra en á þessum árum vann liðið til tveggja heimsmeistaratitla í flokki bílasmiða. Á þessum tímamótum, nú þegar að Wheatley horfir fram á að ganga til liðs við Audi, segist hann stoltur af tíma sínum og árangrinum sem náðst hefur hjá Red Bull Racing. Hins vegar hafi það reynst erfitt fyrir hann að hafna tækifæri til þess að hafa yfirumsjón með innkomu nýs bílasmiðs í Formúlu 1. Því hafi hann ákveðið að söðla um og ganga til liðs við Audi. Wheatley mun engu að síður klára yfirstandandi tímabil með Red Bull Racing og í kjölfarið taka sér mánaða frí áður en hann hefur formlega störf hjá Audi í síðasta lagi í júlí á næsta ári. Þýski spaðinn Nico Hulkenberg verður einn af tveimur aðalökumönnum Formúlu 1 liðs Audi tímabilið 2026. Hann mun aka undir merkjum Sauber á næsta tímabili en liðið mun í kjölfarið keppa undir merkjum Audi.Vísir/Getty Fyrr á þessu ári tók Audi yfir Sauber liðið í Formúlu 1 og mun frá og með tímabilinu 2026, þegar miklar breytingar eiga sér stað á regluverki mótaraðarinnar, keppa undir merkjum Audi. Liðið hefur nú þegar gengið frá ráðningu á einum af tveimur aðalökumönnum sínum fyrir það tímabil. Hinn 36 ára gamli Þjóðverji, Nico Hulkenberg, skiptir yfir til Sauber frá Haas á næsta tímabili og mun svo frá og með tímabilinu 2026 aka fyrir Audi. Þá var greint frá því á dögunum að Ítalinn Mattia Binotto hefði verið ráðinn yfirmaður Formúlu 1 liðs Audi. Binotto var áður liðsstjóri Ferrari og koma hann og Jonathan Wheatley, verðandi liðsstjóri Audi, til með að hafa yfirumsjón með og bera ábyrgð Formúlu 1 liði þýska bílaframleiðandans. „Reynsla þeirra og færni mun hjálpa okkur við að fóta okkur mjög fljótt í samkeppnishæfa umhverfinu sem ríkir í Formúlu 1,“ segir Gernot Dollner, framkvæmdastjóri Audi.
Akstursíþróttir Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira