Stjörnumenn úttroðnir af upplýsingum um næsta mótherja: „Það voru tveir fundir í gær“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. júlí 2024 19:30 Guðmundur Kristjánsson og félagar hans í Stjörnunni hafa fengið nóg af upplýsingum frá þjálfarateymi liðsins. vísir/arnar Guðmundur Kristjánsson, fyrirliði Stjörnunnar, á von á því að leikirnir gegn Paide í forkeppni Sambandsdeildarinnar verði öðruvísi en leikirnir gegn Linfield. Stjarnan tekur á móti Paide frá Eistlandi í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar annað kvöld. „Við erum hrikalega spenntir, allir sem einn. Það verður gaman að fara líklega í aðeins öðruvísi einvígi en síðast. Þetta er öðruvísi fótboltalið. Þeir halda boltanum vel, eru með fullt af góðum fótboltamönnum og ekki kannski eins beinskeyttir og síðasti mótherji. Þetta verður aðeins öðruvísi rimma og það verður gaman að spila hana og sjá hvernig þetta spilast. Við erum mjög spenntir,“ sagði Guðmundur í samtali við Val Pál Eiríksson. Evrópuleikir kvöldsins verða allir sýndur á rásum Stöðvar 2 Sport.Vísir/Sara Að sögn Guðmundar mun Stjarnan nálgast leikinn á morgun á annan hátt en leikina gegn Linfield. „Já, við gerum það og leggjum leikinn kannski aðeins öðruvísi upp hvað varðar pressu, uppspil og annað. En við reynum bara að spila okkar bolta, gera það sem við erum góðir í og hefur fært okkur hingað. Það er leiðin að árangri fyrir okkur. Það eru einhverjar áherslubreytingar en við höldum fast í okkar gildi og leikstíl,“ sagði Guðmundur. Stjörnuliðið mætir vel undirbúið til leiks í einvígið gegn Paide. „Við erum búnir að taka fundi alla daga núna. Það voru tveir í gær, einn fyrir allt liðið og síðan annan sér fyrir varnarmenn og sóknarmenn. Greiningarteymið hefur staðið sig gríðarlega vel og síðan er það undir okkur komið að fylgjast vel með og taka þetta til okkar. En við eigum að vera vel undirbúnir og það á ekki að vanta. Nú er bara að setja í verk það sem við höfum fengið til á blað til okkar og vinna vinnuna okkar,“ sagði Guðmundur að lokum. Klippa: Viðtal við Guðmund Kristjánsson Horfa má á viðtalið við Guðmund í spilaranum hér fyrir ofan. Leikur Stjörnunnar og Paide hefst klukkan 19:00 annað kvöld og verður sýndur beint á rás Bestu deildarinnar. Sambandsdeild Evrópu Stjarnan Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira
Stjarnan tekur á móti Paide frá Eistlandi í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar annað kvöld. „Við erum hrikalega spenntir, allir sem einn. Það verður gaman að fara líklega í aðeins öðruvísi einvígi en síðast. Þetta er öðruvísi fótboltalið. Þeir halda boltanum vel, eru með fullt af góðum fótboltamönnum og ekki kannski eins beinskeyttir og síðasti mótherji. Þetta verður aðeins öðruvísi rimma og það verður gaman að spila hana og sjá hvernig þetta spilast. Við erum mjög spenntir,“ sagði Guðmundur í samtali við Val Pál Eiríksson. Evrópuleikir kvöldsins verða allir sýndur á rásum Stöðvar 2 Sport.Vísir/Sara Að sögn Guðmundar mun Stjarnan nálgast leikinn á morgun á annan hátt en leikina gegn Linfield. „Já, við gerum það og leggjum leikinn kannski aðeins öðruvísi upp hvað varðar pressu, uppspil og annað. En við reynum bara að spila okkar bolta, gera það sem við erum góðir í og hefur fært okkur hingað. Það er leiðin að árangri fyrir okkur. Það eru einhverjar áherslubreytingar en við höldum fast í okkar gildi og leikstíl,“ sagði Guðmundur. Stjörnuliðið mætir vel undirbúið til leiks í einvígið gegn Paide. „Við erum búnir að taka fundi alla daga núna. Það voru tveir í gær, einn fyrir allt liðið og síðan annan sér fyrir varnarmenn og sóknarmenn. Greiningarteymið hefur staðið sig gríðarlega vel og síðan er það undir okkur komið að fylgjast vel með og taka þetta til okkar. En við eigum að vera vel undirbúnir og það á ekki að vanta. Nú er bara að setja í verk það sem við höfum fengið til á blað til okkar og vinna vinnuna okkar,“ sagði Guðmundur að lokum. Klippa: Viðtal við Guðmund Kristjánsson Horfa má á viðtalið við Guðmund í spilaranum hér fyrir ofan. Leikur Stjörnunnar og Paide hefst klukkan 19:00 annað kvöld og verður sýndur beint á rás Bestu deildarinnar.
Sambandsdeild Evrópu Stjarnan Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira