Russell dæmdur úr leik og Hamilton fagnar sigri í Belgíu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. júlí 2024 17:36 Mercedes-mennirnir komu fyrstir í mark, en aðeins annar þeirra fékk þó stig í belgíska kappakstrinum í dag. Dean Mouhtaropoulos/Getty Images Mercedes-mennirnir George Russell og Lewis Hamilton komu fyrstir í mark í belgíska kappakstrinum í Formúlu 1 í dag. Russell fór óvanalega leið á Spa-Francorchamps brautinn í Belgíu í dag og stoppaði aðeins einu sinni, á meðan aðrið ökumenn stoppuðu að minnsta kosti tvisvar. Hann hélt liðsfélaga sínum, Lewis Hamilton, í skefjum í lok keppninnar og kom að lokum fyrstur í mark. Hamilton varð hins vegar annar og Oscar Piastri varð þriðji. Um tveimur og hálfri klukkustund eftir keppni birtist hins vegar tilkynning frá Formúlu 1. Komið hafði í ljós að bíll Russell hafi mælst einu og hálfu kílói of léttur eftir keppni og því hafi Russell verið dæmdur úr leik. BREAKING: #BelgianGP winner George Russell has been disqualified from the race for an underweight car #F1 pic.twitter.com/SfEgH61NzG— Formula 1 (@F1) July 28, 2024 Það er því Lewis Hamilton sem fær fullt hús stiga eftir belgíska kappaksturinn, en liðsfélagi hans gengur stigalaus frá keppninni. Dómurinn þýðir einnig að Oscar Piastri færist upp í annað sæti og Charles Leclerc á Ferrari upp í það þriðja. Heimsmeistarinn Max Verstappen, sem kom fimmti í mark, er því í fjórða sæti. Akstursíþróttir Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Russell fór óvanalega leið á Spa-Francorchamps brautinn í Belgíu í dag og stoppaði aðeins einu sinni, á meðan aðrið ökumenn stoppuðu að minnsta kosti tvisvar. Hann hélt liðsfélaga sínum, Lewis Hamilton, í skefjum í lok keppninnar og kom að lokum fyrstur í mark. Hamilton varð hins vegar annar og Oscar Piastri varð þriðji. Um tveimur og hálfri klukkustund eftir keppni birtist hins vegar tilkynning frá Formúlu 1. Komið hafði í ljós að bíll Russell hafi mælst einu og hálfu kílói of léttur eftir keppni og því hafi Russell verið dæmdur úr leik. BREAKING: #BelgianGP winner George Russell has been disqualified from the race for an underweight car #F1 pic.twitter.com/SfEgH61NzG— Formula 1 (@F1) July 28, 2024 Það er því Lewis Hamilton sem fær fullt hús stiga eftir belgíska kappaksturinn, en liðsfélagi hans gengur stigalaus frá keppninni. Dómurinn þýðir einnig að Oscar Piastri færist upp í annað sæti og Charles Leclerc á Ferrari upp í það þriðja. Heimsmeistarinn Max Verstappen, sem kom fimmti í mark, er því í fjórða sæti.
Akstursíþróttir Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira