Ætla að ameríkuvæða „Húsafellshelluna“ á þessum heimsleikum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2024 08:30 Keppendur þurfa að burðast með sandpokann ákveðna vegalengd og það getur reynt verulega á. Hér má sjá nýja sandpokann sem heitir Happy Star eða Ánægða stjarnan. @thedavecastro/@crossfitgames Það styttist í heimsleikana í CrossFit og að venju hafa lekið út upplýsingar um hvaða og hvernig greinar bíða besta CrossFit fólks heims í baráttunni um heimsmeistaratitilinn í ár. Leikarnir færa sig nú suður til Texas fylkis eftir að hafa verið haldnir í Madison i Wisconsin fylki undanfarin ár. Nýr sandpoki í ár Dave Castro, íþróttastjóri heimsleikanna, gaf það út á dögunum að það verði notaður nýr sandpoki á þessum heimsleikum. Pokann þurfa keppendur að burðast með ákveðna vegalengd og hann verður notaður í sjöttu grein leikanna. Í grein sex eiga keppendur að spretta, hvíla og svo hlaupa 1600 metra og þessi keppni verður utanhúss á Farrington Field á föstudagskvöldinu. Það er ekki ljóst hvernig sandpokinn kemur við sögu en hann gæti vissulega gert keppendum lífið leitt. Skiptu Húsafellshellunni út Það er aftur á móti komið í ljós að það er búið að skipta Húsafellshellunni út. Það er í raun búið að ameríkuvæða „Húsafellshelluna“ á þessum heimsleikum. Í fyrra var notaður sandpoki sem var eftirmynd af hinni frægu Húsafellshellu. Að þessu sinni munu keppendur burðast með svipaða sandpoka en hann verður í líki Texas stjörnunnar í tilefni að því að heimsleikarnir eru nú haldnir í Forth Worth í Texas. Húsafellshellan er steinn við Húsafell sem vegur 186 kíló og er líklegast frægasti aflraunasteinn í heimi. Eftirlíkingar af steininum notaðar víða í aflraunakeppnum erlendis og hann var meira að segja búinn að komast að á heimsleikunum en þó í gerði sandpokans. Heppnaðist mjög vel í fyrra Greinin með „Húsafellshelluna“ heppnaðist frábærlega í Madison og var hápunktur leikanna fyrir framan þinghúsið. Nú verður fróðlegt að sjá hvort að Hamingjustjarnan eða „The Happy Star“ á ensku komi eins vel út og „Húsafellshellan“. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) CrossFit Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Sjá meira
Leikarnir færa sig nú suður til Texas fylkis eftir að hafa verið haldnir í Madison i Wisconsin fylki undanfarin ár. Nýr sandpoki í ár Dave Castro, íþróttastjóri heimsleikanna, gaf það út á dögunum að það verði notaður nýr sandpoki á þessum heimsleikum. Pokann þurfa keppendur að burðast með ákveðna vegalengd og hann verður notaður í sjöttu grein leikanna. Í grein sex eiga keppendur að spretta, hvíla og svo hlaupa 1600 metra og þessi keppni verður utanhúss á Farrington Field á föstudagskvöldinu. Það er ekki ljóst hvernig sandpokinn kemur við sögu en hann gæti vissulega gert keppendum lífið leitt. Skiptu Húsafellshellunni út Það er aftur á móti komið í ljós að það er búið að skipta Húsafellshellunni út. Það er í raun búið að ameríkuvæða „Húsafellshelluna“ á þessum heimsleikum. Í fyrra var notaður sandpoki sem var eftirmynd af hinni frægu Húsafellshellu. Að þessu sinni munu keppendur burðast með svipaða sandpoka en hann verður í líki Texas stjörnunnar í tilefni að því að heimsleikarnir eru nú haldnir í Forth Worth í Texas. Húsafellshellan er steinn við Húsafell sem vegur 186 kíló og er líklegast frægasti aflraunasteinn í heimi. Eftirlíkingar af steininum notaðar víða í aflraunakeppnum erlendis og hann var meira að segja búinn að komast að á heimsleikunum en þó í gerði sandpokans. Heppnaðist mjög vel í fyrra Greinin með „Húsafellshelluna“ heppnaðist frábærlega í Madison og var hápunktur leikanna fyrir framan þinghúsið. Nú verður fróðlegt að sjá hvort að Hamingjustjarnan eða „The Happy Star“ á ensku komi eins vel út og „Húsafellshellan“. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup)
CrossFit Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Sjá meira