Handbolti

Norsku stelpurnar komnar í átta liða úr­slit

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þórir Hergeirsson fylgist með leik Noregs og Slóveníu í kvöld.
Þórir Hergeirsson fylgist með leik Noregs og Slóveníu í kvöld. getty/Steph Chambers

Noregur tryggði sér sæti í átta liða úrslitum í handboltakeppni kvenna á Ólympíuleikunum í París með öruggum sigri á Slóveníu í kvöld, 22-29.

Norska liðið tapaði fyrir því sænska í fyrsta leik sínum á Ólympíuleikunum en hefur nú unnið þrjá leiki í röð og er á toppi A-riðils með sex stig, líkt og Svíþjóð.

Markaskorið dreifðist vel hjá norska liðinu í kvöld en allir útispilarar þess nema einn komust á blað. Thale Rushfeldt Deila, Vilde Ingstad og Kari Brattset Dale voru markahæstar með fjögur mörk hver.

Í lokaleik sínum í riðlakeppninni mætir Noregur Þýskalandi sem er í 4. sæti B-riðils með tvö stig.

Kristín Þorleifsdóttir var ekki á meðal markaskorara hjá sænska liðinu sem sigraði Suður-Kóreu, 21-27.

Í þriðja leik B-riðils í dag vann svo Danmörk eins marks sigur á Þýskalandi, 27-28.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×