Dagur vann Alfreð í íslenska þjálfaraslagnum á ÓL í París Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2024 10:34 Dagur Sigurðsson var tilbúinn með sína menn fyrir slaginn á móti Þjóðverjum í dag. Getty/Igor Kralj Dagur Sigurðsson fagnaði sigri á móti Alfreð Gíslasyni í handboltakeppni Ólympíuleikanna í París þegar Króatía og Þýskaland mættust í þriðju umferð riðlakeppninnar. Króatíska liðið átti sinn besta leik í keppninni til þessa og vann á endanum fimm marka sigur, 31-26. Þetta var fyrsta tap strákanna hans Alfreðs því þýska liðið var búið að vinna tvo fyrstu leiki sína í keppninni. Króatar töpuðu síðasta leiknum sínum sem var á móti Slóveníu. Alfreð má hafa áhyggjur ef lið hans ætlar að spila svona í næstu leikjum. Ivan Martinovic átti stórleik í króatíska liðinu og skoraði níu mörk. Reynsluboltarnir Domagoj Duvnjak (5 mörk) og Luka Cindric (5 mörk) léku einnig vel. Króatar byrjuðu leikinn vel og komust í 3-1 en þrjú þýsk mörk í röð komu þá Þjóðverjum yfir í 5-4. Liðin voru þarna að skipta á góðum sprettum því Króatar svöruðu með þremur mörkum í röð. Alfreð tók leikhlé eftir fimmtán mínútna leik þegar Króatar voru 7-5 yfir. Króatíska liðið var áfram með undirtökin og komst nokkrum sinnum þremur mörkum yfir. Í hálfleik munaði síðan tveimur mörkum á liðunum, 15-13, eftir flautumark frá Þjóðverjanum Juri Knorr. Króatinn Ivan Martinovic var markahæstur á vellinum í fyrri hálfleik með sex mörk en þýski línumaðurinn Johannes Golla var kominn með fimm mörk úr fimm skotum í hálfleik. Golla skoraði fyrsta mark seinni hálfleiksins og því var munurinn orðinn eitt mark en nær komust þeir ekki. Króatar gáfu nefnilega ekkert eftir og voru komnir fimm mörkum yfir, 20-15, þegar átta mínútur voru liðnar af hálfleiknum. Króatar skoruðu þá tvisvar í röð í autt mark eftir að Alfreð tók úr markvörðinn sinn. Alfreð tók leikhlé í stöðunni 21-16 fyrir Króatíu enda lið hans í miklum vandræðum. Þjóðverjar náðu smá spretti en munurinn minnkaði ekki mikið. Á endanum voru það lærisvenar Dags sem lönduðu öruggum og frekar sannfærandi sigri. Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Sjá meira
Króatíska liðið átti sinn besta leik í keppninni til þessa og vann á endanum fimm marka sigur, 31-26. Þetta var fyrsta tap strákanna hans Alfreðs því þýska liðið var búið að vinna tvo fyrstu leiki sína í keppninni. Króatar töpuðu síðasta leiknum sínum sem var á móti Slóveníu. Alfreð má hafa áhyggjur ef lið hans ætlar að spila svona í næstu leikjum. Ivan Martinovic átti stórleik í króatíska liðinu og skoraði níu mörk. Reynsluboltarnir Domagoj Duvnjak (5 mörk) og Luka Cindric (5 mörk) léku einnig vel. Króatar byrjuðu leikinn vel og komust í 3-1 en þrjú þýsk mörk í röð komu þá Þjóðverjum yfir í 5-4. Liðin voru þarna að skipta á góðum sprettum því Króatar svöruðu með þremur mörkum í röð. Alfreð tók leikhlé eftir fimmtán mínútna leik þegar Króatar voru 7-5 yfir. Króatíska liðið var áfram með undirtökin og komst nokkrum sinnum þremur mörkum yfir. Í hálfleik munaði síðan tveimur mörkum á liðunum, 15-13, eftir flautumark frá Þjóðverjanum Juri Knorr. Króatinn Ivan Martinovic var markahæstur á vellinum í fyrri hálfleik með sex mörk en þýski línumaðurinn Johannes Golla var kominn með fimm mörk úr fimm skotum í hálfleik. Golla skoraði fyrsta mark seinni hálfleiksins og því var munurinn orðinn eitt mark en nær komust þeir ekki. Króatar gáfu nefnilega ekkert eftir og voru komnir fimm mörkum yfir, 20-15, þegar átta mínútur voru liðnar af hálfleiknum. Króatar skoruðu þá tvisvar í röð í autt mark eftir að Alfreð tók úr markvörðinn sinn. Alfreð tók leikhlé í stöðunni 21-16 fyrir Króatíu enda lið hans í miklum vandræðum. Þjóðverjar náðu smá spretti en munurinn minnkaði ekki mikið. Á endanum voru það lærisvenar Dags sem lönduðu öruggum og frekar sannfærandi sigri.
Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Sjá meira