Viðskipti innlent

Bein út­sending: Play kynnir upp­gjör

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Einar Örn Ólafsson, forstjóri flugfélagsins Play og einn stærsti einstaki hlutahafi þess.
Einar Örn Ólafsson, forstjóri flugfélagsins Play og einn stærsti einstaki hlutahafi þess. Vísir/Einar

Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, mun kynna uppgjör fyrir annan ársfjórðung félagsins á fundi sem hefst klukkan 16:15.

Play kippti afkomuspá sinni fyrir árið úr gildi í byrjun vikunnar og fetaði þar með í fótspor Icelandair sem gerði slíkt hið sama í lok maí.

Verð á hlutabréfum í Play hefur fallið um níutíu prósent á síðasta ári og um nærri sextíu prósent frá hlutafjáraukningu fyrr á árinu.

Fækkun ferðamanna og hörð samkeppni veldur því að flugfélagið tók afkomuspá sína úr gildi sem forstjórinn hafði nokkrum vikum áður ekki talið tilefni til. Áætlanir um tilfærslu Play yfir á Aðalmarkað Kauphallarinnar fyrir lok júnímánaðar hafa ekki gengið eftir.

Hægt verður að fylgjast með uppgjörinu í spilara hér að neðan klukkan 16:15. Smella þarf að spilarann til að geta horft á uppgjörið.


Tengdar fréttir

„Ljóst að staðan er mjög strembin“

Staða flugfélagsins Play er mjög strembin og þá er rekstrarafkoma Icelandair döpur um þessar mundir. Þetta sagði Hörður Ægisson, ristjóri Innherja, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Gengi bréfa Play fellur um tuttugu prósent vegna versnandi af­komu­horfa

Hlutabréfaverð Play hefur fallið um nærri sextíu prósent frá hlutafjáraukningu þess fyrr á árinu en fækkun ferðamanna og hörð samkeppni veldur því að flugfélagið fylgir í fótspor Icelandair og fellir afkomuspá sína úr gildi sem forstjórinn hafði nokkrum vikum áður ekki talið tilefni til. Áætlanir um tilfærslu Play yfir á Aðalmarkað Kauphallarinnar fyrir lok júnímánaðar hafa ekki gengið eftir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×