Bugaðar á bak við eldavélina að baka fyrir TikTok Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. júlí 2024 10:53 Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir er þungt hugsi yfir stöðu ungra mæðra sem snúa aftur til starfa eftir fæðingarorlof. Vísir/Vilhelm Reyndur mannauðsráðgjafi merkir bakslag hvað varðar jafnrétti kynjanna í fyrsta sinn á ævi sinni. Hámenntaðar konur séu að bugast við endurkomu í vinnu vegna nýrra krafna meðal annars frá samfélagsmiðlum. Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir er mannauðsráðgjafi og er reglulega í samskiptum við nýbakaðar mæður sem snúa aftur til vinnu eftir fæðingarorlof. Hún segir í aðsendri grein á Vísi konurnar undir miklu álagi vegna stöðunnar í íslensku velferðarkerfi. Ekki sé hægt að treysta því að börnin komist á réttum tíma inn á leikskóla sem er flókið vandamál að leysa auk þess sem þær eru í mörgum tilfellum að stíga sín fyrstu skref á atvinnumarkaði eftir að hafa fjárfest í góðri menntun. Merkjavörur, sykurleysi og sótthreinsun „Í fyrsta skipti á mínum starfsferli upplifi ég ákveðna afturför í jafnrétti kynjanna,“ segir Ingunn Björk sem hefur verulegar áhyggjur af þróuninni. „Margar ungar mæður nefna nýja hluti sem ég hef áhyggjur af, s.s. að makinn vilji ekki taka fæðingarorlof, þær séu að dragast aftur úr í launaþróun, samfélagsmiðlar hafi mjög neikvæð áhrif, þær þurfi að hafa heimilið fullkomið, hreint og fínt og helst sótthreinsað eins og hjá áhrifavöldunum, helst þurfi þær að elda allt frá grunni, engan sykur, hveiti eða unnar kjötvörur fyrir börnin, unga fjölskyldan þurfi að klæðast réttum merkjavörum, kröfur um ferðalög innanlands og erlendis, miklar kröfur um útlit og heilsu og ímyndaðan lífsstíl,“ segir Ingunn Björk. Konurnar séu margar háskólamenntaðar og með meistaragráður, og komi úr góðu starfi. „En vegna þessa samverkandi þátta eru þær komnar aftur inn á heimilið, og að eigin sögn „á bak við eldavélina að baka fyrir TikTok“. Yfirleitt endar þetta á einn veg – í depurð og kvíða vegna fullkomnunaráráttu.“ Það sem skiptir konurnar mestu máli Hún vísar í nýlega grein í Harvard Business Review þar sem nýbakaðar mæður svöruðu því til hvað skipti þær mestu máli við endurkomu eftir fæðingarorlof. Skýrir mannauðsferlar í fyrirtækinu er snúa að fæðingarorlofi og stuðningi við endurkomu. Nýbökuð móðir þarf að vita hvaða rétt hún hefur á fæðingarorlofi, auknu orlofi, hvaða sveigjanleiki er í boði, hvernig starfsmannastefnan tekur á endurkomu og aðlögun, hlutastarfi, fjarvinnu, heimavinnu og hvort einhverjar leiðir séu til að lengja fæðingarorlofstímann og aðstoð við að mæta þörfum foreldra við breyttum aðstæðum. Skapað sé rými fyrir móðurhlutverkið. Þetta gerir móður eftir fæðingu kleift að hafa stað og tíma til að taka þátt í skyldum sem tengjast móðurhlutverkinu. Til dæmis að hvetja til sveigjanlegs vinnutíma, veita aðgang að brjóstagjöfum og þægilegu sæti, skipuleggja hlé sem gera kleift að dæla og það séu skil á milli vinnu og einkalífs. Starfið. Við endurkomu er mikilvægt að nýbökuð móðir finni að hún fái verkefni við hæfi, henni sé úthlutað þróunarverkefnum og nýjum tækifærum og henni sýnt traust að aðlagast breyttum aðstæðum. Sjálfsmynd. Það er mikilvægt að samstarfsfólk og stjórnendur sýni nýbökuðum mæðrum áhuga á þeirra nýja hlutverki, t.d. með því að sýna hluttekningu, áhuga, athuga velferð móðurinnar og hlusta af samúð á reynslu hennar. Ingunn segir þessa þætti mikilvæga en snúi allir að fyrirtækjunum sjálfum. Í greinina vanti upplýsingar um ytra umhverfi kvennanna og þeirra nærumhverfi á heimilinu. „Þar sem nýbakaðar mæður standa frammi fyrir í dag er þessi skelfilegu áskorun að sýna sig sem „ofurkonur“ sem verða samtímis að mæta og helga sig kröfum starfsferils síns og barna sinna, heimilinu og samfélagsmiðlum,“ segir Ingunn. „Þetta er að mínu mati mikið áhyggjuefni. Eigum við ekki að slaka aðeins á í þessu ofurkonutali? Lítum okkur nær, fræðum okkar ungu kynslóð um jafnrétti kynjanna, ræðum saman og skoðum hvaða leið við erum að fara.“ Jafnréttismál Fæðingarorlof Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Mannauðsmál Tengdar fréttir Samfélagið þurfi á börnum að halda Frjósemi hér á landi hefur ekki verið minni frá upphafi mælinga á nítjándu öld. Síðasta áratug hefur þjóðin ekki viðhaldið mannfjölda til framtíðar. Það er brýnt að snúa þróuninni við að mati sérfræðings vilji landsmenn viðhalda góðu velferðarkerfi og innviðum. 17. júlí 2024 20:31 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir er mannauðsráðgjafi og er reglulega í samskiptum við nýbakaðar mæður sem snúa aftur til vinnu eftir fæðingarorlof. Hún segir í aðsendri grein á Vísi konurnar undir miklu álagi vegna stöðunnar í íslensku velferðarkerfi. Ekki sé hægt að treysta því að börnin komist á réttum tíma inn á leikskóla sem er flókið vandamál að leysa auk þess sem þær eru í mörgum tilfellum að stíga sín fyrstu skref á atvinnumarkaði eftir að hafa fjárfest í góðri menntun. Merkjavörur, sykurleysi og sótthreinsun „Í fyrsta skipti á mínum starfsferli upplifi ég ákveðna afturför í jafnrétti kynjanna,“ segir Ingunn Björk sem hefur verulegar áhyggjur af þróuninni. „Margar ungar mæður nefna nýja hluti sem ég hef áhyggjur af, s.s. að makinn vilji ekki taka fæðingarorlof, þær séu að dragast aftur úr í launaþróun, samfélagsmiðlar hafi mjög neikvæð áhrif, þær þurfi að hafa heimilið fullkomið, hreint og fínt og helst sótthreinsað eins og hjá áhrifavöldunum, helst þurfi þær að elda allt frá grunni, engan sykur, hveiti eða unnar kjötvörur fyrir börnin, unga fjölskyldan þurfi að klæðast réttum merkjavörum, kröfur um ferðalög innanlands og erlendis, miklar kröfur um útlit og heilsu og ímyndaðan lífsstíl,“ segir Ingunn Björk. Konurnar séu margar háskólamenntaðar og með meistaragráður, og komi úr góðu starfi. „En vegna þessa samverkandi þátta eru þær komnar aftur inn á heimilið, og að eigin sögn „á bak við eldavélina að baka fyrir TikTok“. Yfirleitt endar þetta á einn veg – í depurð og kvíða vegna fullkomnunaráráttu.“ Það sem skiptir konurnar mestu máli Hún vísar í nýlega grein í Harvard Business Review þar sem nýbakaðar mæður svöruðu því til hvað skipti þær mestu máli við endurkomu eftir fæðingarorlof. Skýrir mannauðsferlar í fyrirtækinu er snúa að fæðingarorlofi og stuðningi við endurkomu. Nýbökuð móðir þarf að vita hvaða rétt hún hefur á fæðingarorlofi, auknu orlofi, hvaða sveigjanleiki er í boði, hvernig starfsmannastefnan tekur á endurkomu og aðlögun, hlutastarfi, fjarvinnu, heimavinnu og hvort einhverjar leiðir séu til að lengja fæðingarorlofstímann og aðstoð við að mæta þörfum foreldra við breyttum aðstæðum. Skapað sé rými fyrir móðurhlutverkið. Þetta gerir móður eftir fæðingu kleift að hafa stað og tíma til að taka þátt í skyldum sem tengjast móðurhlutverkinu. Til dæmis að hvetja til sveigjanlegs vinnutíma, veita aðgang að brjóstagjöfum og þægilegu sæti, skipuleggja hlé sem gera kleift að dæla og það séu skil á milli vinnu og einkalífs. Starfið. Við endurkomu er mikilvægt að nýbökuð móðir finni að hún fái verkefni við hæfi, henni sé úthlutað þróunarverkefnum og nýjum tækifærum og henni sýnt traust að aðlagast breyttum aðstæðum. Sjálfsmynd. Það er mikilvægt að samstarfsfólk og stjórnendur sýni nýbökuðum mæðrum áhuga á þeirra nýja hlutverki, t.d. með því að sýna hluttekningu, áhuga, athuga velferð móðurinnar og hlusta af samúð á reynslu hennar. Ingunn segir þessa þætti mikilvæga en snúi allir að fyrirtækjunum sjálfum. Í greinina vanti upplýsingar um ytra umhverfi kvennanna og þeirra nærumhverfi á heimilinu. „Þar sem nýbakaðar mæður standa frammi fyrir í dag er þessi skelfilegu áskorun að sýna sig sem „ofurkonur“ sem verða samtímis að mæta og helga sig kröfum starfsferils síns og barna sinna, heimilinu og samfélagsmiðlum,“ segir Ingunn. „Þetta er að mínu mati mikið áhyggjuefni. Eigum við ekki að slaka aðeins á í þessu ofurkonutali? Lítum okkur nær, fræðum okkar ungu kynslóð um jafnrétti kynjanna, ræðum saman og skoðum hvaða leið við erum að fara.“
Jafnréttismál Fæðingarorlof Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Mannauðsmál Tengdar fréttir Samfélagið þurfi á börnum að halda Frjósemi hér á landi hefur ekki verið minni frá upphafi mælinga á nítjándu öld. Síðasta áratug hefur þjóðin ekki viðhaldið mannfjölda til framtíðar. Það er brýnt að snúa þróuninni við að mati sérfræðings vilji landsmenn viðhalda góðu velferðarkerfi og innviðum. 17. júlí 2024 20:31 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Samfélagið þurfi á börnum að halda Frjósemi hér á landi hefur ekki verið minni frá upphafi mælinga á nítjándu öld. Síðasta áratug hefur þjóðin ekki viðhaldið mannfjölda til framtíðar. Það er brýnt að snúa þróuninni við að mati sérfræðings vilji landsmenn viðhalda góðu velferðarkerfi og innviðum. 17. júlí 2024 20:31
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent