Formúla 1

Reynslumikill maður ráðinn í brúna hjá For­múlu 1 liði Audi

Aron Guðmundsson skrifar
Binotto hefur yfir að skipa mikilli reynslu úr heimi Formúlu 1. Síðast var hann liðsstjóri ítalska risans Ferrari á árunum 2019-2022.
Binotto hefur yfir að skipa mikilli reynslu úr heimi Formúlu 1. Síðast var hann liðsstjóri ítalska risans Ferrari á árunum 2019-2022. Vísir/Getty

Ítalinn Mattia Binotto, fyrr­verandi liðs­stjóri For­múlu 1 liðs Ferrari, hefur verið ráðinn yfir­maður For­múlu 1 liðs Audi sem tekur sæti í móta­röðinni frá og með tíma­bilinu 2026.

Fyrr á þessu ári tók þýski bíla­fram­leiðandinn yfir Sauber liðið í For­múlu 1 en frá og með tíma­bilinu 2026 mun það lið keppa undir merkjum Audi.

Með ráðningu á Binotto er Audi að fá reynslu­mikinn mann í brúna til þess að hafa yfir­um­sjón með liði sínu. Binotto hefur yfir að skipa mikilli reynslu úr For­múlu 1 heiminum.

Binotto starfaði sem tækni­stjóri Ferrari áður en hann tók við starfi liðs­stjóra hjá ítalska risanum árið 2019. Því starfi gegndi hann út tíma­bilið 2022.

Audi hefur gengið frá ráðningu á einum öku­manni fyrir tíma­bilið 2026. Þjóð­verjinn Nico Hul­ken­berg, sem nú ekur fyrir Haas, verður einn af öku­mönnum hins nýja liðs Audi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×