„Vitum ekki til þess að nokkur hafi verið í hættu“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 27. júlí 2024 19:16 Grímur Hergeirsson lögreglustjóri á Suðurlandi. Vísir Óvissustig er í gildi vegna jökulhlaups úr Mýrdalsjökli. Lögreglustjórinn á Suðurlandi segist ekki vitað til þess að neinn hafi verið í hættu og segir aðgerðir hafa gengið vel. Fyrir liggur að hlaupið er á pari við jökulhlaupið í Múlakvísl 2011. Berghildur Erla var á Selfossi, þar sem aðgerðum er stýrt, í Kvöldfréttum og ræddi við Grím Hergeirsson lögreglustjóra á Suðurlandi. „Staðan er sú núna að það er ennþá hlaup í gangi í Skálm. Suðurlandsvegur er með öllu lokaður frá Höfðabrekku og austur að Meðallandsvegi.“ Klippa: Óvissustig vegna hlaups Hann segir að tekin hafi verið ákvörðun um að rýma svæði við Sólheimajökul að höfðu samráði við Veðurstofuna. Reikna megi með að lokunin standi yfir inn í nóttina hið minnsta og til morguns. Það hefur flætt yfir veginn við Skálm, hvernig standa málin með tilliti til brúarinnar? „Það flæddi yfir brúna og þjóðveginn á um kílómeters kafla fyrir austan brúna. Það liggur fyrir að það eru skemmdir á veginum og það verður ekkert hægt að skoða það fyrr en sjatnar í þessu og þá kemur í ljós hvaða aðgerða þarf að grípa til, til að opna.“ Grímur segir mikið af ferðamönnum á svæðinu en ekki sé vitað til þess að nokkur hafi verið í hættu. „Þetta hefur gengið mjög vel og við höfum náð utan um þetta mjög vel.“ Hversu stórt er þetta hlaup með tilliti til annarra? „Það á auðvitað eftir að koma í ljós eftir að búið er að mæla allt saman en það liggur fyrir að þetta er í stærri kantinum og kannski á pari við það sem við sáum í Múlakvísl 2011.“ Þyrla Landhelgisgæslunnar var á flugi yfir jöklinum á sjöunda tímanum í þeim tilgangi að kanna aðstæður. Grímur bendir ferðamönnum sem ætla sér að ferðast um Suðurlandið á að fylgjast með stöðu mála á vef Vegagerðarinnar og vef Almannavarna. Náttúruhamfarir Mýrdalshreppur Lögreglumál Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Fleiri fréttir Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Sjá meira
Berghildur Erla var á Selfossi, þar sem aðgerðum er stýrt, í Kvöldfréttum og ræddi við Grím Hergeirsson lögreglustjóra á Suðurlandi. „Staðan er sú núna að það er ennþá hlaup í gangi í Skálm. Suðurlandsvegur er með öllu lokaður frá Höfðabrekku og austur að Meðallandsvegi.“ Klippa: Óvissustig vegna hlaups Hann segir að tekin hafi verið ákvörðun um að rýma svæði við Sólheimajökul að höfðu samráði við Veðurstofuna. Reikna megi með að lokunin standi yfir inn í nóttina hið minnsta og til morguns. Það hefur flætt yfir veginn við Skálm, hvernig standa málin með tilliti til brúarinnar? „Það flæddi yfir brúna og þjóðveginn á um kílómeters kafla fyrir austan brúna. Það liggur fyrir að það eru skemmdir á veginum og það verður ekkert hægt að skoða það fyrr en sjatnar í þessu og þá kemur í ljós hvaða aðgerða þarf að grípa til, til að opna.“ Grímur segir mikið af ferðamönnum á svæðinu en ekki sé vitað til þess að nokkur hafi verið í hættu. „Þetta hefur gengið mjög vel og við höfum náð utan um þetta mjög vel.“ Hversu stórt er þetta hlaup með tilliti til annarra? „Það á auðvitað eftir að koma í ljós eftir að búið er að mæla allt saman en það liggur fyrir að þetta er í stærri kantinum og kannski á pari við það sem við sáum í Múlakvísl 2011.“ Þyrla Landhelgisgæslunnar var á flugi yfir jöklinum á sjöunda tímanum í þeim tilgangi að kanna aðstæður. Grímur bendir ferðamönnum sem ætla sér að ferðast um Suðurlandið á að fylgjast með stöðu mála á vef Vegagerðarinnar og vef Almannavarna.
Náttúruhamfarir Mýrdalshreppur Lögreglumál Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Fleiri fréttir Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Sjá meira