„Mér líður eins og þeir hafi kúkað á leiðið“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. júlí 2024 12:20 Brynhildur er reið og segist upplifa hatursfullt viðmót starfsfólks í sinn garð. Vísir/Samsett Starfsfólk Kirkjugarða Reykjavíkur vann stórfellt skemmdarverk á leiði foreldra Brynhildar Bergþórsdóttur að hennar sögn. Blóðberg sem prýddi leiðið var slitið upp og svört möl sett í staðinn án þess að samráð væri haft við aðstandendur. Brynhildur segir að henni líði eins og starfsmenn kirkjugarðsins í Sóllandi í Reykjavík hafi hreinlega kúkað á leiði foreldra sinna. Foreldrar Brynhildar, þau Bergþór Jóhannsson og Dóra J. Guðjohnsen, voru mosa- og grasafræðingar og höfðu áhuga á íslenskum fjallagróðri. Bergþór sem féll frá árið 2006 var jarðsettur í kirkjugarðinum Sóllandi og farið var til æskuslóða hans á Ströndum að sækja stein þakinn skófum og mosa sem fjölskyldunni þótti sæma Bergþóri. Dóra, móðir Brynhildar, hafði þá komið fyrir blóðbergi við leiðið og annaðist það af alúð þar sem erfitt getur verið að fá blóðberg til að njóta sín í borginni. Eyðimörk blasti við Yngri systur Brynhildar brá þá mikið í brún þegar hún gekk að leiði foreldra sinna og kom að því í því ástandi sem það er í í dag. Brynhildur segist þá hafa farið sjálf að leiðinu og þá blasti „þessi eyðimörk“ við henni. Hún segist hafa orðið fyrir áfalli. „Kirkjugarðarnir ganga fram með þessu offorsi og hafa ekki einu sinni fyrir því að tala við fólk,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Sagt að „eiginlega allar plöntur væru bannaðar“ Brynhildur segist hafa haft samband við stjórnendur kirkjugarðarins og fengið þau svör að um mistök væri að ræða. Tónninn í stjórnendum hafi þó breyst seinna og hún látin vita af því að þetta hefðu ekki verið nein mistök heldur væri alls ótækt að hafa „þessa skelfilegu plöntu þarna.“ Að sögn Brynhildar var henni upplýst um það að „eiginlega allar plöntur væru bannaðar“ af garðyrkjufræðingi sem starfaði í kirkjugarðinum. Brynhildur kynnti sér þá lög um kirkjugarða og þar segi skýrt og skorinort í 19. grein 2. málsgrein að „kirkjugarðsstjórnir skuli stuðla að því að legstaðir séu smekklega prýddir blómjurtum og vel um þá hirt.“ „Hvað er blóðberg ef ekki falleg blómjurt?“ spyr Brynhildur sig. „Mér finnst starfsfólk kirkjugarðanna vera að fara þarna offari, fara beinlínis gegn lögum og brjóta á rétti aðstandenda til að hlúa að leiðum sinna nánustu. Mér finnst þetta forkastanleg vinnubrögð og ég er mjög leið. Mér líður bara eins og einhver starfsmaðurinn hafi kúkað á leiðið,“ segir Brynhildur. Hatursfullt viðmót starfsfólks Hún segist jafnframt hafa fengið sterk viðbrögð frá vinum og fjölskyldu sem lýsa því að hafa lent í þessu sama. Móðir hennar heitin hafi þá sagt henni að það þýddi ekkert að annast leiðið eða gróðurinn þar á þar sem það yrði allt slitið upp fyrr en varir hvort eð er. Brynhildur segist vera að skoða möguleika sína gagnvart kirkjugarðsstjórninni. Hún segist ekki vilja að foreldrar hennar hvíli á stað þar sem hún upplifir hatursfullt viðmót starfsfólks í garð aðstandenda. „Ef að leiðið er til óþurftar, þá á maður að hafa samband við aðstandendur og gefa þeim tækifæri til að bregðast við. Og gera úrbætur ef að þörf er á því,“ segir hún. Ekki náðist í kirkjugarðsstjórnina við vinnslu fréttarinnar. Fréttin verður uppfærð með viðbrögðum þeirra þegar og ef þau berast. Kirkjugarðar Reykjavík Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira
Brynhildur segir að henni líði eins og starfsmenn kirkjugarðsins í Sóllandi í Reykjavík hafi hreinlega kúkað á leiði foreldra sinna. Foreldrar Brynhildar, þau Bergþór Jóhannsson og Dóra J. Guðjohnsen, voru mosa- og grasafræðingar og höfðu áhuga á íslenskum fjallagróðri. Bergþór sem féll frá árið 2006 var jarðsettur í kirkjugarðinum Sóllandi og farið var til æskuslóða hans á Ströndum að sækja stein þakinn skófum og mosa sem fjölskyldunni þótti sæma Bergþóri. Dóra, móðir Brynhildar, hafði þá komið fyrir blóðbergi við leiðið og annaðist það af alúð þar sem erfitt getur verið að fá blóðberg til að njóta sín í borginni. Eyðimörk blasti við Yngri systur Brynhildar brá þá mikið í brún þegar hún gekk að leiði foreldra sinna og kom að því í því ástandi sem það er í í dag. Brynhildur segist þá hafa farið sjálf að leiðinu og þá blasti „þessi eyðimörk“ við henni. Hún segist hafa orðið fyrir áfalli. „Kirkjugarðarnir ganga fram með þessu offorsi og hafa ekki einu sinni fyrir því að tala við fólk,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Sagt að „eiginlega allar plöntur væru bannaðar“ Brynhildur segist hafa haft samband við stjórnendur kirkjugarðarins og fengið þau svör að um mistök væri að ræða. Tónninn í stjórnendum hafi þó breyst seinna og hún látin vita af því að þetta hefðu ekki verið nein mistök heldur væri alls ótækt að hafa „þessa skelfilegu plöntu þarna.“ Að sögn Brynhildar var henni upplýst um það að „eiginlega allar plöntur væru bannaðar“ af garðyrkjufræðingi sem starfaði í kirkjugarðinum. Brynhildur kynnti sér þá lög um kirkjugarða og þar segi skýrt og skorinort í 19. grein 2. málsgrein að „kirkjugarðsstjórnir skuli stuðla að því að legstaðir séu smekklega prýddir blómjurtum og vel um þá hirt.“ „Hvað er blóðberg ef ekki falleg blómjurt?“ spyr Brynhildur sig. „Mér finnst starfsfólk kirkjugarðanna vera að fara þarna offari, fara beinlínis gegn lögum og brjóta á rétti aðstandenda til að hlúa að leiðum sinna nánustu. Mér finnst þetta forkastanleg vinnubrögð og ég er mjög leið. Mér líður bara eins og einhver starfsmaðurinn hafi kúkað á leiðið,“ segir Brynhildur. Hatursfullt viðmót starfsfólks Hún segist jafnframt hafa fengið sterk viðbrögð frá vinum og fjölskyldu sem lýsa því að hafa lent í þessu sama. Móðir hennar heitin hafi þá sagt henni að það þýddi ekkert að annast leiðið eða gróðurinn þar á þar sem það yrði allt slitið upp fyrr en varir hvort eð er. Brynhildur segist vera að skoða möguleika sína gagnvart kirkjugarðsstjórninni. Hún segist ekki vilja að foreldrar hennar hvíli á stað þar sem hún upplifir hatursfullt viðmót starfsfólks í garð aðstandenda. „Ef að leiðið er til óþurftar, þá á maður að hafa samband við aðstandendur og gefa þeim tækifæri til að bregðast við. Og gera úrbætur ef að þörf er á því,“ segir hún. Ekki náðist í kirkjugarðsstjórnina við vinnslu fréttarinnar. Fréttin verður uppfærð með viðbrögðum þeirra þegar og ef þau berast.
Kirkjugarðar Reykjavík Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira