Hraunflæði það hratt að ekki yrði hlaupið undan því Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. júlí 2024 10:26 Þorvaldur telur ekki líklegt að gjósi innan Grindavíkur. Vísir/Arnar Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að komi til goss á byggðu svæði geti hraunflæðið verið það hratt að ekki sé hægt að hlaupa undan því. Þó telji hann mjög ólíklegt að gjósi innan bæjarmarka Grindavíkur. Þorvaldur var til viðtals í Bítínu á Bylgjunni á morgun þar sem hann ræðir uppfært hættumat Veðurstoufnnar þar sem fram kemur að gera þurfi ráð fyrir þeim möguleika að hraun geti komið upp innan bæjarmarka Grindavíkur. „Mér finnst það mjög ólíklegt og nánast engar líkur á því. Það gæti komið kannski eitthvað svipað því sem gerðist 14. janúar. Mér finnst langlíklegast að við fáum endurtekningu á því sem hefur verið að gerast, að kvikan komi upp í upphafi við Stóra-Skógfell og þar verði mesta virknin í upphafi. Síðan lengist gossprungan til norðurs og suðurs, hún opnast eins og blævængur,“ segir hann. Undanhlaup geti náð miklum hraða Þorvaldur segist ekki eiga von á því að sprungan teygi sig lengra til suðurs en að Hagafelli. Hann tekur jafnframt fram að á yfir tíuþúsund ára eldhræringatímabili á Reykjanesinu hefur aldrei gosið innan núverandi bæjarmarka Grindavíkur. „Af hverju ætti það að fara að taka upp á því núna?“ spyr Þorvaldur sig. Hann segir fólki ekki stefnt í neina hættu svo lengi sem það sé ekki beinlínis ofan í sprungunni en að þó beri að hafa varann á því hægara sé sagt en gert að komast undan öflugu hraunflæði. „Alveg í upphafi getur hraunflæði verið mjög hratt og það getur farið það hratt að menn hlaupa ekkert undan því. Þetta er kannski kílómeter á klukkustund og þetta er mjög úfið svæðið. Þetta er ekki eins og að hlaupa á malbiki. Maður fer ekki hratt yfir og svo einstaka undanhlaup í svona dæmi geta farið á hraða sem er einhverjir tugir kílómetra á klukkustund,“ segir Þorvaldur. Gjósi minnst einu sinni enn Hann segist eiga von á því að það gjósi á röðinni að minnsta kosti einu sinni enn. Þolmörk kvikusöfnunarinnar segir hann vera í kringum tíunda ágúst en segir að það gæti vel gosið fyrir þann tíma. „Í augnablikinu finnst mér líklegt að við fáum eitt gos í viðbót, svo er það bara spurning hvert framhaldið er,“ segir hann. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Þorvaldur var til viðtals í Bítínu á Bylgjunni á morgun þar sem hann ræðir uppfært hættumat Veðurstoufnnar þar sem fram kemur að gera þurfi ráð fyrir þeim möguleika að hraun geti komið upp innan bæjarmarka Grindavíkur. „Mér finnst það mjög ólíklegt og nánast engar líkur á því. Það gæti komið kannski eitthvað svipað því sem gerðist 14. janúar. Mér finnst langlíklegast að við fáum endurtekningu á því sem hefur verið að gerast, að kvikan komi upp í upphafi við Stóra-Skógfell og þar verði mesta virknin í upphafi. Síðan lengist gossprungan til norðurs og suðurs, hún opnast eins og blævængur,“ segir hann. Undanhlaup geti náð miklum hraða Þorvaldur segist ekki eiga von á því að sprungan teygi sig lengra til suðurs en að Hagafelli. Hann tekur jafnframt fram að á yfir tíuþúsund ára eldhræringatímabili á Reykjanesinu hefur aldrei gosið innan núverandi bæjarmarka Grindavíkur. „Af hverju ætti það að fara að taka upp á því núna?“ spyr Þorvaldur sig. Hann segir fólki ekki stefnt í neina hættu svo lengi sem það sé ekki beinlínis ofan í sprungunni en að þó beri að hafa varann á því hægara sé sagt en gert að komast undan öflugu hraunflæði. „Alveg í upphafi getur hraunflæði verið mjög hratt og það getur farið það hratt að menn hlaupa ekkert undan því. Þetta er kannski kílómeter á klukkustund og þetta er mjög úfið svæðið. Þetta er ekki eins og að hlaupa á malbiki. Maður fer ekki hratt yfir og svo einstaka undanhlaup í svona dæmi geta farið á hraða sem er einhverjir tugir kílómetra á klukkustund,“ segir Þorvaldur. Gjósi minnst einu sinni enn Hann segist eiga von á því að það gjósi á röðinni að minnsta kosti einu sinni enn. Þolmörk kvikusöfnunarinnar segir hann vera í kringum tíunda ágúst en segir að það gæti vel gosið fyrir þann tíma. „Í augnablikinu finnst mér líklegt að við fáum eitt gos í viðbót, svo er það bara spurning hvert framhaldið er,“ segir hann.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira