Færeyingar vissulega til fyrirmyndar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 27. júlí 2024 10:01 Fyrir síðustu helgi kaus Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í grein á Vísir.is að taka Færeyjar sem dæmi um Evrópuland þar sem finna mætti meiri lífsgæði en hér á landi. Tilgangurinn var sem fyrr að reyna að tína til rök fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Hins vegar er það val áhugavert í ljósi þess að Færeyjar standa bæði utan sambandsins og Evrópska efnahagssvæðsins. Um leið er það skiljanlegt þar sem lífsgæði hér á landi mælast allajafna meiri en í flestum ef ekki öllum ríkjum Evrópusambandsins. Færeyingar eru vissulega með gjaldmiðil sem er ígildi dönsku krónunnar sem aftur er tengd gengi evrunnar innan ákveðinna vikmarka. Danir hafa hins vegar í tvígang hafnað evrunni sem slíkri í þjóðaratkvæðagreiðslu, 1992 og 2000, og Svíar höfnuðu henni sömuleiðis í þjóðaratkvæði 2003. Eina norræna ríkið sem tekið hefur upp evruna er Finnland en þó án þess að leggja þá ákvörðun í þjóðaratkvæði. Þá er til dæmis talið líklegt að evrunni hefði að sama skapi verið hafnað í Þýzkalandi hefði almenningur verið inntur álits. Tenging dönsku krónunnar við gengi evrunnar er einfaldlega ákvörðun Dana sem hægt er að nema úr gildi hvenær sem er en áður en evran kom til sögunnar var danska krónan tengd gengi þýzka marksins sem varð síðar hluti af evrunni. Ástæða þess er aftur fyrst og fremst sú að danska hagsveiflan er mjög í takti við þá þýzku og vaxtaákvarðanir seðlabanka Evrópusambandsins taka einkum mið af stöðu mála í efnahagslífi Þýzkalands. Hins vegar hefur þýzka hagsveiflan engan veginn verið í takt við hagsveifluna hér á landi. Höfum aldrei notið fulls tollfrelsis Færeyingar ákváðu að fylgja ekki Dönum inn í forvera Evrópusambandsins, Efnahagsbandalag Evrópu, árið 1973. Færeyjar höfðu fengið heimastjórn í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar og gátu í krafti hennar tekið sjálfstæða ákvörðun í þeim efnum. Færeyingar vilja enn í dag ekki ganga í sambandið frekar en við Íslendingar og af hliðstæðum ástæðum. Þeir hefðu litla möguleika á því að hafa áhrif á ákvarðanir innan Evrópusambandsins vegna fámennis og stjórn sjávarútvegsmála þeirra myndi færast til sambandsins. Færeyingar eru þess í stað með fríverzlunarsamning við Evrópusambandið hliðstæðan þeim sem Ísland samdi um við forvera þess árið 1972. Fyrir vikið þurfa þeir til dæmis ekki að taka upp vaxandi íþyngjandi regluverk frá sambandinu. Færeysk stjórnvöld eiga nú í viðræðum við Evrópusambandið um mögulega uppfærslu á samningnum og hafa ekki sízt lagt áherzlu á fullt tollfrelsi fyrir sjávarafurðir líkt og sambandið hefur áður samið um í víðtækum fríverzlunarsamningum við til að mynda Kanada, Japan og Bretland. Hvað okkur Íslendinga varðar höfum við aldrei notið fulls tollfrelsins fyrir sjávarafurðir í gegnum EES-samninginn. Fríverzlunarsamningur okkar við sambandið frá 1972 er enn fremur að mörgu leyti hagstæðari en EES-samningurinn í þeim efnum auk þess að kveða til dæmis á um fullt tollfrelsi með iðnaðarvörur. Fyrir vikið kemur fram í bókun 9 við EES-samninginn að ef aðrir tvíhliða samningar á milli Íslands og Evrópusambandsins fela í sér hagstæðari kjör í viðskiptum með sjávarafurðir skuli taka mið af þeim. Fæli ekki í sér vaxandi framsal valds Meðan við Íslendingar erum aðilar að EES-samningnum lítur Evrópusambandið svo á að við stefnum á inngöngu í sambandið enda hafa ráðamenn í Brussel alltaf litið á samninginn sem undirbúning fyrir það. Þannig var hann hannaður og þannig hefur hann virkað frá upphafi. Þá er sjávarútvegur ekki hluti af EES-samningnum þar sem vilji var eðli málsins samkvæmt ekki fyrir því hér á landi að gangast undir vald og löggjöf Evrópusambandsins í þeim efnum. Værum við reiðubúin til þess er líklegt að fullt tollfrelsi yrði í boði. Hins vegar væri þetta ekki vandamál ef við skiptum EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning líkt og ríki heimsins kjósa að semja um sín á milli í dag og þar á meðal stærstu efnahagsveldin með sína miklu viðskiptahagsmuni. Slíkur samningur fæli enda ekki í sér vaxandi framsal valds til viðsemjandans og einhliða upptöku á löggjöf hans eins og EES-samningurinn. Fyrir vikið væri ekkert því til fyrirstöðu að víðtækur fríverzlunarsamningur næði til sjávarafurða með sama hætti og annars varnings. Við gætum einfaldlega óskað eftir viðræðum við Evrópusambandið um það að uppfæra samninginn frá 1972 í víðtækan fríverzlunarsamning þar sem tekin væru inn í myndina þjónustuviðskipti og annað það sem máli skiptir í milliríkjaviðskiptum í dag. Þetta hafa til dæmis bæði sambandið og EFTA verið að gera á liðnum árum við eldri fríverzlunarsamninga sína. Til þess þyrfti notabene ekki að segja EES-samningnum upp fyrst. Með öðrum orðum er það auðvitað rétt hjá Þorgerði að Færeyingar eru að ýmsu leyti til fyrirmyndar. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Aðeins meira um Kópavogsmódelið Sverrir J. Dalsgaard Skoðun Viljum við útrýma kristni úr þjóðlífinu? Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hatar þú heiðlóur? Ragnhildur Guðmundsdóttir Skoðun Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu - er ástæða til að hafa áhyggjur? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Hingað og ekki lengra Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun „Þú munt aldrei eignast barn!“ Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Hættum að meiða, misþyrma og éta ”systur okkar og bræður”! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vextir niðurlægja og drepa Einar Baldvin Árnason Skoðun Rykkilínsmálið Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 14.09.2024 Halldór Skoðun Skoðun Mikilvægi fjölskyldu- og parameðferðar – Að styrkja tengsl í flóknum heimi Helena Katrín Hjaltadóttir,Katrín Þrastardóttir skrifar Skoðun Er hvergi hægt að vera í friði? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Um ferðaþjónustu og ADHD Nanný Arna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að taka stjórn á eigin stefnu Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Mér finnst“ pólitíkin og vindmyllurnar Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Frumútboð og framhjáhöld Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Grænfáninn 30 ára Sigurlaug Arnardóttir,Guðrún Schmidt,Ósk Kristinsdóttir,Borghildur Gunnardóttir skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hatar þú heiðlóur? Ragnhildur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Viljum við útrýma kristni úr þjóðlífinu? Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í náttúru Íslands Rannveig Magnúsdóttir skrifar Skoðun Rykkilínsmálið Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvaðan kemur verðbólgan? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu - er ástæða til að hafa áhyggjur? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Biðin sem veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun „Þú munt aldrei eignast barn!“ Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Hvað verður um íslenska þjóðmenningu? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hættum að meiða, misþyrma og éta ”systur okkar og bræður”! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Vextir niðurlægja og drepa Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að loknum flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Trúverðugleiki til sölu! Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra ber fulla ábyrgð á stöðunni! Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Ætlar Ísland sömu leið og Svíar? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Aðeins meira um Kópavogsmódelið Sverrir J. Dalsgaard skrifar Skoðun Að koma í heiminn, að fæðast með öllu því sem verður Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Öflugar konur eru okkar von Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þegar hveitið er dýrara en brauðið Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Neyð og mjúkur sandur Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Hryðjuverkaríkið Ingólfur Steinsson skrifar Sjá meira
Fyrir síðustu helgi kaus Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í grein á Vísir.is að taka Færeyjar sem dæmi um Evrópuland þar sem finna mætti meiri lífsgæði en hér á landi. Tilgangurinn var sem fyrr að reyna að tína til rök fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Hins vegar er það val áhugavert í ljósi þess að Færeyjar standa bæði utan sambandsins og Evrópska efnahagssvæðsins. Um leið er það skiljanlegt þar sem lífsgæði hér á landi mælast allajafna meiri en í flestum ef ekki öllum ríkjum Evrópusambandsins. Færeyingar eru vissulega með gjaldmiðil sem er ígildi dönsku krónunnar sem aftur er tengd gengi evrunnar innan ákveðinna vikmarka. Danir hafa hins vegar í tvígang hafnað evrunni sem slíkri í þjóðaratkvæðagreiðslu, 1992 og 2000, og Svíar höfnuðu henni sömuleiðis í þjóðaratkvæði 2003. Eina norræna ríkið sem tekið hefur upp evruna er Finnland en þó án þess að leggja þá ákvörðun í þjóðaratkvæði. Þá er til dæmis talið líklegt að evrunni hefði að sama skapi verið hafnað í Þýzkalandi hefði almenningur verið inntur álits. Tenging dönsku krónunnar við gengi evrunnar er einfaldlega ákvörðun Dana sem hægt er að nema úr gildi hvenær sem er en áður en evran kom til sögunnar var danska krónan tengd gengi þýzka marksins sem varð síðar hluti af evrunni. Ástæða þess er aftur fyrst og fremst sú að danska hagsveiflan er mjög í takti við þá þýzku og vaxtaákvarðanir seðlabanka Evrópusambandsins taka einkum mið af stöðu mála í efnahagslífi Þýzkalands. Hins vegar hefur þýzka hagsveiflan engan veginn verið í takt við hagsveifluna hér á landi. Höfum aldrei notið fulls tollfrelsis Færeyingar ákváðu að fylgja ekki Dönum inn í forvera Evrópusambandsins, Efnahagsbandalag Evrópu, árið 1973. Færeyjar höfðu fengið heimastjórn í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar og gátu í krafti hennar tekið sjálfstæða ákvörðun í þeim efnum. Færeyingar vilja enn í dag ekki ganga í sambandið frekar en við Íslendingar og af hliðstæðum ástæðum. Þeir hefðu litla möguleika á því að hafa áhrif á ákvarðanir innan Evrópusambandsins vegna fámennis og stjórn sjávarútvegsmála þeirra myndi færast til sambandsins. Færeyingar eru þess í stað með fríverzlunarsamning við Evrópusambandið hliðstæðan þeim sem Ísland samdi um við forvera þess árið 1972. Fyrir vikið þurfa þeir til dæmis ekki að taka upp vaxandi íþyngjandi regluverk frá sambandinu. Færeysk stjórnvöld eiga nú í viðræðum við Evrópusambandið um mögulega uppfærslu á samningnum og hafa ekki sízt lagt áherzlu á fullt tollfrelsi fyrir sjávarafurðir líkt og sambandið hefur áður samið um í víðtækum fríverzlunarsamningum við til að mynda Kanada, Japan og Bretland. Hvað okkur Íslendinga varðar höfum við aldrei notið fulls tollfrelsins fyrir sjávarafurðir í gegnum EES-samninginn. Fríverzlunarsamningur okkar við sambandið frá 1972 er enn fremur að mörgu leyti hagstæðari en EES-samningurinn í þeim efnum auk þess að kveða til dæmis á um fullt tollfrelsi með iðnaðarvörur. Fyrir vikið kemur fram í bókun 9 við EES-samninginn að ef aðrir tvíhliða samningar á milli Íslands og Evrópusambandsins fela í sér hagstæðari kjör í viðskiptum með sjávarafurðir skuli taka mið af þeim. Fæli ekki í sér vaxandi framsal valds Meðan við Íslendingar erum aðilar að EES-samningnum lítur Evrópusambandið svo á að við stefnum á inngöngu í sambandið enda hafa ráðamenn í Brussel alltaf litið á samninginn sem undirbúning fyrir það. Þannig var hann hannaður og þannig hefur hann virkað frá upphafi. Þá er sjávarútvegur ekki hluti af EES-samningnum þar sem vilji var eðli málsins samkvæmt ekki fyrir því hér á landi að gangast undir vald og löggjöf Evrópusambandsins í þeim efnum. Værum við reiðubúin til þess er líklegt að fullt tollfrelsi yrði í boði. Hins vegar væri þetta ekki vandamál ef við skiptum EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning líkt og ríki heimsins kjósa að semja um sín á milli í dag og þar á meðal stærstu efnahagsveldin með sína miklu viðskiptahagsmuni. Slíkur samningur fæli enda ekki í sér vaxandi framsal valds til viðsemjandans og einhliða upptöku á löggjöf hans eins og EES-samningurinn. Fyrir vikið væri ekkert því til fyrirstöðu að víðtækur fríverzlunarsamningur næði til sjávarafurða með sama hætti og annars varnings. Við gætum einfaldlega óskað eftir viðræðum við Evrópusambandið um það að uppfæra samninginn frá 1972 í víðtækan fríverzlunarsamning þar sem tekin væru inn í myndina þjónustuviðskipti og annað það sem máli skiptir í milliríkjaviðskiptum í dag. Þetta hafa til dæmis bæði sambandið og EFTA verið að gera á liðnum árum við eldri fríverzlunarsamninga sína. Til þess þyrfti notabene ekki að segja EES-samningnum upp fyrst. Með öðrum orðum er það auðvitað rétt hjá Þorgerði að Færeyingar eru að ýmsu leyti til fyrirmyndar. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu - er ástæða til að hafa áhyggjur? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi fjölskyldu- og parameðferðar – Að styrkja tengsl í flóknum heimi Helena Katrín Hjaltadóttir,Katrín Þrastardóttir skrifar
Skoðun Grænfáninn 30 ára Sigurlaug Arnardóttir,Guðrún Schmidt,Ósk Kristinsdóttir,Borghildur Gunnardóttir skrifar
Skoðun Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu - er ástæða til að hafa áhyggjur? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra ber fulla ábyrgð á stöðunni! Haraldur Þór Jónsson skrifar
Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu - er ástæða til að hafa áhyggjur? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun