Gapandi hissa að sjá túrista skipta á milli sín mat: „Ég sárlega vorkenndi þeim“ Jón Þór Stefánsson skrifar 24. júlí 2024 22:52 „Þetta fólk var ekki á neinu fjögurra stjörnu hóteli að kaupa sér bjór. Þau voru að fá sér mat á vegasjoppu,“ segir Siggi Stormur. Vísir/Vilhelm/Egill Sigurði Þ. Ragnarssyni, sem er betur þekktur sem Siggi Stormur, brá í brún þegar hann fékk sér ís í sjoppu í Borgarnesi. Hann sá fjóra ferðamenn á næsta borði skipta á milli sín einum diski með fiskrétti eða kjúklingi og einum súpudisk. Ástæðan er sú að túristarnir þurftu að spara á dýru Íslandi. „Ég var alveg rassandi hissa. Það þarf ekkert að leyna því,“ segir Siggi í samtali við fréttastofu. „Ég sest þarna þegar þau fjögur setjast á næsta borð. Í fyrstu vaknar enginn áhugi hjá mér á þessu. Svo sé ég að það er bara einn diskur af mat og einn diskur af súpu. Síðan sé ég að þau taka upp úr bakpokanum sínum sína eigin diska. Það verður að hafa það í huga að einn þeirra fékk áberandi mest af súpunni, en hinir þrír urðu að láta sér lynda að deila hinu í þrennt,“ útskýrir Siggi. Hann ákvað að spyrja fólkið út í þetta, en vildi gera það á vinalegum nótum. Hann spurði hvort þau kynnu ekki vel við íslenskan mat, en þau sögðu peninga vera ástæðuna fyrir því að svona væri farið að. „Þá fölnaði ég alveg,“ segir Siggi sem fjallaði um málið á Facebook-síðu sinni, en færsla hans bar yfirskriftina: Nú er ég hvumsa af þróun ferðaþjónustunnar. Þar segir hann að ferðamenn séu hættir að láta bjóða sér hvað sem er. „Þetta auðvitað gekk algjörlega fram af manni. Mér var bara alls ekki sama sem Íslendingi að sjá útlendinga sem eru að skila okkur gjaldeyristekjum og þeir eiga ekki fyrir mat og ná ekki að fæða sig með þokkalegum hætti,“ segir Siggi við fréttastofu. Matur mikilvægur hluti af góðu orlofi Hann tekur fram að þegar þetta gerðist hafi verið grenjandi rigning úti, og hann veltir fyrir sér hvort þetta fólk, sem var mögulega í útilegu, hafi ekki séð fyrir sér að elda í vonda veðrinu. „Ég vorkenndi þeim. Ég verð að viðurkenna það. Ég sárlega vorkenndi þeim að vera í þessum sprorum. Mikilvægur hluti af góðu orlofi er að gera vel við sig í mat. En þarna fannst mér ég vera að horfa upp á eitthvað allt annað.“ Siggi minnist á að í athugasemdum við Facebook-færslu hans hafi fólk farið að tala um önnur dæmi þar sem þeim þykir verðlagning of há. Einn hafi talað um bjór sem hafi kostað formúgu á fjögurra stjörnu hóteli. Að mati Sigga er þó eðlismunur á þessu tvennu. „Þetta fólk var ekki á neinu fjögurra stjörnu hóteli að kaupa sér bjór. Þau voru að fá sér mat á vegasjoppu. Það er nú kannski ekki þar sem maður býst við að verðið sé hæst. Ég myndi búast við því að það væri fullkomlega eðlilegt að fjögurra stjörnu hótel væri með aðra álagningu heldur en veitingastaður við Þjóðveginn. Ég var bara gáttaður.“ Neytendur Borgarbyggð Matur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Dýr smjörvi á Egilsstöðum vekur mikla athygli Í gær var vakin athygli á því á Facebook-síðunni „vertu á verði - eftirlit með verðlagi,“ að 400 grömm af klassískum smjörva kostaði 1.245 krónur á N1 á Egilsstöðum. Spurt var hvort þetta væri ekki fullmikið verð, og undirtektir voru miklar. 13. júlí 2024 10:24 Í áfalli yfir dýrari dekkjum og Hlöllabát Ódýrasti Hlöllabáturinn kostar nú 2500 krónur og dekk í Costco hækkuðu um rúm tuttugu prósent á fjórum vikum. 1. júlí 2024 07:40 Tæpar 2500 krónur fyrir litla samloku á Geysi Meðlimur í Facebook-hópnum Vertu á verði - eftirlit með verðlagi vekur athygli á að samlokur á stærð við rúnstykki á matsölustaðnum við Geysi kosti tæpar 2500 krónur. Eigandi staðarins segir samlokurnar matarmiklar og nýsmurðar með áleggi beint frá býli. 18. júní 2024 14:35 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
„Ég var alveg rassandi hissa. Það þarf ekkert að leyna því,“ segir Siggi í samtali við fréttastofu. „Ég sest þarna þegar þau fjögur setjast á næsta borð. Í fyrstu vaknar enginn áhugi hjá mér á þessu. Svo sé ég að það er bara einn diskur af mat og einn diskur af súpu. Síðan sé ég að þau taka upp úr bakpokanum sínum sína eigin diska. Það verður að hafa það í huga að einn þeirra fékk áberandi mest af súpunni, en hinir þrír urðu að láta sér lynda að deila hinu í þrennt,“ útskýrir Siggi. Hann ákvað að spyrja fólkið út í þetta, en vildi gera það á vinalegum nótum. Hann spurði hvort þau kynnu ekki vel við íslenskan mat, en þau sögðu peninga vera ástæðuna fyrir því að svona væri farið að. „Þá fölnaði ég alveg,“ segir Siggi sem fjallaði um málið á Facebook-síðu sinni, en færsla hans bar yfirskriftina: Nú er ég hvumsa af þróun ferðaþjónustunnar. Þar segir hann að ferðamenn séu hættir að láta bjóða sér hvað sem er. „Þetta auðvitað gekk algjörlega fram af manni. Mér var bara alls ekki sama sem Íslendingi að sjá útlendinga sem eru að skila okkur gjaldeyristekjum og þeir eiga ekki fyrir mat og ná ekki að fæða sig með þokkalegum hætti,“ segir Siggi við fréttastofu. Matur mikilvægur hluti af góðu orlofi Hann tekur fram að þegar þetta gerðist hafi verið grenjandi rigning úti, og hann veltir fyrir sér hvort þetta fólk, sem var mögulega í útilegu, hafi ekki séð fyrir sér að elda í vonda veðrinu. „Ég vorkenndi þeim. Ég verð að viðurkenna það. Ég sárlega vorkenndi þeim að vera í þessum sprorum. Mikilvægur hluti af góðu orlofi er að gera vel við sig í mat. En þarna fannst mér ég vera að horfa upp á eitthvað allt annað.“ Siggi minnist á að í athugasemdum við Facebook-færslu hans hafi fólk farið að tala um önnur dæmi þar sem þeim þykir verðlagning of há. Einn hafi talað um bjór sem hafi kostað formúgu á fjögurra stjörnu hóteli. Að mati Sigga er þó eðlismunur á þessu tvennu. „Þetta fólk var ekki á neinu fjögurra stjörnu hóteli að kaupa sér bjór. Þau voru að fá sér mat á vegasjoppu. Það er nú kannski ekki þar sem maður býst við að verðið sé hæst. Ég myndi búast við því að það væri fullkomlega eðlilegt að fjögurra stjörnu hótel væri með aðra álagningu heldur en veitingastaður við Þjóðveginn. Ég var bara gáttaður.“
Neytendur Borgarbyggð Matur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Dýr smjörvi á Egilsstöðum vekur mikla athygli Í gær var vakin athygli á því á Facebook-síðunni „vertu á verði - eftirlit með verðlagi,“ að 400 grömm af klassískum smjörva kostaði 1.245 krónur á N1 á Egilsstöðum. Spurt var hvort þetta væri ekki fullmikið verð, og undirtektir voru miklar. 13. júlí 2024 10:24 Í áfalli yfir dýrari dekkjum og Hlöllabát Ódýrasti Hlöllabáturinn kostar nú 2500 krónur og dekk í Costco hækkuðu um rúm tuttugu prósent á fjórum vikum. 1. júlí 2024 07:40 Tæpar 2500 krónur fyrir litla samloku á Geysi Meðlimur í Facebook-hópnum Vertu á verði - eftirlit með verðlagi vekur athygli á að samlokur á stærð við rúnstykki á matsölustaðnum við Geysi kosti tæpar 2500 krónur. Eigandi staðarins segir samlokurnar matarmiklar og nýsmurðar með áleggi beint frá býli. 18. júní 2024 14:35 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Dýr smjörvi á Egilsstöðum vekur mikla athygli Í gær var vakin athygli á því á Facebook-síðunni „vertu á verði - eftirlit með verðlagi,“ að 400 grömm af klassískum smjörva kostaði 1.245 krónur á N1 á Egilsstöðum. Spurt var hvort þetta væri ekki fullmikið verð, og undirtektir voru miklar. 13. júlí 2024 10:24
Í áfalli yfir dýrari dekkjum og Hlöllabát Ódýrasti Hlöllabáturinn kostar nú 2500 krónur og dekk í Costco hækkuðu um rúm tuttugu prósent á fjórum vikum. 1. júlí 2024 07:40
Tæpar 2500 krónur fyrir litla samloku á Geysi Meðlimur í Facebook-hópnum Vertu á verði - eftirlit með verðlagi vekur athygli á að samlokur á stærð við rúnstykki á matsölustaðnum við Geysi kosti tæpar 2500 krónur. Eigandi staðarins segir samlokurnar matarmiklar og nýsmurðar með áleggi beint frá býli. 18. júní 2024 14:35