Fækkun ferðamanna gæti komið íbúðum á markað Jón Þór Stefánsson skrifar 22. júlí 2024 20:30 Jón Bjarki Bentsson er aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir að fækkun ferðamanna hafi ekki bara neikvæð áhrif. Fækkunin geti til dæmis fjölgað íbúðum á leigumarkaði og jafnvel á sölumarkaði. Þá gæti hún jafnvel losað um spennu á vinnumarkaði. Brottfarir erlendra farþega frá Íslandi í gegnum Keflavíkurflugvöll voru um það bil 212 þúsund í nýliðnum júnímánuði, en það er um 21 þúsund færri brottfariar en mældust í fyrra, eða lækkun um níu prósentustig. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 nefndi Jón Bjarki fjórar ástæður fyrir þessari þróun. „Í fyrsta lagi hafði gosórói og jarðhræringar á Reykjanesi ekki góð áhrif út á við og fréttaflutningur af því. Í öðru lagi er landið orðið dýrt heim að sækja. Við höfum svo sem löngum verið dýr, en við erum í samkeppnisumhverfi og það hefur áhrif. Í þriðja lagi þá virðist sem nýjabrumið sé svolítið að fara af Íslandi sem áfangastað,“ sagði Jón. „Ég hef heyrt að aðrar norðurlandaþjóðir, ekki síst Noregur, sé svolítið að njóta góðs af einhverjum tískustraumi sem liggi þangað til norðurslóðaferða. Í fjórða lagi þá er einfaldlega að hægjast á vexti ferðaþjónustu í okkar heimshluta eftir að allir voru að hlaupa af sér hornin eftir Covid.“ Málið sé þó ekki einsýnt. Þessari þróun fylgi kostir. „Vissulega er það ekki gott ef útflutningstekjur þjóðarbúsins verða minni heldur en við væntum í litlu útflutningsdrifnu hagkerfi. En á móti vegur að hagkerfið okkar er býsna heitt, og það hafa ýmsir bent á að það þyrfti að kæla það.“ Að sögn Jóns Bjarka gæti þróunin haft áhrif á íbúamarkað og vinnumarkað. „Á íbúamarkaði gætum við bæði séð hægari fólksfjölgun vegna þess hve margir innflytjenda tengjast þessari grein og vöxtur þeirra hefur haldist í hendur við vöxt hennar. Við gætum séð minni eftirspurn frá því fólki eftir íbúðum og á sama tíma gæti Airbnb orðið minna vinsælt hjá ferðamönnum og þær íbúðir gætu þá komið inn á leigumarkað og hugsanlega sölumarkað,“ sagði Jón. „Áhrifin á vinnumarkað gætu einnig verið töluverð. Þar höfum við verið að sjá umtalsverða spennu, sem gæti þá minnkað allhratt og minnkað hættu á launaskriði og þar fram eftir götunum.“ Jón sagði að með kólnun á hagkerfinu fælust að minnsta kosti góðar fréttir fyrir Seðlabankann. „Hann hefur áhyggjur af ofhitnun og vill sjá meira jafnvægi í hagkerfinu áður en hann hefur vaxtalækkunarferli.“ Þá er ekki útilokað að vextir lækki hraðar, en það muni skýrast á næstu mánuðum. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Seðlabankinn Húsnæðismál Vinnumarkaður Mest lesið Þetta kostar skyndibiti á Íslandi Neytendur Þrjár verslanir í Múlunum sektaðar eftir rassíu Neytendastofu Neytendur „Fyrir mann sem er skrifblindur og lesblindur er þetta ekkert auðvelt“ Atvinnulíf „Ég verð auðveldlega meyr en segi engum frá því“ Atvinnulíf Fótboltastelpan um starfsframann: „Að sækja sér tækifærin sjálfur“ Atvinnulíf Steinar fjárfestir í Snjallgögnum Viðskipti innlent Bjørn Richard til liðs við Athygli Viðskipti innlent Meirihluti auglýstra nýbygginga óseldur Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Hafsteinn Dan nýr lagaprófessor við HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Steinar fjárfestir í Snjallgögnum Bjørn Richard til liðs við Athygli Fljúga til Gautaborgar næsta sumar Meirihluti auglýstra nýbygginga óseldur Sjálfbærnisviðið lagt niður og Erla Ósk hættir Hafsteinn Dan nýr lagaprófessor við HR Ráðin nýr yfirlögfræðingur Hugverkastofunnar Hafa ekki tekið ákvörðun um vaxtahækkun „Þetta hefur slæm áhrif á heimilin sem hafa augljóslega minna á milli handanna“ Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Kröfur upp á um 13 milljarða í þrotabú Skagans 3X Íslandsbanki hækkar líka vexti verðtryggðra lána Séreign inn á húsnæðislán hafi nýst sterkefnuðum mest Ver vaxtahækkunina: Ekki hægt að selja brauðið ódýrara en hveitið Hafa veitt virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun Ekki króna í þrotabúi Base parking Alma sótti tvo milljarða Árni verður hægri hönd Decks Vefsíðan hrundi innan tuttugu mínútna Elstu starfandi fiskbúð höfuðborgarsvæðisins skellt í lás Skildu fullar körfur eftir vegna bilunar Verðbólga fari undir fimm prósent í lok árs Hagkaup hefur áfengissölu í dag Ráðinn fjárfestatengill Icelandair Veðjuðu næst mest allra Evrópuþjóða Þungur róður hjá Samstöðinni Ráðin framkvæmdastjóri VSB verkfræðistofu Flugrisar funda í Hörpu vegna seinkana og aflýsinga Farþegafjöldinn í ágúst svipaður og á síðasta ári Kveður ostasnakkið fyrir Wolt Sjá meira
Brottfarir erlendra farþega frá Íslandi í gegnum Keflavíkurflugvöll voru um það bil 212 þúsund í nýliðnum júnímánuði, en það er um 21 þúsund færri brottfariar en mældust í fyrra, eða lækkun um níu prósentustig. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 nefndi Jón Bjarki fjórar ástæður fyrir þessari þróun. „Í fyrsta lagi hafði gosórói og jarðhræringar á Reykjanesi ekki góð áhrif út á við og fréttaflutningur af því. Í öðru lagi er landið orðið dýrt heim að sækja. Við höfum svo sem löngum verið dýr, en við erum í samkeppnisumhverfi og það hefur áhrif. Í þriðja lagi þá virðist sem nýjabrumið sé svolítið að fara af Íslandi sem áfangastað,“ sagði Jón. „Ég hef heyrt að aðrar norðurlandaþjóðir, ekki síst Noregur, sé svolítið að njóta góðs af einhverjum tískustraumi sem liggi þangað til norðurslóðaferða. Í fjórða lagi þá er einfaldlega að hægjast á vexti ferðaþjónustu í okkar heimshluta eftir að allir voru að hlaupa af sér hornin eftir Covid.“ Málið sé þó ekki einsýnt. Þessari þróun fylgi kostir. „Vissulega er það ekki gott ef útflutningstekjur þjóðarbúsins verða minni heldur en við væntum í litlu útflutningsdrifnu hagkerfi. En á móti vegur að hagkerfið okkar er býsna heitt, og það hafa ýmsir bent á að það þyrfti að kæla það.“ Að sögn Jóns Bjarka gæti þróunin haft áhrif á íbúamarkað og vinnumarkað. „Á íbúamarkaði gætum við bæði séð hægari fólksfjölgun vegna þess hve margir innflytjenda tengjast þessari grein og vöxtur þeirra hefur haldist í hendur við vöxt hennar. Við gætum séð minni eftirspurn frá því fólki eftir íbúðum og á sama tíma gæti Airbnb orðið minna vinsælt hjá ferðamönnum og þær íbúðir gætu þá komið inn á leigumarkað og hugsanlega sölumarkað,“ sagði Jón. „Áhrifin á vinnumarkað gætu einnig verið töluverð. Þar höfum við verið að sjá umtalsverða spennu, sem gæti þá minnkað allhratt og minnkað hættu á launaskriði og þar fram eftir götunum.“ Jón sagði að með kólnun á hagkerfinu fælust að minnsta kosti góðar fréttir fyrir Seðlabankann. „Hann hefur áhyggjur af ofhitnun og vill sjá meira jafnvægi í hagkerfinu áður en hann hefur vaxtalækkunarferli.“ Þá er ekki útilokað að vextir lækki hraðar, en það muni skýrast á næstu mánuðum.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Seðlabankinn Húsnæðismál Vinnumarkaður Mest lesið Þetta kostar skyndibiti á Íslandi Neytendur Þrjár verslanir í Múlunum sektaðar eftir rassíu Neytendastofu Neytendur „Fyrir mann sem er skrifblindur og lesblindur er þetta ekkert auðvelt“ Atvinnulíf „Ég verð auðveldlega meyr en segi engum frá því“ Atvinnulíf Fótboltastelpan um starfsframann: „Að sækja sér tækifærin sjálfur“ Atvinnulíf Steinar fjárfestir í Snjallgögnum Viðskipti innlent Bjørn Richard til liðs við Athygli Viðskipti innlent Meirihluti auglýstra nýbygginga óseldur Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Hafsteinn Dan nýr lagaprófessor við HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Steinar fjárfestir í Snjallgögnum Bjørn Richard til liðs við Athygli Fljúga til Gautaborgar næsta sumar Meirihluti auglýstra nýbygginga óseldur Sjálfbærnisviðið lagt niður og Erla Ósk hættir Hafsteinn Dan nýr lagaprófessor við HR Ráðin nýr yfirlögfræðingur Hugverkastofunnar Hafa ekki tekið ákvörðun um vaxtahækkun „Þetta hefur slæm áhrif á heimilin sem hafa augljóslega minna á milli handanna“ Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Kröfur upp á um 13 milljarða í þrotabú Skagans 3X Íslandsbanki hækkar líka vexti verðtryggðra lána Séreign inn á húsnæðislán hafi nýst sterkefnuðum mest Ver vaxtahækkunina: Ekki hægt að selja brauðið ódýrara en hveitið Hafa veitt virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun Ekki króna í þrotabúi Base parking Alma sótti tvo milljarða Árni verður hægri hönd Decks Vefsíðan hrundi innan tuttugu mínútna Elstu starfandi fiskbúð höfuðborgarsvæðisins skellt í lás Skildu fullar körfur eftir vegna bilunar Verðbólga fari undir fimm prósent í lok árs Hagkaup hefur áfengissölu í dag Ráðinn fjárfestatengill Icelandair Veðjuðu næst mest allra Evrópuþjóða Þungur róður hjá Samstöðinni Ráðin framkvæmdastjóri VSB verkfræðistofu Flugrisar funda í Hörpu vegna seinkana og aflýsinga Farþegafjöldinn í ágúst svipaður og á síðasta ári Kveður ostasnakkið fyrir Wolt Sjá meira