Eftirsóttur Sainz fer til Williams eftir tímabilið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. júlí 2024 17:00 Sainz yfirgefur Ferrari að keppnistímabilinu loknu. Jakub Porzycki/Getty Images Koma Lewis Hamilton til Ferrari þýðir að ekki var ljóst hvar Carlos Sainz myndi sinna atvinnu sinni á komandi á tímabili. Það hefur loks fengist svar við því en hann mun keyra fyrir annars slakt lið Williams á komandi tímabili í Formúlu 1. Hinn 39 ára gamli Sir Lewis Carl Davidson Hamilton ákvað að söðla um og færa sig yfir til ítalska risans Ferrari eftir 17 ára farsælan feril hjá Mercedes. Á hann að hjálpa hinum unga Charles Leclerc að verða enn betri. Þýddi það að krafta hins 29 ára gamla Carlos Sainz Vázquezde Castro frá Spáni var ekki lengur óskað. Hann var því um tíma atvinnulaus en hefur nú fundið nýjan vinnuveitanda. Sá er ekki alveg jafn frægur og núverandi vinnuveitandi kappans en færa má rök fyrir því að Ferrari sé frægasta lið Formúlu 1 þó svo að það hafi ekki riðið feitum hesti undanfarið. Williams er eitt slakasta lið F1 undanfarinn áratug eða svo og hefur aðeins skrapað saman fjórum stigum á yfirstandandi tímabili. Ökumenn liðsins í dag eru þeir Alex Albon og Logan Sargeant. Sá síðarnefndi mun hins vegar ekki keyra fyrir liðið á næstu leiktíð þar sem Sainz hefur skrifað undir langtíma samning, ekki kemur þó fram hversu langan. BREAKING: Carlos Sainz to join Williams Racing from 2025#F1 pic.twitter.com/3O3ROhrEES— Formula 1 (@F1) July 29, 2024 Á vef Formúlu 1 kemur að ásamt Williams hafi Sauber/Audi og Alpine viljað fá Sainz í sínar raðir en á endanum hafi Williams hreppt hnossið. Nú er bara að bíða og sjá hvort þeim spænska takist að rífa liðið upp af botni Formúlu 1. Akstursíþróttir Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Frá Skagafirði á Akranes Körfubolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Hinn 39 ára gamli Sir Lewis Carl Davidson Hamilton ákvað að söðla um og færa sig yfir til ítalska risans Ferrari eftir 17 ára farsælan feril hjá Mercedes. Á hann að hjálpa hinum unga Charles Leclerc að verða enn betri. Þýddi það að krafta hins 29 ára gamla Carlos Sainz Vázquezde Castro frá Spáni var ekki lengur óskað. Hann var því um tíma atvinnulaus en hefur nú fundið nýjan vinnuveitanda. Sá er ekki alveg jafn frægur og núverandi vinnuveitandi kappans en færa má rök fyrir því að Ferrari sé frægasta lið Formúlu 1 þó svo að það hafi ekki riðið feitum hesti undanfarið. Williams er eitt slakasta lið F1 undanfarinn áratug eða svo og hefur aðeins skrapað saman fjórum stigum á yfirstandandi tímabili. Ökumenn liðsins í dag eru þeir Alex Albon og Logan Sargeant. Sá síðarnefndi mun hins vegar ekki keyra fyrir liðið á næstu leiktíð þar sem Sainz hefur skrifað undir langtíma samning, ekki kemur þó fram hversu langan. BREAKING: Carlos Sainz to join Williams Racing from 2025#F1 pic.twitter.com/3O3ROhrEES— Formula 1 (@F1) July 29, 2024 Á vef Formúlu 1 kemur að ásamt Williams hafi Sauber/Audi og Alpine viljað fá Sainz í sínar raðir en á endanum hafi Williams hreppt hnossið. Nú er bara að bíða og sjá hvort þeim spænska takist að rífa liðið upp af botni Formúlu 1.
Akstursíþróttir Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Frá Skagafirði á Akranes Körfubolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira