„Hef aldrei komið til Íslands en ég veit að það er fallegt og kalt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2024 13:30 Omoul Sarr spilar í Bónus deildinni á næstu leiktíð. @tindastollkarfa Nýliðar Tindastóls fá til sín mjög reynda og öfluga landsliðskonu fyrir næsta vetur og Stólarnir ætla augljóslega að setja mikið púður í kvennaliðið sitt. Tindastóll spilar í Bónus deild kvenna í körfubolta á komandi vetri og það er óhætt að segja að Stólarnir hafi verið duglegir að styrkja liðið sitt fyrir fyrsta tímabil kvennaliðsins í efstu deild í 24 ár. Nú síðast samdi Tindastóll við senegölsku landsliðskonuna Omoul Sarr en þetta er mikill reynslubolti úr evrópska körfuboltanum. Þetta er fjórði erlendi leikmaðurinn sem gengur til liðs við nýliðana. Lengi í spænsku deildinni Sarr er fertug og 190 sentímetrar á hæð. Hún hefur meðal annars unnið þrenn silfuverðlaun með senegalska landsliðinu í Afríkukeppninni, 2018, 2019 og nú síðast 2023. Hún hefur alls spilað fjórtán leiki með Senegal í úrslitakeppni HM og var með 9,5 stig að meðaltali á HM 2019. Sarr lék lengst af með liði Euskotren á Spáni. Hún á tvö tímabil í efstu deild á Spáni með yfir fjórtán stig að meðaltali í leik og sex tímabil með yfir tíu stig í leik. Hún var síðast hjá Freseras í Mexíkó þar sem hún var með 5,9 stig, 3,3 fráköst, 2,6 stoðsendingar og 1,1 varið skot að meðaltali á 26,1 mínútum í leik. Með gríðarlega reynslu „Sarr hefur gríðarlega reynslu af því að spila í efstu deildum í Evrópu og um allan heim. Hún er góð fyrirmynd sem íþróttamaður og hugsar vel um líkamann sem gerir henni kleift að vera enn að spila keppnisbolta. Hún er leiðtogi innan vallar sem utan. Ég er mjög ánægður að hafa fengið hana í Tindastól. Hún er sterkur leikmaður sem stígur upp í stórleikjum og þegar liðið þarf mest á henni að halda,“ sagði Israel Martin, þjálfari Tindastólsliðsins, í frétt á miðlum Stólanna. Sarr sjálf er líka spennt fyrir að spila á allt öðruvísi stað en hún er vön. Takast á við nýjar áskoranir „Ég hlakka mikið til að koma á Sauðárkrók, kynnast liðsfélögum mínum, klúbbnum og bænum. Ég haf talað við Martin þjálfara og mér líst mjög vel á markmið hans og allra sem koma að körfuboltanum. Ég hef aldrei komið til Íslands en ég veit að það er fallegt og kalt svo ég hlakka mikið til að takast á við nýjar áskoranir og læra eitthvað nýtt,“ sagði Omoul Sarr. Körfuknattleiksdeild Tindastóls hafði áður samið við spænska leikstjórnandann Paula Cánovas, spænska bakvörðinn Lauru Chahrour og hina bandarísku Shaniya Jones um að spila með liðinu næsta vetur. Þær eru allar bakverðir en nú fengu Stólarnir einnig öflugan leikmann undir körfunni. View this post on Instagram A post shared by Tindastóll Körfubolti (@tindastollkarfa) Subway-deild kvenna Tindastóll Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Aþena | Meistararnir taka á móti ólseigum nýliðum Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Sjá meira
Tindastóll spilar í Bónus deild kvenna í körfubolta á komandi vetri og það er óhætt að segja að Stólarnir hafi verið duglegir að styrkja liðið sitt fyrir fyrsta tímabil kvennaliðsins í efstu deild í 24 ár. Nú síðast samdi Tindastóll við senegölsku landsliðskonuna Omoul Sarr en þetta er mikill reynslubolti úr evrópska körfuboltanum. Þetta er fjórði erlendi leikmaðurinn sem gengur til liðs við nýliðana. Lengi í spænsku deildinni Sarr er fertug og 190 sentímetrar á hæð. Hún hefur meðal annars unnið þrenn silfuverðlaun með senegalska landsliðinu í Afríkukeppninni, 2018, 2019 og nú síðast 2023. Hún hefur alls spilað fjórtán leiki með Senegal í úrslitakeppni HM og var með 9,5 stig að meðaltali á HM 2019. Sarr lék lengst af með liði Euskotren á Spáni. Hún á tvö tímabil í efstu deild á Spáni með yfir fjórtán stig að meðaltali í leik og sex tímabil með yfir tíu stig í leik. Hún var síðast hjá Freseras í Mexíkó þar sem hún var með 5,9 stig, 3,3 fráköst, 2,6 stoðsendingar og 1,1 varið skot að meðaltali á 26,1 mínútum í leik. Með gríðarlega reynslu „Sarr hefur gríðarlega reynslu af því að spila í efstu deildum í Evrópu og um allan heim. Hún er góð fyrirmynd sem íþróttamaður og hugsar vel um líkamann sem gerir henni kleift að vera enn að spila keppnisbolta. Hún er leiðtogi innan vallar sem utan. Ég er mjög ánægður að hafa fengið hana í Tindastól. Hún er sterkur leikmaður sem stígur upp í stórleikjum og þegar liðið þarf mest á henni að halda,“ sagði Israel Martin, þjálfari Tindastólsliðsins, í frétt á miðlum Stólanna. Sarr sjálf er líka spennt fyrir að spila á allt öðruvísi stað en hún er vön. Takast á við nýjar áskoranir „Ég hlakka mikið til að koma á Sauðárkrók, kynnast liðsfélögum mínum, klúbbnum og bænum. Ég haf talað við Martin þjálfara og mér líst mjög vel á markmið hans og allra sem koma að körfuboltanum. Ég hef aldrei komið til Íslands en ég veit að það er fallegt og kalt svo ég hlakka mikið til að takast á við nýjar áskoranir og læra eitthvað nýtt,“ sagði Omoul Sarr. Körfuknattleiksdeild Tindastóls hafði áður samið við spænska leikstjórnandann Paula Cánovas, spænska bakvörðinn Lauru Chahrour og hina bandarísku Shaniya Jones um að spila með liðinu næsta vetur. Þær eru allar bakverðir en nú fengu Stólarnir einnig öflugan leikmann undir körfunni. View this post on Instagram A post shared by Tindastóll Körfubolti (@tindastollkarfa)
Subway-deild kvenna Tindastóll Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Aþena | Meistararnir taka á móti ólseigum nýliðum Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Sjá meira