„Hef aldrei komið til Íslands en ég veit að það er fallegt og kalt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2024 13:30 Omoul Sarr spilar í Bónus deildinni á næstu leiktíð. @tindastollkarfa Nýliðar Tindastóls fá til sín mjög reynda og öfluga landsliðskonu fyrir næsta vetur og Stólarnir ætla augljóslega að setja mikið púður í kvennaliðið sitt. Tindastóll spilar í Bónus deild kvenna í körfubolta á komandi vetri og það er óhætt að segja að Stólarnir hafi verið duglegir að styrkja liðið sitt fyrir fyrsta tímabil kvennaliðsins í efstu deild í 24 ár. Nú síðast samdi Tindastóll við senegölsku landsliðskonuna Omoul Sarr en þetta er mikill reynslubolti úr evrópska körfuboltanum. Þetta er fjórði erlendi leikmaðurinn sem gengur til liðs við nýliðana. Lengi í spænsku deildinni Sarr er fertug og 190 sentímetrar á hæð. Hún hefur meðal annars unnið þrenn silfuverðlaun með senegalska landsliðinu í Afríkukeppninni, 2018, 2019 og nú síðast 2023. Hún hefur alls spilað fjórtán leiki með Senegal í úrslitakeppni HM og var með 9,5 stig að meðaltali á HM 2019. Sarr lék lengst af með liði Euskotren á Spáni. Hún á tvö tímabil í efstu deild á Spáni með yfir fjórtán stig að meðaltali í leik og sex tímabil með yfir tíu stig í leik. Hún var síðast hjá Freseras í Mexíkó þar sem hún var með 5,9 stig, 3,3 fráköst, 2,6 stoðsendingar og 1,1 varið skot að meðaltali á 26,1 mínútum í leik. Með gríðarlega reynslu „Sarr hefur gríðarlega reynslu af því að spila í efstu deildum í Evrópu og um allan heim. Hún er góð fyrirmynd sem íþróttamaður og hugsar vel um líkamann sem gerir henni kleift að vera enn að spila keppnisbolta. Hún er leiðtogi innan vallar sem utan. Ég er mjög ánægður að hafa fengið hana í Tindastól. Hún er sterkur leikmaður sem stígur upp í stórleikjum og þegar liðið þarf mest á henni að halda,“ sagði Israel Martin, þjálfari Tindastólsliðsins, í frétt á miðlum Stólanna. Sarr sjálf er líka spennt fyrir að spila á allt öðruvísi stað en hún er vön. Takast á við nýjar áskoranir „Ég hlakka mikið til að koma á Sauðárkrók, kynnast liðsfélögum mínum, klúbbnum og bænum. Ég haf talað við Martin þjálfara og mér líst mjög vel á markmið hans og allra sem koma að körfuboltanum. Ég hef aldrei komið til Íslands en ég veit að það er fallegt og kalt svo ég hlakka mikið til að takast á við nýjar áskoranir og læra eitthvað nýtt,“ sagði Omoul Sarr. Körfuknattleiksdeild Tindastóls hafði áður samið við spænska leikstjórnandann Paula Cánovas, spænska bakvörðinn Lauru Chahrour og hina bandarísku Shaniya Jones um að spila með liðinu næsta vetur. Þær eru allar bakverðir en nú fengu Stólarnir einnig öflugan leikmann undir körfunni. View this post on Instagram A post shared by Tindastóll Körfubolti (@tindastollkarfa) Subway-deild kvenna Tindastóll Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Fleiri fréttir „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Sjá meira
Tindastóll spilar í Bónus deild kvenna í körfubolta á komandi vetri og það er óhætt að segja að Stólarnir hafi verið duglegir að styrkja liðið sitt fyrir fyrsta tímabil kvennaliðsins í efstu deild í 24 ár. Nú síðast samdi Tindastóll við senegölsku landsliðskonuna Omoul Sarr en þetta er mikill reynslubolti úr evrópska körfuboltanum. Þetta er fjórði erlendi leikmaðurinn sem gengur til liðs við nýliðana. Lengi í spænsku deildinni Sarr er fertug og 190 sentímetrar á hæð. Hún hefur meðal annars unnið þrenn silfuverðlaun með senegalska landsliðinu í Afríkukeppninni, 2018, 2019 og nú síðast 2023. Hún hefur alls spilað fjórtán leiki með Senegal í úrslitakeppni HM og var með 9,5 stig að meðaltali á HM 2019. Sarr lék lengst af með liði Euskotren á Spáni. Hún á tvö tímabil í efstu deild á Spáni með yfir fjórtán stig að meðaltali í leik og sex tímabil með yfir tíu stig í leik. Hún var síðast hjá Freseras í Mexíkó þar sem hún var með 5,9 stig, 3,3 fráköst, 2,6 stoðsendingar og 1,1 varið skot að meðaltali á 26,1 mínútum í leik. Með gríðarlega reynslu „Sarr hefur gríðarlega reynslu af því að spila í efstu deildum í Evrópu og um allan heim. Hún er góð fyrirmynd sem íþróttamaður og hugsar vel um líkamann sem gerir henni kleift að vera enn að spila keppnisbolta. Hún er leiðtogi innan vallar sem utan. Ég er mjög ánægður að hafa fengið hana í Tindastól. Hún er sterkur leikmaður sem stígur upp í stórleikjum og þegar liðið þarf mest á henni að halda,“ sagði Israel Martin, þjálfari Tindastólsliðsins, í frétt á miðlum Stólanna. Sarr sjálf er líka spennt fyrir að spila á allt öðruvísi stað en hún er vön. Takast á við nýjar áskoranir „Ég hlakka mikið til að koma á Sauðárkrók, kynnast liðsfélögum mínum, klúbbnum og bænum. Ég haf talað við Martin þjálfara og mér líst mjög vel á markmið hans og allra sem koma að körfuboltanum. Ég hef aldrei komið til Íslands en ég veit að það er fallegt og kalt svo ég hlakka mikið til að takast á við nýjar áskoranir og læra eitthvað nýtt,“ sagði Omoul Sarr. Körfuknattleiksdeild Tindastóls hafði áður samið við spænska leikstjórnandann Paula Cánovas, spænska bakvörðinn Lauru Chahrour og hina bandarísku Shaniya Jones um að spila með liðinu næsta vetur. Þær eru allar bakverðir en nú fengu Stólarnir einnig öflugan leikmann undir körfunni. View this post on Instagram A post shared by Tindastóll Körfubolti (@tindastollkarfa)
Subway-deild kvenna Tindastóll Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Fleiri fréttir „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti