Ekki sammála því að atvinnulífið hafi brugðist Árni Sæberg skrifar 30. júlí 2024 13:06 Sigríður Margrét Oddsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/einar Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gefur lítið fyrir yfirlýsingar formanns VR að atvinnulífið hafi brugðist í baráttunni við verðbólgudrauginn. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að fregnir af aukinni verðbólgu og hækkun matvöruverðs slægu hann illa og bentu til þess að stjórnmálin, bankarnir og atvinnulífið hefðu brugðist fólkinu í landinu. Nú dyggði ekkert annað en að fólk léti í sér heyra. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, er ekki sammála þessari greiningu Ragnars Þórs. „Það er mjög mikilvægt að það komi fram að verðbólgan er að þróast í rétta átt þó að auðvitað hafi síðasta punktmæling hafi verið óhagstæð. Það er mjög mikilvægt að muna það að fyrir ekki svo löngu vorum við að horfa á verðbólgu sem var að mælast á bilinu átta til tíu prósent. Núna erum við að horfa á verðbólgu, án húsnæðisliðarins, sem er að mælast rúm fjögur prósent. Það er alveg gríðarlega mikilvæg þróun og breyting sem hefur átt sér stað á einu ári. Það er þess vegna ekki rétt að halda því fram að fyrirtæki landsins séu ekki að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni, að ná niður verðbólgu og skapa skilyrði til vaxtalækkunar,“ segir Sigríður Margrét. Bjart fram undan Þá segir hún að þegar horft sé til verðbólguvæntinga sé bjart fram undan. Verðbólguálag á skuldabréfamarkaði til eins árs bendi til þess að einu ári séu verðbólguvæntingar komnar niður úr átta prósent niður í fimm prósent. Þegar horft sé til þess hversu skaðleg verðbólgan er sé þetta mikilvæg þróun. „Frá okkar bæjardyrum séð er augljóst að vaxtalækkunarferillinn hefst, það er ekki spurning um hvort heldur hvenær. Við vitum það öll að núverandi stýrivextir standa fjárfestingum í framtíðarverðmætasköpun fyrir þrifum og draga líka þrótt úr íslenskum hlutabréfamarkaði.“ Húsnæðisliðurinn verstur Loks segir Sigríður Margrét mikilvægt að kafa undir yfirborðið þegar verðbólgutölur eru greindar, þegar það sé gert sjáist hver hinn raunverulegi sökudólgur sé. „Þessi verðbólgumæling og þessi staða sem birtist okkur hvað varðar húsnæðisliðinn, hún sýnir hversu staðan er alvarleg hvað þetta varðar. Við vitum það að hlutfall heildarútgjalda heimilanna, sem er að fara í húsnæðisliðinn, það hefur hækkað um helming frá síðustu aldamótum. Við sjáum líka að raunverð húsnæðis hefur rúmlega tvöfaldast síðasta áratuginn.“ Þörf sé á þjóðarátaki í þessum efnum, aðkomu sveitarfélaga, ríkisins, byggingaraðila, og fjármögnun. Efnahagsmál Verðlag Húsnæðismál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Barátta Seðlabankans löngu töpuð „Það er löngu orðið ljóst að stefna Seðlabankans til að „berjast“ við verðbólguna er löngu töpuð og morgunljóst að aðferðafræði þeirra við að hafa stýrivexti hér í tæpum 10% hefur beðið algjört skipbrot.“ Þetta sagði Vilhjálmur Birgisson í færslu á Facebook í dag. Hann var einnig gestur í Reykjavík síðdegis, þar sem hann sagði háa stýrivexti Seðlabankans fóðra verðbólguna. 24. júlí 2024 19:10 Verðbólgutölur minnki líkur á vaxtalækkun „allverulega“ Ársverðbólga mældist 6,3 prósentustig í júní og jókst um hálft prósentustig milli mánaða. Birkir Thor Björnsson, hagfræðingur í greiningu hjá Íslandsbanka segir tíðindi morgunsins hafa komið starfsfólki bankans nokkuð á óvart. 24. júlí 2024 12:18 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Fleiri fréttir Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að fregnir af aukinni verðbólgu og hækkun matvöruverðs slægu hann illa og bentu til þess að stjórnmálin, bankarnir og atvinnulífið hefðu brugðist fólkinu í landinu. Nú dyggði ekkert annað en að fólk léti í sér heyra. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, er ekki sammála þessari greiningu Ragnars Þórs. „Það er mjög mikilvægt að það komi fram að verðbólgan er að þróast í rétta átt þó að auðvitað hafi síðasta punktmæling hafi verið óhagstæð. Það er mjög mikilvægt að muna það að fyrir ekki svo löngu vorum við að horfa á verðbólgu sem var að mælast á bilinu átta til tíu prósent. Núna erum við að horfa á verðbólgu, án húsnæðisliðarins, sem er að mælast rúm fjögur prósent. Það er alveg gríðarlega mikilvæg þróun og breyting sem hefur átt sér stað á einu ári. Það er þess vegna ekki rétt að halda því fram að fyrirtæki landsins séu ekki að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni, að ná niður verðbólgu og skapa skilyrði til vaxtalækkunar,“ segir Sigríður Margrét. Bjart fram undan Þá segir hún að þegar horft sé til verðbólguvæntinga sé bjart fram undan. Verðbólguálag á skuldabréfamarkaði til eins árs bendi til þess að einu ári séu verðbólguvæntingar komnar niður úr átta prósent niður í fimm prósent. Þegar horft sé til þess hversu skaðleg verðbólgan er sé þetta mikilvæg þróun. „Frá okkar bæjardyrum séð er augljóst að vaxtalækkunarferillinn hefst, það er ekki spurning um hvort heldur hvenær. Við vitum það öll að núverandi stýrivextir standa fjárfestingum í framtíðarverðmætasköpun fyrir þrifum og draga líka þrótt úr íslenskum hlutabréfamarkaði.“ Húsnæðisliðurinn verstur Loks segir Sigríður Margrét mikilvægt að kafa undir yfirborðið þegar verðbólgutölur eru greindar, þegar það sé gert sjáist hver hinn raunverulegi sökudólgur sé. „Þessi verðbólgumæling og þessi staða sem birtist okkur hvað varðar húsnæðisliðinn, hún sýnir hversu staðan er alvarleg hvað þetta varðar. Við vitum það að hlutfall heildarútgjalda heimilanna, sem er að fara í húsnæðisliðinn, það hefur hækkað um helming frá síðustu aldamótum. Við sjáum líka að raunverð húsnæðis hefur rúmlega tvöfaldast síðasta áratuginn.“ Þörf sé á þjóðarátaki í þessum efnum, aðkomu sveitarfélaga, ríkisins, byggingaraðila, og fjármögnun.
Efnahagsmál Verðlag Húsnæðismál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Barátta Seðlabankans löngu töpuð „Það er löngu orðið ljóst að stefna Seðlabankans til að „berjast“ við verðbólguna er löngu töpuð og morgunljóst að aðferðafræði þeirra við að hafa stýrivexti hér í tæpum 10% hefur beðið algjört skipbrot.“ Þetta sagði Vilhjálmur Birgisson í færslu á Facebook í dag. Hann var einnig gestur í Reykjavík síðdegis, þar sem hann sagði háa stýrivexti Seðlabankans fóðra verðbólguna. 24. júlí 2024 19:10 Verðbólgutölur minnki líkur á vaxtalækkun „allverulega“ Ársverðbólga mældist 6,3 prósentustig í júní og jókst um hálft prósentustig milli mánaða. Birkir Thor Björnsson, hagfræðingur í greiningu hjá Íslandsbanka segir tíðindi morgunsins hafa komið starfsfólki bankans nokkuð á óvart. 24. júlí 2024 12:18 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Fleiri fréttir Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Sjá meira
Barátta Seðlabankans löngu töpuð „Það er löngu orðið ljóst að stefna Seðlabankans til að „berjast“ við verðbólguna er löngu töpuð og morgunljóst að aðferðafræði þeirra við að hafa stýrivexti hér í tæpum 10% hefur beðið algjört skipbrot.“ Þetta sagði Vilhjálmur Birgisson í færslu á Facebook í dag. Hann var einnig gestur í Reykjavík síðdegis, þar sem hann sagði háa stýrivexti Seðlabankans fóðra verðbólguna. 24. júlí 2024 19:10
Verðbólgutölur minnki líkur á vaxtalækkun „allverulega“ Ársverðbólga mældist 6,3 prósentustig í júní og jókst um hálft prósentustig milli mánaða. Birkir Thor Björnsson, hagfræðingur í greiningu hjá Íslandsbanka segir tíðindi morgunsins hafa komið starfsfólki bankans nokkuð á óvart. 24. júlí 2024 12:18