Handbolti

Mæðgurnar þjálfa saman hjá Val í vetur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mæðgurnar Sigríður Unnur og Ásdís Þóra.
Mæðgurnar Sigríður Unnur og Ásdís Þóra. Valur

Mæðgurnar Sigríður Unnur Jónsdóttir og Ásdís Þóra Ágústsdóttir munu þjálfa saman í vetur en þær voru á dögunum kynntar sem þjálfarar 4. flokks Vals í handbolta. Ásdís Þóra er einnig leikmaður meistaraflokks Vals á meðan Sigríður Unnur hefur verið viðloðin þjálfun undanfarin ár.

Það má segja að þjálfun og handbolti sé helsta áhugamál fjölskyldunnar en Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals í Olís-deild kvenna og U-20 ára landsliðs kvenna, er eiginmaður Sigríðar Unnar. 

Hún sjálf var aðstoðarþjálfari meistaraflokks Gróttu í næstefstu deild á síðustu leiktíð en sagði stafi sínu lausu eftir að liðið komst upp í Olís-deildina. Hún hefur áður þjálfað hjá Val.

„Ásdís Þóra, leikmaður meistaraflokks kvenna mun vera Sigríði innan handar og verður hún aðstoðarþjálfari flokksins. Reynsla hennar sem leikmaður mun nýtast framtíðarleikmönnum félagsins og munu þær mynda frábært teymi,“ segir í tilkynningu Vals sem sjá má ofar í fréttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×