Hlaupið marki líklega upphaf á aukinni virkni í Kötlu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 29. júlí 2024 22:31 Benedikt Ófeigsson fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands ræddi atburði helgarinnar í Kvöldfréttum. Vísir/Arnar Hlaupið í Mýrdalsjökli er í rénum og rafleiðni í Skálm hefur minnkað verulega. Unnið er að viðgerðum á þjóðveginum austan árinnar en hann varð fyrir verulegu tjóni. Fagstjóri á Veðurstofu Íslands segir hlaupið líklega fyrirboða aukinnar virkni í Kötlu. „Það er ennþá svolítið hlaupvatn í ánni, og það tekur einhverja daga fyrir hana að jafna sig alveg en það er eiginlega búið,“ segir Benedikt Ófeigsson fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands. Benedikt segir að búast megi við að jökulhlaupið marki upphaf á aukinni virkni í Kötlu. „Það hefur gert það áður, 2011 var einmitt svona stórt hlaup, reyndar í Múlakvísl. En í kjölfarið á því var mjög mikil virkni í Kötlu marga mánuði á eftir.“ Aðspurður segist hann ekki vita hvers vegna slík virkni á það til aukast eftir jökulhlaup. „Kannski farbreytingin sem verður við svona stórt hlaup gæti komið að stað einhverri meiri virkni. En það eru bara ágiskanir.“ Skjálftavirkni á svæðinu jókst eftir jökulhlaupið en síðan hefur dregið úr henni. Benedikt segir daginn hafa verið rólegan hvað varðar skjálftavirkni og skýr tengsl séu á milli hlaupsins og jarðskjálftavirkninnar. „Farbreytingarnar sem verða undir jöklinum þegar hlaupvatnið fer af stað, þær geta komið af stað skjálftavirkni og við sjáum það mjög oft. Það er í raun ein af aðferðunum sem við notum til að vara við yfirvofandi hlaupi, það er merki á skjálftamælum.“ Ætti að vera búið næstu helgi „Það er fljótt að sjatna í ánum, ég held að til að taka ákvörðun um ferðalög næstu helgi ætti að bíða þangað til líður nær helgi. Það segir okkur frekar hvernig ástandið verður þá,“ segir Benedikt aðspurður hvort fólk sem hyggst ferðast á hálendið næstu helgi ætti að horfa til vatnavaxtar í ám. Miklar rigningar á hálendinu settu strik í reikning einhverra ferðamanna um liðna helgi. „Þetta sem er í gangi núna ætti nú að vera búið þá.“ Mýrdalshreppur Náttúruhamfarir Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
„Það er ennþá svolítið hlaupvatn í ánni, og það tekur einhverja daga fyrir hana að jafna sig alveg en það er eiginlega búið,“ segir Benedikt Ófeigsson fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands. Benedikt segir að búast megi við að jökulhlaupið marki upphaf á aukinni virkni í Kötlu. „Það hefur gert það áður, 2011 var einmitt svona stórt hlaup, reyndar í Múlakvísl. En í kjölfarið á því var mjög mikil virkni í Kötlu marga mánuði á eftir.“ Aðspurður segist hann ekki vita hvers vegna slík virkni á það til aukast eftir jökulhlaup. „Kannski farbreytingin sem verður við svona stórt hlaup gæti komið að stað einhverri meiri virkni. En það eru bara ágiskanir.“ Skjálftavirkni á svæðinu jókst eftir jökulhlaupið en síðan hefur dregið úr henni. Benedikt segir daginn hafa verið rólegan hvað varðar skjálftavirkni og skýr tengsl séu á milli hlaupsins og jarðskjálftavirkninnar. „Farbreytingarnar sem verða undir jöklinum þegar hlaupvatnið fer af stað, þær geta komið af stað skjálftavirkni og við sjáum það mjög oft. Það er í raun ein af aðferðunum sem við notum til að vara við yfirvofandi hlaupi, það er merki á skjálftamælum.“ Ætti að vera búið næstu helgi „Það er fljótt að sjatna í ánum, ég held að til að taka ákvörðun um ferðalög næstu helgi ætti að bíða þangað til líður nær helgi. Það segir okkur frekar hvernig ástandið verður þá,“ segir Benedikt aðspurður hvort fólk sem hyggst ferðast á hálendið næstu helgi ætti að horfa til vatnavaxtar í ám. Miklar rigningar á hálendinu settu strik í reikning einhverra ferðamanna um liðna helgi. „Þetta sem er í gangi núna ætti nú að vera búið þá.“
Mýrdalshreppur Náttúruhamfarir Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira