Horfurnar versna hjá Play sem kippir afkomuspá úr gildi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. júlí 2024 10:25 Einar Örn tók við sem forstjóri Play í mars en hann var áður stjórnarformaður félagsins. Einar Árnason Flugfélagið Play hefur fellt úr gildi afkomuspá sína fyrir yfirstandandi ár. Félagið fetar í fótspor Icelandair sem gerði slíkt hið sama í maí. Play birtir uppgjör fyrir annan ársfjórðung á fimmtudaginn. Í tilkynningu Play í gær kom fram að vinna við árshlutareikning og uppfærslu afkomuáætlunar vegna ársins 2024 gæfi vísbendingar um að rekstrarhagnaður Play yrði ekki í kringum núll eins og áður hafði verið gefið út, heldur neikvæður. Þó stefndi í að afkoman á þennan mælikvarða yrði mun betri en í fyrra. „Erfitt rekstrarumhverfi flugfélaga um þessar mundir gefur Play tilefni til að veita ekki frekari leiðsögn um rekstrarþætti félagsins fram á við,“ sagði í tilkynningunni. Íslensku flugfélögin hafa átt erfitt uppdráttar undanfarna mánuði samhliða jarðhræringum á Reykjanesskaga og blikum á lofti í ferðaþjónustu. Fjöldi ferðamanna í júní dróst saman um níu prósent frá því sem var í fyrra. Flestar spár höfðu gert ráð fyrir fjölgun. Þó fjölgaði farþegum með Play bæði í maí og júní. Icelandair sagði upp á níunda tug starfsmanna á skrifstofum félagsins í lok maí og tók um leið afkomuspá úr gildi. Við það tilefni sagði Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, ekki tilefni til að breyta afkomuspá Play. Sjö vikum síðar er annað hljóð komið í strokkinn og afkomuspáin heyrir sögunni til. Rekstrarafkoma Play var neikvæð um tæpa þrjá milljarða króna í fyrra og til viðbótar bættust við rúmir þrír milljarðar í fjármagnskostnað. Tapið fyrir skatt nam því 6,3 milljörðum króna. Afkomuspáin gerði ráð fyrir rekstrarafkomu í kringum núllið en nú er ljóst að reiknað er með neikvæðri afkomu. „Við höfum vissulega tekið eftir þeim atriðum sem tiltekin eru af hálfu Icelandair. Það er engum blöðum um það að fletta að framboð alþjóðlegra flugfélaga á sætum yfir Atlantshafið hefur aukist töluvert í sumar miðað við í fyrra, sem veldur verðþrýstingi, sem við förum ekki varhluta af. Sömuleiðis könnumst við að Ísland sem áfangastaður á örlítið undir högg að sækja í samkeppninni þessi misserin. Það hjálpar ekki heldur,“ sagði Einar Örn forstjóri Play í samtali við Innherja í lok maí. Einar Örn tók við forstjórastarfinu af Birgi Jónssyni um miðjan marsmánuð eftir að hafa áður verið stjórnarformaður félagsins. Starfsfólk Play með tíu þúsund króna gjafabréf á Kjarvalsstöðum í síðustu viku. Þau renna út á fimmtudaginn þegar Play kynnir árshlutauppgjör sitt.Play Athygli vakti í síðustu viku þegar flugfélagið prentaði þúsund gjafabréf upp á tíu þúsund krónur og gaf á Kjarvalsstöðum. Gjafabréfin runnu út eins og heitar lummur en gildistími þeirra var ein vika eða til fimmtudags, þegar uppgjörið verður kynnt. Play Fréttir af flugi Kauphöllin Uppgjör og ársreikningar Tengdar fréttir Fækkun ferðamanna gæti komið íbúðum á markað Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir að fækkun ferðamanna hafi ekki bara neikvæð áhrif. Fækkunin geti til dæmis fjölgað íbúðum á leigumarkaði og jafnvel á sölumarkaði. Þá gæti hún jafnvel losað um spennu á vinnumarkaði. 22. júlí 2024 20:30 Fækkun ferðamanna mögulega leitt til hraðari lækkunar stýrivaxta Greining Íslandsbanka hefur lækkað hagvaxtarspá sína í ljósi fækkunar ferðamanna í júní og telur þróunina geta dregið úr spennu á vinnu- og íbúðamarkaði fyrr en áður var talið. 22. júlí 2024 13:42 Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Í tilkynningu Play í gær kom fram að vinna við árshlutareikning og uppfærslu afkomuáætlunar vegna ársins 2024 gæfi vísbendingar um að rekstrarhagnaður Play yrði ekki í kringum núll eins og áður hafði verið gefið út, heldur neikvæður. Þó stefndi í að afkoman á þennan mælikvarða yrði mun betri en í fyrra. „Erfitt rekstrarumhverfi flugfélaga um þessar mundir gefur Play tilefni til að veita ekki frekari leiðsögn um rekstrarþætti félagsins fram á við,“ sagði í tilkynningunni. Íslensku flugfélögin hafa átt erfitt uppdráttar undanfarna mánuði samhliða jarðhræringum á Reykjanesskaga og blikum á lofti í ferðaþjónustu. Fjöldi ferðamanna í júní dróst saman um níu prósent frá því sem var í fyrra. Flestar spár höfðu gert ráð fyrir fjölgun. Þó fjölgaði farþegum með Play bæði í maí og júní. Icelandair sagði upp á níunda tug starfsmanna á skrifstofum félagsins í lok maí og tók um leið afkomuspá úr gildi. Við það tilefni sagði Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, ekki tilefni til að breyta afkomuspá Play. Sjö vikum síðar er annað hljóð komið í strokkinn og afkomuspáin heyrir sögunni til. Rekstrarafkoma Play var neikvæð um tæpa þrjá milljarða króna í fyrra og til viðbótar bættust við rúmir þrír milljarðar í fjármagnskostnað. Tapið fyrir skatt nam því 6,3 milljörðum króna. Afkomuspáin gerði ráð fyrir rekstrarafkomu í kringum núllið en nú er ljóst að reiknað er með neikvæðri afkomu. „Við höfum vissulega tekið eftir þeim atriðum sem tiltekin eru af hálfu Icelandair. Það er engum blöðum um það að fletta að framboð alþjóðlegra flugfélaga á sætum yfir Atlantshafið hefur aukist töluvert í sumar miðað við í fyrra, sem veldur verðþrýstingi, sem við förum ekki varhluta af. Sömuleiðis könnumst við að Ísland sem áfangastaður á örlítið undir högg að sækja í samkeppninni þessi misserin. Það hjálpar ekki heldur,“ sagði Einar Örn forstjóri Play í samtali við Innherja í lok maí. Einar Örn tók við forstjórastarfinu af Birgi Jónssyni um miðjan marsmánuð eftir að hafa áður verið stjórnarformaður félagsins. Starfsfólk Play með tíu þúsund króna gjafabréf á Kjarvalsstöðum í síðustu viku. Þau renna út á fimmtudaginn þegar Play kynnir árshlutauppgjör sitt.Play Athygli vakti í síðustu viku þegar flugfélagið prentaði þúsund gjafabréf upp á tíu þúsund krónur og gaf á Kjarvalsstöðum. Gjafabréfin runnu út eins og heitar lummur en gildistími þeirra var ein vika eða til fimmtudags, þegar uppgjörið verður kynnt.
Play Fréttir af flugi Kauphöllin Uppgjör og ársreikningar Tengdar fréttir Fækkun ferðamanna gæti komið íbúðum á markað Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir að fækkun ferðamanna hafi ekki bara neikvæð áhrif. Fækkunin geti til dæmis fjölgað íbúðum á leigumarkaði og jafnvel á sölumarkaði. Þá gæti hún jafnvel losað um spennu á vinnumarkaði. 22. júlí 2024 20:30 Fækkun ferðamanna mögulega leitt til hraðari lækkunar stýrivaxta Greining Íslandsbanka hefur lækkað hagvaxtarspá sína í ljósi fækkunar ferðamanna í júní og telur þróunina geta dregið úr spennu á vinnu- og íbúðamarkaði fyrr en áður var talið. 22. júlí 2024 13:42 Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Fækkun ferðamanna gæti komið íbúðum á markað Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir að fækkun ferðamanna hafi ekki bara neikvæð áhrif. Fækkunin geti til dæmis fjölgað íbúðum á leigumarkaði og jafnvel á sölumarkaði. Þá gæti hún jafnvel losað um spennu á vinnumarkaði. 22. júlí 2024 20:30
Fækkun ferðamanna mögulega leitt til hraðari lækkunar stýrivaxta Greining Íslandsbanka hefur lækkað hagvaxtarspá sína í ljósi fækkunar ferðamanna í júní og telur þróunina geta dregið úr spennu á vinnu- og íbúðamarkaði fyrr en áður var talið. 22. júlí 2024 13:42