Handbolti

Hrósaði Degi eftir nauman sigur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Luka Cindric í leiknum gegn Japan.
Luka Cindric í leiknum gegn Japan. Harry Langer/Getty Images

Luka Cindric, einn af lykilmönnum Króatíu, hrósaði Degi Sigurðssyni –þjálfara króatíska landsliðsins í handbolta – í hástert eftir nauman sigur á Japan á Ólympíuleikunum í gær, laugardag.

Króatía lenti í kröppum dansi gegn fyrrverandi lærisveinum Dags í Japan þegar þjóðirnar mættust í A-riðli í París í gær. Japan var um tíma sex mörkum yfir í síðari hálfleik en á endanum tókst Króatíu að vinna eins marks sigur.

Cindric, sem er einn besti leikmaður Króatíu og hefur leikið fyrir stórliðin Barcelona. Vardar Kielce og Veszprém ræddi við mbl.is eftir leik og hrósaði þjálfara sínum.

„Hann er virkilega góður þjálfari og vill spila skemmtilegan handbolta. Hann er ávallt rólegur og það hjálpar því eigum það til að vera svolítið klikkaðir. Hann stýrir hópnum mjög vel og veit alltaf hvað á að segja þegar það er mikið undir,“ sagði Cindric í viðtali sínu við mbl.is.

Að endingu var hann spurður hvort Dagur væri farinn að tjá sig á króatísku:

„Aðeins, ég veit að hann er að læra tungumálið og það á eftir að hjálpa iðinu enn frekar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×