Körfubolti

Ólafur skrifar undir nýjan samning: „Með verk­efni sem við þurfum að klára“

Aron Guðmundsson skrifar
Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur
Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur Vísir/Hulda Margrét

Fyrir­liði karla­liðs Grinda­víkur í Bónus deildinni í körfu­bolta, Ólafur Ólafs­son, hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við fé­lagið. Grinda­vík laut í lægra haldi gegn Val í úr­slita­ein­vígi deildarinnar á síðasta tíma­bili. Ólafur segir Grinda­vík vera með verk­efni í höndunum sem þurfi að klára.

Ljóst er að tíðindin eru mikil og góð tíðindi fyrir Grindavík því í Ólafi er liðið með mikinn leiðtoga.  Ólafur hefur verið lykilmaður í liði Grindavíkur um árabil og fyrirliði liðsins síðustu tímabil. 

Grindvíkingurinn verður 34 ára í nóvember og er spenntur fyrir komandi vetri.

„Við erum með verkefni sem við þurfum að klára,“ lætur Ólafur hafa eftir sér í fréttatilkynningu Grindavíkur. „Við vorum hársbreidd frá því í fyrra og maður fer ekkert að bakka út núna. Ég vona bara að Grindvíkingar haldi áfram að mæta í Smárann eins og síðasta vetur. Gerum þetta saman fyrir samfélagið okkar. 240 að eilífu!“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×