Sala á fíkniefnum fari fram fyrir opnum tjöldum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. júlí 2024 12:05 Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Stöð 2/Arnar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lagt hald á umtalsvert magn af fíkniefnum og teygir málið anga sína víða. Yfirlögregluþjónn segir talsvert magn fíkniefna í umferð og sala þeirra fari fram fyrir opnum tjöldum á samfélagsmiðlum. Fimm manns eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu framkvæmdi húsleit á mánudag og þriðjudag þar sem hald var lagt á fíkniefnin auk um þriggja milljóna króna í reiðufé. Grímur Grímsson er yfirlögregluþjónn rannsóknarsviðs. „Það eru fimm í vikulöngu gæsluvarðhaldi en við handtókum fleiri í tengslum við málið. Það var lagt hald á um sextán kíló af kannabisefnum auk annarra efna eins amfetamín og töflur. Það að þessi fjöldi sé settur í gæsluvarðhald sýnir að við lítum málið alvarlegum augum,“ segir Grímur. Teygi anga sína víðar Hann segir að málið snúi að smásölumarkaði með fíkniefni en sé að öllum líkindum víðfeðmara. „Oft er það þannig þegar við hefjum svona rannsóknir, þá teygir málið sig víðar. Það koma upp fleiri mál í kjölfarið. Þannig að mögulega getum við horft til þess að um sé að ræða skipulagða brotastarfsemi eða að skipulagðir hópar standi að málinu,“ segir Grímur. Salan á samfélagsmiðlum Grímur segir að sala fíkniefnanna hafi farið fram fyrir opnum tjöldum. Hann útilokar ekki að fleiri mál komi upp á næstunni. Undanfarin ár hefur sala fíkniefna farið fram fyrir tiltölulega opnum tjöldum á samfélagsmiðlum. Sölufólk virðist ekki hafa haft miklar áhyggjur af því að vera tekið við slíka iðju. Það er líka töluvert magn í umferð í smásölu. Við erum að taka á þessu og fylgjumst grannt með. Aðspurður um hvort sé merki um að viðhorf í samfélaginu til fíkniefnaneyslu sé að breytast svarar Grímur. „Það má segja það að fíkniefnaneysla er meira normalíseruð í samfélaginu nú en fyrir einhverjum tugum ára. En þessi efni eru ólögleg og okkur ber að hafa eftirlit með því,“ segir Grímur að lokum. Fíkniefnabrot Lögreglumál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu framkvæmdi húsleit á mánudag og þriðjudag þar sem hald var lagt á fíkniefnin auk um þriggja milljóna króna í reiðufé. Grímur Grímsson er yfirlögregluþjónn rannsóknarsviðs. „Það eru fimm í vikulöngu gæsluvarðhaldi en við handtókum fleiri í tengslum við málið. Það var lagt hald á um sextán kíló af kannabisefnum auk annarra efna eins amfetamín og töflur. Það að þessi fjöldi sé settur í gæsluvarðhald sýnir að við lítum málið alvarlegum augum,“ segir Grímur. Teygi anga sína víðar Hann segir að málið snúi að smásölumarkaði með fíkniefni en sé að öllum líkindum víðfeðmara. „Oft er það þannig þegar við hefjum svona rannsóknir, þá teygir málið sig víðar. Það koma upp fleiri mál í kjölfarið. Þannig að mögulega getum við horft til þess að um sé að ræða skipulagða brotastarfsemi eða að skipulagðir hópar standi að málinu,“ segir Grímur. Salan á samfélagsmiðlum Grímur segir að sala fíkniefnanna hafi farið fram fyrir opnum tjöldum. Hann útilokar ekki að fleiri mál komi upp á næstunni. Undanfarin ár hefur sala fíkniefna farið fram fyrir tiltölulega opnum tjöldum á samfélagsmiðlum. Sölufólk virðist ekki hafa haft miklar áhyggjur af því að vera tekið við slíka iðju. Það er líka töluvert magn í umferð í smásölu. Við erum að taka á þessu og fylgjumst grannt með. Aðspurður um hvort sé merki um að viðhorf í samfélaginu til fíkniefnaneyslu sé að breytast svarar Grímur. „Það má segja það að fíkniefnaneysla er meira normalíseruð í samfélaginu nú en fyrir einhverjum tugum ára. En þessi efni eru ólögleg og okkur ber að hafa eftirlit með því,“ segir Grímur að lokum.
Fíkniefnabrot Lögreglumál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Sjá meira