Formúla 1

Ný­liðarnir sanka að sér dýr­mætri reynslu

Aron Guðmundsson skrifar
Jonathan Wheatley hefur leikið stórt hlutverk hjá meistaraliði Red Bull Racing í Formúlu 1 undanfarin ár.
Jonathan Wheatley hefur leikið stórt hlutverk hjá meistaraliði Red Bull Racing í Formúlu 1 undanfarin ár. Vísir/Getty

Hið nýja For­múlu 1 lið Audi er farið að taka á sig mynd og hefur þýski bíla­fram­leiðandinn sankað að sér reynslu­boltum úr móta­röðinni upp á síð­kastið fyrir frum­raun sína í For­múlu 1

Nú síðast var greint frá ráðningu Bretans reynslu­mikla Jon­a­t­han Wheatl­ey frá marg­földu meistara­liði Red Bull Ra­cing í starf liðs­stjóra Audi For­múlu 1 liðsins. Wheatl­ey hefur verið á mála hjá Red Bull Ra­cing undan­farin á­tján ár og hefur þar leiki stór hlut­verk sem í­þrótta­stjóri (e.sporting director).

Fyrir þann tíma var Wheatl­ey á mála hjá liði Benett­on/Renault frá árinu 1991 til 2006. Þar vann hann sig á endanum upp í starf yfir­tækni­stjóra en á þessum árum vann liðið til tveggja heims­meistara­titla í flokki bíla­smiða.

Á þessum tíma­mótum, nú þegar að Wheatl­ey horfir fram á að ganga til liðs við Audi, segist hann stoltur af tíma sínum og árangrinum sem náðst hefur hjá Red Bull Ra­cing. Hins vegar hafi það reynst erfitt fyrir hann að hafna tæki­færi til þess að hafa yfir­um­sjón með inn­komu nýs bíla­smiðs í For­múlu 1. Því hafi hann á­kveðið að söðla um og ganga til liðs við Audi.

Wheatl­ey mun engu að síður klára yfir­standandi tíma­bil með Red Bull Ra­cing og í kjöl­farið taka sér mánaða frí áður en hann hefur form­lega störf hjá Audi í síðasta lagi í júlí á næsta ári.

Þýski spaðinn Nico Hulkenberg verður einn af tveimur aðalökumönnum Formúlu 1 liðs Audi tímabilið 2026. Hann mun aka undir merkjum Sauber á næsta tímabili en liðið mun í kjölfarið keppa undir merkjum Audi.Vísir/Getty

Fyrr á þessu ári tók Audi yfir Sauber liðið í For­múlu 1 og mun frá og með tíma­bilinu 2026, þegar miklar breytingar eiga sér stað á reglu­verki mótaraðarinnar, keppa undir merkjum Audi.

Liðið hefur nú þegar gengið frá ráðningu á einum af tveimur aðal­öku­mönnum sínum fyrir það tíma­bil. Hinn 36 ára gamli Þjóð­verji, Nico Hul­ken­berg, skiptir yfir til Sauber frá Haas á næsta tíma­bili og mun svo frá og með tíma­bilinu 2026 aka fyrir Audi.

Þá var greint frá því á dögunum að Ítalinn Mattia Binotto hefði verið ráðinn yfir­maður For­múlu 1 liðs Audi. Binotto var áður liðs­stjóri Ferrari og koma hann og Jon­a­t­han Wheatl­ey, verðandi liðs­stjóri Audi, til með að hafa yfir­um­sjón með og bera á­byrgð For­múlu 1 liði þýska bíla­fram­leiðandans.

„Reynsla þeirra og færni mun hjálpa okkur við að fóta okkur mjög fljótt í sam­keppnis­hæfa um­hverfinu sem ríkir í For­múlu 1,“ segir Ger­not Dollner, fram­kvæmda­stjóri Audi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×