Hlaupið marki líklega upphaf á aukinni virkni í Kötlu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 29. júlí 2024 22:31 Benedikt Ófeigsson fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands ræddi atburði helgarinnar í Kvöldfréttum. Vísir/Arnar Hlaupið í Mýrdalsjökli er í rénum og rafleiðni í Skálm hefur minnkað verulega. Unnið er að viðgerðum á þjóðveginum austan árinnar en hann varð fyrir verulegu tjóni. Fagstjóri á Veðurstofu Íslands segir hlaupið líklega fyrirboða aukinnar virkni í Kötlu. „Það er ennþá svolítið hlaupvatn í ánni, og það tekur einhverja daga fyrir hana að jafna sig alveg en það er eiginlega búið,“ segir Benedikt Ófeigsson fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands. Benedikt segir að búast megi við að jökulhlaupið marki upphaf á aukinni virkni í Kötlu. „Það hefur gert það áður, 2011 var einmitt svona stórt hlaup, reyndar í Múlakvísl. En í kjölfarið á því var mjög mikil virkni í Kötlu marga mánuði á eftir.“ Aðspurður segist hann ekki vita hvers vegna slík virkni á það til aukast eftir jökulhlaup. „Kannski farbreytingin sem verður við svona stórt hlaup gæti komið að stað einhverri meiri virkni. En það eru bara ágiskanir.“ Skjálftavirkni á svæðinu jókst eftir jökulhlaupið en síðan hefur dregið úr henni. Benedikt segir daginn hafa verið rólegan hvað varðar skjálftavirkni og skýr tengsl séu á milli hlaupsins og jarðskjálftavirkninnar. „Farbreytingarnar sem verða undir jöklinum þegar hlaupvatnið fer af stað, þær geta komið af stað skjálftavirkni og við sjáum það mjög oft. Það er í raun ein af aðferðunum sem við notum til að vara við yfirvofandi hlaupi, það er merki á skjálftamælum.“ Ætti að vera búið næstu helgi „Það er fljótt að sjatna í ánum, ég held að til að taka ákvörðun um ferðalög næstu helgi ætti að bíða þangað til líður nær helgi. Það segir okkur frekar hvernig ástandið verður þá,“ segir Benedikt aðspurður hvort fólk sem hyggst ferðast á hálendið næstu helgi ætti að horfa til vatnavaxtar í ám. Miklar rigningar á hálendinu settu strik í reikning einhverra ferðamanna um liðna helgi. „Þetta sem er í gangi núna ætti nú að vera búið þá.“ Mýrdalshreppur Náttúruhamfarir Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Fleiri fréttir Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Sjá meira
„Það er ennþá svolítið hlaupvatn í ánni, og það tekur einhverja daga fyrir hana að jafna sig alveg en það er eiginlega búið,“ segir Benedikt Ófeigsson fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands. Benedikt segir að búast megi við að jökulhlaupið marki upphaf á aukinni virkni í Kötlu. „Það hefur gert það áður, 2011 var einmitt svona stórt hlaup, reyndar í Múlakvísl. En í kjölfarið á því var mjög mikil virkni í Kötlu marga mánuði á eftir.“ Aðspurður segist hann ekki vita hvers vegna slík virkni á það til aukast eftir jökulhlaup. „Kannski farbreytingin sem verður við svona stórt hlaup gæti komið að stað einhverri meiri virkni. En það eru bara ágiskanir.“ Skjálftavirkni á svæðinu jókst eftir jökulhlaupið en síðan hefur dregið úr henni. Benedikt segir daginn hafa verið rólegan hvað varðar skjálftavirkni og skýr tengsl séu á milli hlaupsins og jarðskjálftavirkninnar. „Farbreytingarnar sem verða undir jöklinum þegar hlaupvatnið fer af stað, þær geta komið af stað skjálftavirkni og við sjáum það mjög oft. Það er í raun ein af aðferðunum sem við notum til að vara við yfirvofandi hlaupi, það er merki á skjálftamælum.“ Ætti að vera búið næstu helgi „Það er fljótt að sjatna í ánum, ég held að til að taka ákvörðun um ferðalög næstu helgi ætti að bíða þangað til líður nær helgi. Það segir okkur frekar hvernig ástandið verður þá,“ segir Benedikt aðspurður hvort fólk sem hyggst ferðast á hálendið næstu helgi ætti að horfa til vatnavaxtar í ám. Miklar rigningar á hálendinu settu strik í reikning einhverra ferðamanna um liðna helgi. „Þetta sem er í gangi núna ætti nú að vera búið þá.“
Mýrdalshreppur Náttúruhamfarir Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Fleiri fréttir Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Sjá meira