Smíðaði stærstu skeifu heims úr 2.852 skeifum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. júlí 2024 20:04 Skeifan er glæsileg og sómir sér vel í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Það tók Ísleif ekki nema um sjö mánuði að smíða hana. Magnús Hlynur Hreiðarsson Stærsta skeifa heims vekur nú mikla athygli gesta í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal, en í skeifunni eru 2.852 notaðar skeifur, sem hafa verið undir hestum út um allt land í gegnum árin. Risa skeifan er staðsett rétt við selalaugina í garðinum en hún var sett þar upp um miðjan júní síðastliðinn og hefur vakið mikla athygli gesta. Sá sem á heiðurinn af smíði skeifunnar er Ísleifur Friðriksson, sem er járnsmíðameistari. „Já, hér er til sýnis skeifan Víðförull, sem er svona óður til ferðamanna eða ferðalanga smíðuð í vetur úr 2.852 skeifum, sem mér hafa áskotnast hér og þar um landið. Allar þessar skeifur hafa farið eitthvað og gert eitthvað,” segir Ísleifur stoltur. Ísleifur segir að þegar hann fór á eftirlaun á síðasta ári hafi hann ákveðið að skella sér í skeifuverkefnið, hann varð að hafa eitthvað fyrir stafni, nennti ekki að hanga og gera ekki neitt eins og hann segir sjálfur. Og ertu ekki bara stoltur og ánægður með þetta? „Ég er mjög ánægður með hana af því að ég veit að hún er langstærsta skeifa í heiminum í dag. Næsta skeifa er 1700 skeifur, þessi er 2.852 skeifur. Þessi næst stærsta er staðsett í Arabísku furstadæmunum í einhverjum voðalegum fansi reiðklúbb. Skeifan mín er 4,50 cm á hæð, hin er ekki nema 2 metrar,” bætir Ísleifur við. Listaverkið heitir Víðförull.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og starfsfólk Fjölskyldu- og húsdýragarðsins er mjög ánægt með skeifuna, nýjasta listaverk svæðisins. „hún er stórkostlega flott, stór og tignarleg og vekur mjög mikla athygli og hamingju,” segir Elsa Kristrún Bjarnadóttir, dýrahirðir í garðinum. Elsa Kristrún, dýrahirðir í garðinum og Ísleifur, ásamt hestinum Kili.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er alveg óráðið hvað skeifan verður lengi í garðinum en Ísleifur segir að hún til sölu ef einhver hefur áhuga enda segist hann ekki hafa pláss fyrir hana heima hjá sér. „Nei, ég bý upp á fimmtu hæð, þannig að það er erfitt að koma henni þangað,” segir hann skellihlæjandi. Hafi einhver áhuga á að kaupa skeifuna af Ísleifi þá er hún föl.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjavík Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Hestar Styttur og útilistaverk Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Risa skeifan er staðsett rétt við selalaugina í garðinum en hún var sett þar upp um miðjan júní síðastliðinn og hefur vakið mikla athygli gesta. Sá sem á heiðurinn af smíði skeifunnar er Ísleifur Friðriksson, sem er járnsmíðameistari. „Já, hér er til sýnis skeifan Víðförull, sem er svona óður til ferðamanna eða ferðalanga smíðuð í vetur úr 2.852 skeifum, sem mér hafa áskotnast hér og þar um landið. Allar þessar skeifur hafa farið eitthvað og gert eitthvað,” segir Ísleifur stoltur. Ísleifur segir að þegar hann fór á eftirlaun á síðasta ári hafi hann ákveðið að skella sér í skeifuverkefnið, hann varð að hafa eitthvað fyrir stafni, nennti ekki að hanga og gera ekki neitt eins og hann segir sjálfur. Og ertu ekki bara stoltur og ánægður með þetta? „Ég er mjög ánægður með hana af því að ég veit að hún er langstærsta skeifa í heiminum í dag. Næsta skeifa er 1700 skeifur, þessi er 2.852 skeifur. Þessi næst stærsta er staðsett í Arabísku furstadæmunum í einhverjum voðalegum fansi reiðklúbb. Skeifan mín er 4,50 cm á hæð, hin er ekki nema 2 metrar,” bætir Ísleifur við. Listaverkið heitir Víðförull.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og starfsfólk Fjölskyldu- og húsdýragarðsins er mjög ánægt með skeifuna, nýjasta listaverk svæðisins. „hún er stórkostlega flott, stór og tignarleg og vekur mjög mikla athygli og hamingju,” segir Elsa Kristrún Bjarnadóttir, dýrahirðir í garðinum. Elsa Kristrún, dýrahirðir í garðinum og Ísleifur, ásamt hestinum Kili.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er alveg óráðið hvað skeifan verður lengi í garðinum en Ísleifur segir að hún til sölu ef einhver hefur áhuga enda segist hann ekki hafa pláss fyrir hana heima hjá sér. „Nei, ég bý upp á fimmtu hæð, þannig að það er erfitt að koma henni þangað,” segir hann skellihlæjandi. Hafi einhver áhuga á að kaupa skeifuna af Ísleifi þá er hún föl.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjavík Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Hestar Styttur og útilistaverk Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira