Ofbeldi verði að lokum eina svarið gegn „cancel culture og vók hyski“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. júlí 2024 06:22 Ingó Veðurguð hefur verið sakaður um að vilja þagga niður í þolendum með hótunum um ofbeldi. „Ef þeir sem völdin hafa fara ekki að átta sig á skaðanum sem allt cancel culture og vók hyskið er að valda í kringum sig verður að lokum ofbeldi eina svarið,“ segir Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, á Facebook í gærkvöldi. Tilefnið er gagnrýni sem hefur blossað upp á samfélagsmiðlum í kjölfar ákvörðunar Skógarbaðanna að efna til tónleika með Ingólfi um verslunarmannahelgina. Ákvörðunin hefur meðal annars verið rædd í Baráttuhóp gegn ofbeldismenningu á Facebook, sem telur 16.300 meðlimi. Í Facebook-færslu sinni deilir Ingólfur skjáskotum af Facebook-síðu Skógarbaðanna, þar sem margir segjast munu sniðganga Skógarböðin sökum tónleikanna. „Eruð þið með fasta tímasetningu þar sem hann verður ekki á svæðinu?“ spyr einn. Ingólfur segir nú þrjú ár frá því að „einhver bylgja fór af stað um að ég væri einhver versti níðingur“. Bylgjan hafi byggt á nafnlausum sögum þriðja aðila og fjölmiðlar ákveðið að birta. Aðgerðahópurinn Öfgar birti á sínum tíma nafnlausar sögur meintra þolenda tónlistarmanns sem var ekki bókstaflega nafngreindur. Ingólfur sendi hópnum kröfugerð í kjölfarið. „Þetta hefur tekið á bæði mig og alla mína fjölskyldu og vini en ég ákvað í upphafi að halda mínu striki þar sem timinn myndi leiða í ljós að ég var aldrei í þessum hræðilegu hlutum og þetta væri dæmi um nafnlaust bull sem varð að snjóflóði. Ég tel það hafa komið ágætlega í ljós þó erfitt sé að sanna sakleysi sitt,“ segir Ingólfur. Aðeins ein kona hafi nafngreint hann í tengslum við ofbeldisbrot en í ljós hafi komið að hún hafi „logið í hvert sinn sem hún opnaði munninn,“ segir Ingólfur. „Mig langar til þess að henda því út í kosmósið að samfélagið okkar reyni að hugsa það til enda þegar mannorðsmorð á internetinu eru daglegt brauð. Ég á ungan strák sem á ekki að þurfa að lesa svona viðbjóð frá andlega veiku fólki. Ef þeir sem völdin hafa fara ekki að átta sig á skaðanum sem allt cancel culture og vók hyskið er að valda í kringum sig verður að lokum ofbeldi eina svarið. Ég varð að koma þessu frá mér því einhverntimann hlýtur nóg að verða nóg,“ segir tónlistarmaðurinn að lokum. Færsla Ingólfs hefur þegar vakið reiði á samfélagsmiðlum, þar sem hann er meðal annars sakaður um að freista þess að þagga niður í þolendum með hótunum um ofbeldi. „Vók“ er íslenskuð stafsetning á enska orðinu „woke“ sem svartir í Bandaríkjunum nota yfir vitund um félagslegt misrétti, sérstaklega kynþáttamismunun og kerfislæga kynþáttahyggju. Hugtakið hefur síðar víkkað út og náð yfir meðvitund um alls kyns félagsleg málefni önnur eins og kynjajafnrétti, réttindi hinsegin fólks og fleira. Í meðförum annarra hefur „woke“ orðið að háðs- eða níðyrði sem tók að einhverju leyti við af hugtakinu „pólitísk rétthugsun“. Kynferðisofbeldi Samfélagsmiðlar Tónlist Akureyri Mest lesið Lífvarðaþjónustan segist meðvituð um tíst Musk um Biden og Harris Erlent Viðurkennir að hafa ekki haft heimild til að stíga inn Innlent „Ég er nauðgari eins og hinir mennirnir hér inni“ Erlent Bjóst ekki við því að þurfa á svartri vinnu að halda í ellinni Innlent Bjarni segir brottvísunina standa Innlent Blóðug barátta um yfirráð yfir Sinaloa-samtökunum Erlent Notuðu sönginn til að mótmæla vegna Yazan Innlent Ákærur gefnar út og Sean Combs handtekinn í New York Erlent Leita að Illes Benedek Incze í leiðindaveðri í Vík Innlent Læknir hafi metið Yazan flugfæran Innlent Fleiri fréttir Vandræðalegt að fylgjast með svörum ráðherra Segir lögin skipta máli en líka mannúð „Þó að það hafi verið mér þvert um geð“ Brottvísun Yazans mótmælt á meðan ráðherrar funda Segir Vinstri græn hafa þröngvað Guðrúnu til lögbrots Bjarni segir brottvísunina standa „Þetta er ekki bara pjatt“: Segir eftirlits þörf með gráum markaði með snyrtivörur Læknir hafi metið Yazan flugfæran Yazan mjög verkjaður og faðir hans brákaður „Við viljum þetta ekki“ Notuðu sönginn til að mótmæla vegna Yazan Leitin að Illes bar ekki árangur í nótt Hundruð mótmæla brottvísun Yazan Sigríður áfram ríkislögreglustjóri Viðurkennir að hafa ekki haft heimild til að stíga inn Litið til hæðarmunar og eiginkonan fyrrverandi sýknuð Leita að Illes Benedek Incze í leiðindaveðri í Vík Leita manns við Vík í Mýrdal Samstarfið við Braathen bjó til Loftleiðaævintýrið „Við berum ekki þeirra sorg“ Bjóst ekki við því að þurfa á svartri vinnu að halda í ellinni Hefur verið með kindur í Reykjavík í 67 ár Furða sig á harkalegum aðgerðum yfirvalda Harmleikur á Krýsuvíkurvegi og harkalegar aðgerðir lögreglu Vilja ná tali af manni sem ekki hefur spurst til síðan í ágúst Landspítalinn telur heimildir lögreglu ekki hafnar yfir allan vafa Faðirinn hafi beint lögreglu að stúlkunni Ákvörðunin um brottflutning Yazan stendur Faðirinn handtekinn meðan leitað var að tíu ára stúlkunni Þriðja manndrápsmálið á árinu þar sem barn lætur lífið Sjá meira
Tilefnið er gagnrýni sem hefur blossað upp á samfélagsmiðlum í kjölfar ákvörðunar Skógarbaðanna að efna til tónleika með Ingólfi um verslunarmannahelgina. Ákvörðunin hefur meðal annars verið rædd í Baráttuhóp gegn ofbeldismenningu á Facebook, sem telur 16.300 meðlimi. Í Facebook-færslu sinni deilir Ingólfur skjáskotum af Facebook-síðu Skógarbaðanna, þar sem margir segjast munu sniðganga Skógarböðin sökum tónleikanna. „Eruð þið með fasta tímasetningu þar sem hann verður ekki á svæðinu?“ spyr einn. Ingólfur segir nú þrjú ár frá því að „einhver bylgja fór af stað um að ég væri einhver versti níðingur“. Bylgjan hafi byggt á nafnlausum sögum þriðja aðila og fjölmiðlar ákveðið að birta. Aðgerðahópurinn Öfgar birti á sínum tíma nafnlausar sögur meintra þolenda tónlistarmanns sem var ekki bókstaflega nafngreindur. Ingólfur sendi hópnum kröfugerð í kjölfarið. „Þetta hefur tekið á bæði mig og alla mína fjölskyldu og vini en ég ákvað í upphafi að halda mínu striki þar sem timinn myndi leiða í ljós að ég var aldrei í þessum hræðilegu hlutum og þetta væri dæmi um nafnlaust bull sem varð að snjóflóði. Ég tel það hafa komið ágætlega í ljós þó erfitt sé að sanna sakleysi sitt,“ segir Ingólfur. Aðeins ein kona hafi nafngreint hann í tengslum við ofbeldisbrot en í ljós hafi komið að hún hafi „logið í hvert sinn sem hún opnaði munninn,“ segir Ingólfur. „Mig langar til þess að henda því út í kosmósið að samfélagið okkar reyni að hugsa það til enda þegar mannorðsmorð á internetinu eru daglegt brauð. Ég á ungan strák sem á ekki að þurfa að lesa svona viðbjóð frá andlega veiku fólki. Ef þeir sem völdin hafa fara ekki að átta sig á skaðanum sem allt cancel culture og vók hyskið er að valda í kringum sig verður að lokum ofbeldi eina svarið. Ég varð að koma þessu frá mér því einhverntimann hlýtur nóg að verða nóg,“ segir tónlistarmaðurinn að lokum. Færsla Ingólfs hefur þegar vakið reiði á samfélagsmiðlum, þar sem hann er meðal annars sakaður um að freista þess að þagga niður í þolendum með hótunum um ofbeldi. „Vók“ er íslenskuð stafsetning á enska orðinu „woke“ sem svartir í Bandaríkjunum nota yfir vitund um félagslegt misrétti, sérstaklega kynþáttamismunun og kerfislæga kynþáttahyggju. Hugtakið hefur síðar víkkað út og náð yfir meðvitund um alls kyns félagsleg málefni önnur eins og kynjajafnrétti, réttindi hinsegin fólks og fleira. Í meðförum annarra hefur „woke“ orðið að háðs- eða níðyrði sem tók að einhverju leyti við af hugtakinu „pólitísk rétthugsun“.
„Vók“ er íslenskuð stafsetning á enska orðinu „woke“ sem svartir í Bandaríkjunum nota yfir vitund um félagslegt misrétti, sérstaklega kynþáttamismunun og kerfislæga kynþáttahyggju. Hugtakið hefur síðar víkkað út og náð yfir meðvitund um alls kyns félagsleg málefni önnur eins og kynjajafnrétti, réttindi hinsegin fólks og fleira. Í meðförum annarra hefur „woke“ orðið að háðs- eða níðyrði sem tók að einhverju leyti við af hugtakinu „pólitísk rétthugsun“.
Kynferðisofbeldi Samfélagsmiðlar Tónlist Akureyri Mest lesið Lífvarðaþjónustan segist meðvituð um tíst Musk um Biden og Harris Erlent Viðurkennir að hafa ekki haft heimild til að stíga inn Innlent „Ég er nauðgari eins og hinir mennirnir hér inni“ Erlent Bjóst ekki við því að þurfa á svartri vinnu að halda í ellinni Innlent Bjarni segir brottvísunina standa Innlent Blóðug barátta um yfirráð yfir Sinaloa-samtökunum Erlent Notuðu sönginn til að mótmæla vegna Yazan Innlent Ákærur gefnar út og Sean Combs handtekinn í New York Erlent Leita að Illes Benedek Incze í leiðindaveðri í Vík Innlent Læknir hafi metið Yazan flugfæran Innlent Fleiri fréttir Vandræðalegt að fylgjast með svörum ráðherra Segir lögin skipta máli en líka mannúð „Þó að það hafi verið mér þvert um geð“ Brottvísun Yazans mótmælt á meðan ráðherrar funda Segir Vinstri græn hafa þröngvað Guðrúnu til lögbrots Bjarni segir brottvísunina standa „Þetta er ekki bara pjatt“: Segir eftirlits þörf með gráum markaði með snyrtivörur Læknir hafi metið Yazan flugfæran Yazan mjög verkjaður og faðir hans brákaður „Við viljum þetta ekki“ Notuðu sönginn til að mótmæla vegna Yazan Leitin að Illes bar ekki árangur í nótt Hundruð mótmæla brottvísun Yazan Sigríður áfram ríkislögreglustjóri Viðurkennir að hafa ekki haft heimild til að stíga inn Litið til hæðarmunar og eiginkonan fyrrverandi sýknuð Leita að Illes Benedek Incze í leiðindaveðri í Vík Leita manns við Vík í Mýrdal Samstarfið við Braathen bjó til Loftleiðaævintýrið „Við berum ekki þeirra sorg“ Bjóst ekki við því að þurfa á svartri vinnu að halda í ellinni Hefur verið með kindur í Reykjavík í 67 ár Furða sig á harkalegum aðgerðum yfirvalda Harmleikur á Krýsuvíkurvegi og harkalegar aðgerðir lögreglu Vilja ná tali af manni sem ekki hefur spurst til síðan í ágúst Landspítalinn telur heimildir lögreglu ekki hafnar yfir allan vafa Faðirinn hafi beint lögreglu að stúlkunni Ákvörðunin um brottflutning Yazan stendur Faðirinn handtekinn meðan leitað var að tíu ára stúlkunni Þriðja manndrápsmálið á árinu þar sem barn lætur lífið Sjá meira