Það getur skipt máli fyrir heilsuna hvar þú situr í flugvél Jón Þór Stefánsson skrifar 22. júlí 2024 23:33 Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Axel F. Sigurðsson, sérfræðingur í lyf og hjartalækningum, veltir því upp hvort að sum sæti í flugvélum séu hollari en önnur. Hann vísar til rannsókna sem segja sæti við gang betri en þau sem eru við glugga. Þetta kemur fram í grein sem Axel skrifar á síðunni Hjartalíf.is. „Það getur skipt máli fyrir heilsu þína hvar þú situr þegar þú ferð í flug, sérstaklega löng flug. Rannsóknir benda til að það sé verra fyrir heilsuna að sitja í gluggasæti en við gang,“ skrifar Axel. Hann segir það þó ekkert með gluggan sjálfan að gera, eða geimgeislun eða hitastig. „Kannski væri það fyrsta sem maður gæti látið sér detta í hug.” Axel segir að þekkt sé að blóðtappar geti myndast í djúpum bláæðum ganglima í löngu flugi. „Lengi vel var talið að meiri hætta væri á þessu ef ferðast er í venjulegu farrými og fékk DVT því viðurnefnið “economy class syndrome”. Slíkir blóðtappar eru ekki hættulausr enda geta þeir rekið til lungna og setið fastir í slagæðum þeirra (blóðtappi í lunga).“ Stærsti áhættuþátturinn sé líklega löng kyrrseta, og þegar maður er í gluggasæti er hún líklegri en í sæti við gang eða í miðjusæti. „Sitjir þú við gang geturðu skroppið á salernið og staðið upp þegar þér sýnist, án þess að ónáða nokkurn mann. Ef þú aftur á móti situr við gluggann ertu til vandræða í hvert sinn sem þú þarft að standa á fætur. Þú veigrar þér við að hreyfa þig því það getur truflað sessunauta þína sem kannski eru sofandi eða í miðri máltið.“ Axel vísar til orða kanadíska prófessorsins Gordons H Guyatt sem segir að fyrir heilbrigðan einstakling sé hættan á DVT mjög lítil, jafnvel á löngu flugi, minni en einn á móti þúsund. „Leiðbeiningarnar beinast fyrst og fremst að þeim sem eru í áhættu en það eru einstaklingar sem hafa fengið blóðtappa áður, hafa brenglun í storkukerfi eða eru hreyfihamlaðir fyrir. Aðrir sem eru í áhættuhóp eru eldri einstaklingar, ófrískar konur, konur sem taka estrogen hormón, t.d. p-pilluna og einstaklingar sem nýlega hafa gengist undir skurðaðgerð,“ skrifar hann. „Guyatt leggur áherslu á að ef þú ert í flugi sem er lengra en sex tímar sé ráðlegt að standa upp reglulega og hreyfa sig. Einnig getur verið gagnlegt að spenna kálfavöðvana þótt þú sitjir í sætinu þínu. Ef þú ert í áhættuhóp getur hjálpað að nota teygjusokka, svokallaða flugsokka sem hægt er að fá víða. Ekki hefur verið sýnt fram á að aspirín eða magnyl komi í veg fyrir blóðtappamyndun í flugi.“ Axel leggur til að þeir sem séu í löngu flugi standi upp á eins til tveggja klukkutíma fresti og gangi um. „Hikaðu ekki við þetta, jafnvel þótt þú sitjir í gluggasæti og þurfir að vekja farþegana við hliðina á þér. Þeim kemur að vísu ekki til með að finnast þú ánægjulegur ferðafélagi en það gleymist. Það er ekki ráðlegt að taka svefntöflu og liggja í hnipri allt flugið.“ Heilsa Fréttir af flugi Mest lesið Biden í bobba eftir ummæli um rusl Erlent Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Á annan milljarð í þjálfun, búnað og hergögn fyrir Úkraínu Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fjöldi látinn í flóðum á Spáni Erlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Víðir og Reynir í eina sæng Innlent Halla sinnir störfum formanns VR Innlent „Þann 9. ágúst létust ekki bara tveir bræður“ Innlent Fleiri fréttir „Þann 9. ágúst létust ekki bara tveir bræður“ Víðir og Reynir í eina sæng Reynir að sameina starfið á Samstöðinni og framboð Halla sinnir störfum formanns VR Þjófnaður í verslun og eignaspjöll Á annan milljarð í þjálfun, búnað og hergögn fyrir Úkraínu Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Þessi eru í forystusætunum Fella nokkur rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi úr gildi Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Fréttamannafundur utanríkisráðherra Norðurlandaráðs Kennaraverkföll og göng til Eyja Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Ofsaakstur um Höfðana endaði með umferðaróhappi Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Úkraínski fáninn verði við ráðhúsið þar til fullnaðarsigur hefur unnist Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Vinnuvél valt í Gilinu á Akureyri „Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur Sjá meira
Þetta kemur fram í grein sem Axel skrifar á síðunni Hjartalíf.is. „Það getur skipt máli fyrir heilsu þína hvar þú situr þegar þú ferð í flug, sérstaklega löng flug. Rannsóknir benda til að það sé verra fyrir heilsuna að sitja í gluggasæti en við gang,“ skrifar Axel. Hann segir það þó ekkert með gluggan sjálfan að gera, eða geimgeislun eða hitastig. „Kannski væri það fyrsta sem maður gæti látið sér detta í hug.” Axel segir að þekkt sé að blóðtappar geti myndast í djúpum bláæðum ganglima í löngu flugi. „Lengi vel var talið að meiri hætta væri á þessu ef ferðast er í venjulegu farrými og fékk DVT því viðurnefnið “economy class syndrome”. Slíkir blóðtappar eru ekki hættulausr enda geta þeir rekið til lungna og setið fastir í slagæðum þeirra (blóðtappi í lunga).“ Stærsti áhættuþátturinn sé líklega löng kyrrseta, og þegar maður er í gluggasæti er hún líklegri en í sæti við gang eða í miðjusæti. „Sitjir þú við gang geturðu skroppið á salernið og staðið upp þegar þér sýnist, án þess að ónáða nokkurn mann. Ef þú aftur á móti situr við gluggann ertu til vandræða í hvert sinn sem þú þarft að standa á fætur. Þú veigrar þér við að hreyfa þig því það getur truflað sessunauta þína sem kannski eru sofandi eða í miðri máltið.“ Axel vísar til orða kanadíska prófessorsins Gordons H Guyatt sem segir að fyrir heilbrigðan einstakling sé hættan á DVT mjög lítil, jafnvel á löngu flugi, minni en einn á móti þúsund. „Leiðbeiningarnar beinast fyrst og fremst að þeim sem eru í áhættu en það eru einstaklingar sem hafa fengið blóðtappa áður, hafa brenglun í storkukerfi eða eru hreyfihamlaðir fyrir. Aðrir sem eru í áhættuhóp eru eldri einstaklingar, ófrískar konur, konur sem taka estrogen hormón, t.d. p-pilluna og einstaklingar sem nýlega hafa gengist undir skurðaðgerð,“ skrifar hann. „Guyatt leggur áherslu á að ef þú ert í flugi sem er lengra en sex tímar sé ráðlegt að standa upp reglulega og hreyfa sig. Einnig getur verið gagnlegt að spenna kálfavöðvana þótt þú sitjir í sætinu þínu. Ef þú ert í áhættuhóp getur hjálpað að nota teygjusokka, svokallaða flugsokka sem hægt er að fá víða. Ekki hefur verið sýnt fram á að aspirín eða magnyl komi í veg fyrir blóðtappamyndun í flugi.“ Axel leggur til að þeir sem séu í löngu flugi standi upp á eins til tveggja klukkutíma fresti og gangi um. „Hikaðu ekki við þetta, jafnvel þótt þú sitjir í gluggasæti og þurfir að vekja farþegana við hliðina á þér. Þeim kemur að vísu ekki til með að finnast þú ánægjulegur ferðafélagi en það gleymist. Það er ekki ráðlegt að taka svefntöflu og liggja í hnipri allt flugið.“
Heilsa Fréttir af flugi Mest lesið Biden í bobba eftir ummæli um rusl Erlent Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Á annan milljarð í þjálfun, búnað og hergögn fyrir Úkraínu Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fjöldi látinn í flóðum á Spáni Erlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Víðir og Reynir í eina sæng Innlent Halla sinnir störfum formanns VR Innlent „Þann 9. ágúst létust ekki bara tveir bræður“ Innlent Fleiri fréttir „Þann 9. ágúst létust ekki bara tveir bræður“ Víðir og Reynir í eina sæng Reynir að sameina starfið á Samstöðinni og framboð Halla sinnir störfum formanns VR Þjófnaður í verslun og eignaspjöll Á annan milljarð í þjálfun, búnað og hergögn fyrir Úkraínu Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Þessi eru í forystusætunum Fella nokkur rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi úr gildi Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Fréttamannafundur utanríkisráðherra Norðurlandaráðs Kennaraverkföll og göng til Eyja Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Ofsaakstur um Höfðana endaði með umferðaróhappi Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Úkraínski fáninn verði við ráðhúsið þar til fullnaðarsigur hefur unnist Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Vinnuvél valt í Gilinu á Akureyri „Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur Sjá meira