Stærstu fyrirtækin orðið af 747 milljörðum Eiður Þór Árnason skrifar 25. júlí 2024 08:38 Blá villuboð blöstu við farþegum á LaGuardia-flugvelli í New York þegar kerfishrunið þann 19. júlí hafði áhrif á starfsemi flugvallarins. AP/Yuki Iwamura Ein umfangsmesta kerfisbilun sögunnar er talin hafa kostað Fortune 500 fyrirtæki minnst 5,4 milljarða bandaríkjadali, eða um 747 milljarða íslenskra króna. Þetta er mat bandarísks vátryggingafélags. Alvarleg villa í útbreiddum hugbúnaði netöryggisfyrirtækisins CrowdStrike varð til þess að ótal tölvur og netþjónar hættu að virka þann 19. júlí með þeim afleiðingum að rekstur fyrirtækja truflaðist, flugferðum var aflýst og starfsemi sjúkrahúsa fór úr skorðum. Fortune 500 listinn samanstendur af 500 stærstu fyrirtækjunum í Bandaríkjunum samkvæmt útreikningum Forbes-tímaritsins. Niðurstaða vátryggingafélagsins Parametrix er því einungis til marks um brot af því fjárhagslega tjóni sem bilunin kann að hafa valdið á heimsvísu. Fyrirtæki innan bandaríska heilbrigðis- og bankageirans urðu einna verst fyrir barðinu á hugbúnaðarvillunni. Tap heilbrigðisstofnana er metið 1,94 milljarðar bandaríkjadalir og 1,15 milljarðar í tilfelli fjármálastofnana, samkvæmt útreikningum Parametrix. CNN greinir frá þessu. Einungis lítill hluti tjónsins fæst bættur Bandarísk flugfélög á borð við United urðu fyrir næstmestum fjárhagslegum áhrifum og félögin sögð hafa tapað samanlagt 860 milljónum bandaríkjadala. Tölur Parametrix miðast einungis við tapaðar tekjur og hagnað af völdum tölvuhrunsins en tekur ekki til áhrifa minni framleiðni eða þann orðsporsskaða sem rekstrartruflun kann að hafa valdið. Telur vátryggingafélagið að einungis 10 til 20 prósent af tjóni Fortune 500 fyrirtækja falli undir bótavernd netöryggistrygginga. Glíma enn við áhrif hrunsins Fjölmörg fyrirtæki nota Falcon, netöryggishugbúnað CrowdStrike til að greina og koma í veg tölvuinnbrot. Þegar CrowdStrike uppfærði hugbúnaðinn í síðustu viku hrundu milljónir tölva um allan heim sem notuðu forritið með Windows-stýrikerfi Microsoft. Beint fjárhagslegt tjón Microsoft er ekki talið með í heildartölu Parametrix þrátt fyrir að það tilheyri Fortune 500-listanum. Dæmi eru um að fyrirtæki reyni enn að koma rekstri sínum í samt horf eftir kerfisbilunina. Þeirra á meðal er bandaríska flugfélagið Delta Air Lines sem glímir áfram við keðjuverkandi áhrif þess að aflýsa þúsundum flugferða. Bilunin hafði meðal annars áhrif á starfsemi Landsbankans og allra bókasafna hér á landi. Bandaríkin Tengdar fréttir Segja mörg kerfi komin í lag eftir bilunina á föstudag Öryggisfyrirtækið CrowdStrike segir umtalsverðan fjölda tækja sem varð fyrir bilun á föstudag vegna gallaðrar hugbúnaðaruppfærslu á föstudag vera kominn í lag. 22. júlí 2024 07:25 „Við vorum bara eins og blindur köttur“ Flugsamgöngur, greiðslukerfi og sjónvarpsútsendingar lágu niðri þegar algjört hrun varð í tölvukerfum Microsoft í dag. Tekið gæti talsverðan tíma að vinda ofan af afleiðingum bilunarinnar á heimsvísu, sem hafði einnig áhrif á Íslandi. Kerfi Landsbankans, allra bókasafna landsins og húðmeðferðarstofu í Vegmúla lágu niðri um tíma í dag. 19. júlí 2024 19:01 Stærsta atvikið í „mörg, mörg ár“ Meiriháttar kerfisbilun hjá Microsoft hefur valdið hruni í tölvukerfum um allan heim, meðal annars á Íslandi, og skapað öngþveiti á flugvöllum og víðar. Lagfæring á biluninni virðist komin vel á veg en áhrifa kann að gæta í einhverja daga. Netöryggissérfræðingur segir um að ræða eina umfangsmestu kerfisbilun síðari ára, sem sýni fram á mikilvægi góðra viðbragðsáætlana. 19. júlí 2024 11:56 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Meirihluti auglýstra nýbygginga óseldur Viðskipti innlent „Fyrir mann sem er skrifblindur og lesblindur er þetta ekkert auðvelt“ Atvinnulíf Hafa ekki tekið ákvörðun um vaxtahækkun Viðskipti innlent Þetta kostar skyndibiti á Íslandi Neytendur Sjálfbærnisviðið lagt niður og Erla Ósk hættir Viðskipti innlent Fótboltastelpan um starfsframann: „Að sækja sér tækifærin sjálfur“ Atvinnulíf „Ég verð auðveldlega meyr en segi engum frá því“ Atvinnulíf Hafsteinn Dan nýr lagaprófessor við HR Viðskipti innlent Fær bætur vegna brúnu blettanna í mottunni Neytendur Fleiri fréttir Snúa við dómnum og dæma Bonnesen í fangelsi Gera Apple að greiða tvær billjónir í skatta Skaut samstundis niður tillögur um efnahagslega björgun Evrópu Bein útsending: Apple kynnir nýjustu græjurnar Hætta steðjar að lífsgæðum Evrópubúa Volvo heykist á algjörri rafvæðingu árið 2030 Þessari rafmagnsflugvél er ætlað að flytja 90 farþega Zuckerberg harmar að hafa látið undan þrýstingi Bidens Breska stjórnin samþykkir að efla London City-flugvöll Sádar sagðir byrjaðir að skrúfa fyrir kranann Susan Wojcicki er látin Ummæli Trump vekja áhyggjur af sjálfstæði seðlabanka Hlutabréfin ruku aftur upp degi eftir hrun Google beið lægri hlut í risavöxnu einokunarmáli Hrun í hlutabréfamörkuðum ytra Sjá meira
Alvarleg villa í útbreiddum hugbúnaði netöryggisfyrirtækisins CrowdStrike varð til þess að ótal tölvur og netþjónar hættu að virka þann 19. júlí með þeim afleiðingum að rekstur fyrirtækja truflaðist, flugferðum var aflýst og starfsemi sjúkrahúsa fór úr skorðum. Fortune 500 listinn samanstendur af 500 stærstu fyrirtækjunum í Bandaríkjunum samkvæmt útreikningum Forbes-tímaritsins. Niðurstaða vátryggingafélagsins Parametrix er því einungis til marks um brot af því fjárhagslega tjóni sem bilunin kann að hafa valdið á heimsvísu. Fyrirtæki innan bandaríska heilbrigðis- og bankageirans urðu einna verst fyrir barðinu á hugbúnaðarvillunni. Tap heilbrigðisstofnana er metið 1,94 milljarðar bandaríkjadalir og 1,15 milljarðar í tilfelli fjármálastofnana, samkvæmt útreikningum Parametrix. CNN greinir frá þessu. Einungis lítill hluti tjónsins fæst bættur Bandarísk flugfélög á borð við United urðu fyrir næstmestum fjárhagslegum áhrifum og félögin sögð hafa tapað samanlagt 860 milljónum bandaríkjadala. Tölur Parametrix miðast einungis við tapaðar tekjur og hagnað af völdum tölvuhrunsins en tekur ekki til áhrifa minni framleiðni eða þann orðsporsskaða sem rekstrartruflun kann að hafa valdið. Telur vátryggingafélagið að einungis 10 til 20 prósent af tjóni Fortune 500 fyrirtækja falli undir bótavernd netöryggistrygginga. Glíma enn við áhrif hrunsins Fjölmörg fyrirtæki nota Falcon, netöryggishugbúnað CrowdStrike til að greina og koma í veg tölvuinnbrot. Þegar CrowdStrike uppfærði hugbúnaðinn í síðustu viku hrundu milljónir tölva um allan heim sem notuðu forritið með Windows-stýrikerfi Microsoft. Beint fjárhagslegt tjón Microsoft er ekki talið með í heildartölu Parametrix þrátt fyrir að það tilheyri Fortune 500-listanum. Dæmi eru um að fyrirtæki reyni enn að koma rekstri sínum í samt horf eftir kerfisbilunina. Þeirra á meðal er bandaríska flugfélagið Delta Air Lines sem glímir áfram við keðjuverkandi áhrif þess að aflýsa þúsundum flugferða. Bilunin hafði meðal annars áhrif á starfsemi Landsbankans og allra bókasafna hér á landi.
Bandaríkin Tengdar fréttir Segja mörg kerfi komin í lag eftir bilunina á föstudag Öryggisfyrirtækið CrowdStrike segir umtalsverðan fjölda tækja sem varð fyrir bilun á föstudag vegna gallaðrar hugbúnaðaruppfærslu á föstudag vera kominn í lag. 22. júlí 2024 07:25 „Við vorum bara eins og blindur köttur“ Flugsamgöngur, greiðslukerfi og sjónvarpsútsendingar lágu niðri þegar algjört hrun varð í tölvukerfum Microsoft í dag. Tekið gæti talsverðan tíma að vinda ofan af afleiðingum bilunarinnar á heimsvísu, sem hafði einnig áhrif á Íslandi. Kerfi Landsbankans, allra bókasafna landsins og húðmeðferðarstofu í Vegmúla lágu niðri um tíma í dag. 19. júlí 2024 19:01 Stærsta atvikið í „mörg, mörg ár“ Meiriháttar kerfisbilun hjá Microsoft hefur valdið hruni í tölvukerfum um allan heim, meðal annars á Íslandi, og skapað öngþveiti á flugvöllum og víðar. Lagfæring á biluninni virðist komin vel á veg en áhrifa kann að gæta í einhverja daga. Netöryggissérfræðingur segir um að ræða eina umfangsmestu kerfisbilun síðari ára, sem sýni fram á mikilvægi góðra viðbragðsáætlana. 19. júlí 2024 11:56 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Meirihluti auglýstra nýbygginga óseldur Viðskipti innlent „Fyrir mann sem er skrifblindur og lesblindur er þetta ekkert auðvelt“ Atvinnulíf Hafa ekki tekið ákvörðun um vaxtahækkun Viðskipti innlent Þetta kostar skyndibiti á Íslandi Neytendur Sjálfbærnisviðið lagt niður og Erla Ósk hættir Viðskipti innlent Fótboltastelpan um starfsframann: „Að sækja sér tækifærin sjálfur“ Atvinnulíf „Ég verð auðveldlega meyr en segi engum frá því“ Atvinnulíf Hafsteinn Dan nýr lagaprófessor við HR Viðskipti innlent Fær bætur vegna brúnu blettanna í mottunni Neytendur Fleiri fréttir Snúa við dómnum og dæma Bonnesen í fangelsi Gera Apple að greiða tvær billjónir í skatta Skaut samstundis niður tillögur um efnahagslega björgun Evrópu Bein útsending: Apple kynnir nýjustu græjurnar Hætta steðjar að lífsgæðum Evrópubúa Volvo heykist á algjörri rafvæðingu árið 2030 Þessari rafmagnsflugvél er ætlað að flytja 90 farþega Zuckerberg harmar að hafa látið undan þrýstingi Bidens Breska stjórnin samþykkir að efla London City-flugvöll Sádar sagðir byrjaðir að skrúfa fyrir kranann Susan Wojcicki er látin Ummæli Trump vekja áhyggjur af sjálfstæði seðlabanka Hlutabréfin ruku aftur upp degi eftir hrun Google beið lægri hlut í risavöxnu einokunarmáli Hrun í hlutabréfamörkuðum ytra Sjá meira
Segja mörg kerfi komin í lag eftir bilunina á föstudag Öryggisfyrirtækið CrowdStrike segir umtalsverðan fjölda tækja sem varð fyrir bilun á föstudag vegna gallaðrar hugbúnaðaruppfærslu á föstudag vera kominn í lag. 22. júlí 2024 07:25
„Við vorum bara eins og blindur köttur“ Flugsamgöngur, greiðslukerfi og sjónvarpsútsendingar lágu niðri þegar algjört hrun varð í tölvukerfum Microsoft í dag. Tekið gæti talsverðan tíma að vinda ofan af afleiðingum bilunarinnar á heimsvísu, sem hafði einnig áhrif á Íslandi. Kerfi Landsbankans, allra bókasafna landsins og húðmeðferðarstofu í Vegmúla lágu niðri um tíma í dag. 19. júlí 2024 19:01
Stærsta atvikið í „mörg, mörg ár“ Meiriháttar kerfisbilun hjá Microsoft hefur valdið hruni í tölvukerfum um allan heim, meðal annars á Íslandi, og skapað öngþveiti á flugvöllum og víðar. Lagfæring á biluninni virðist komin vel á veg en áhrifa kann að gæta í einhverja daga. Netöryggissérfræðingur segir um að ræða eina umfangsmestu kerfisbilun síðari ára, sem sýni fram á mikilvægi góðra viðbragðsáætlana. 19. júlí 2024 11:56