Þórir með stelpurnar sínar á sigurbraut í París Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2024 10:24 Henny Reistad kom aftur inn í norska landsliðið í dag og skoraði fjögur mörk. Getty/Buda Mendes Stelpurnar hans Þóris Hergeirssonar í norska handboltalandsliðinu unnu sex marka sigur á Suður Kóreu, 26-20, í dag í þriðja leik sínum á Ólympíuleikunum í París. Noregur tapaði óvænt á móti Svíum í fyrsta leik sínum en hefur síðan svarað með tveimur sigrum í röð, á Danmörku og nú Suður Kóreu. Þórir gat telft fram fullu liði í fyrsta sinn á þessum Ólympíuleikum eftir að ljóst varð að besta handboltakona heima undanfarin ár, Henny Reistad, var orðin leikfær. Hornamaðurinn Stine Skogrand var markahæst í norska landsliðinu með fimm mörk en skoraði nokkur þeirra með flottum langskotum. Veronica Kristiansen og Reistad voru báðar með fjögur mörk. Hin 44 ára Katrine Lunde átti stórleik í norska markinu í seinni hálfleiknum. Norsku stelpurnar byrjuðu vel og komust í 2-0 og 4-1 í upphafi leiks. Eftir þrjú kóresk mörk í röð og jafna stöðu í 5-5 þá sendi Þórir stórstjörnuna Henny Reistad inn á völlinn og hún fiskaði víti eftir nokkrar sekúndur. Norska liðið var alltaf skrefinu á undan en þær kóresku gáfu ekkert eftir og skoruðu meðal annars sirkusmark þegar þær voru marki undir. Reistad var augljóslega smá ryðguð eftir fjarveruna og hlutirnir gengu ekki alveg upp hjá henni í fyrri hálfleiknum. Noregur var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 13-11, eftir að þær kóresku skoruðu síðasta mark hálfleiksins úr vítakasti. Reistad skoraði tvö mörk í upphafi seinni hálfleiksins og þær norsku voru komnar fjórum mörkum yfir, 17-13. Þegar hálfleikurinn var næstum því hálfnaður var munurinn orðinn sex mörk, 20-14. Katrine Lunde var komin í norska markið og reyndist þeim kóresku afar erfið viðureignar. Lunde varði sjö af fyrstu ellefu skotunum sem komu á hana í leiknum. Sigur norska liðsins var aldrei í hættu í þessum ójafna seinni hálfleik. Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Sjá meira
Noregur tapaði óvænt á móti Svíum í fyrsta leik sínum en hefur síðan svarað með tveimur sigrum í röð, á Danmörku og nú Suður Kóreu. Þórir gat telft fram fullu liði í fyrsta sinn á þessum Ólympíuleikum eftir að ljóst varð að besta handboltakona heima undanfarin ár, Henny Reistad, var orðin leikfær. Hornamaðurinn Stine Skogrand var markahæst í norska landsliðinu með fimm mörk en skoraði nokkur þeirra með flottum langskotum. Veronica Kristiansen og Reistad voru báðar með fjögur mörk. Hin 44 ára Katrine Lunde átti stórleik í norska markinu í seinni hálfleiknum. Norsku stelpurnar byrjuðu vel og komust í 2-0 og 4-1 í upphafi leiks. Eftir þrjú kóresk mörk í röð og jafna stöðu í 5-5 þá sendi Þórir stórstjörnuna Henny Reistad inn á völlinn og hún fiskaði víti eftir nokkrar sekúndur. Norska liðið var alltaf skrefinu á undan en þær kóresku gáfu ekkert eftir og skoruðu meðal annars sirkusmark þegar þær voru marki undir. Reistad var augljóslega smá ryðguð eftir fjarveruna og hlutirnir gengu ekki alveg upp hjá henni í fyrri hálfleiknum. Noregur var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 13-11, eftir að þær kóresku skoruðu síðasta mark hálfleiksins úr vítakasti. Reistad skoraði tvö mörk í upphafi seinni hálfleiksins og þær norsku voru komnar fjórum mörkum yfir, 17-13. Þegar hálfleikurinn var næstum því hálfnaður var munurinn orðinn sex mörk, 20-14. Katrine Lunde var komin í norska markið og reyndist þeim kóresku afar erfið viðureignar. Lunde varði sjö af fyrstu ellefu skotunum sem komu á hana í leiknum. Sigur norska liðsins var aldrei í hættu í þessum ójafna seinni hálfleik.
Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Sjá meira