Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
My Ky Le er til heimilis að Bústaðavegi 49 í Reykjavík, og er tæplega 170 sm á hæð og 70-75 kg. Hann er svarthærður, með brún augu og húðflúr á vinstri handlegg.
Ekki er vitað um klæðnað hans en líklegast er hann með derhúfu. Hann hefur yfir að ráða bifreiðinni FK-U20 og sást til hennar nálægt Álftanesi síðdegis í gær. Þau sem geta gefið upplýsingar um ferðir My Ky Le eru beðin um að hafa samband við lögregluna í síma 112.
