Sá leikjahæsti tekur skóna óvænt fram á nýjan leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júlí 2024 23:31 Gareth Barry í einum af sínum 653 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Vísir/getty images Hinn 43 ára gamli Gareth Barry hefur óvænt tekið fram skóna á nýjan leik og mun spila með áhugamannaliðinu Hurstpierpoint á komandi leiktíð. Um er að ræða lið sem spilar í 11. deild enska deildarkerfisins. Miðjumaðurinn Barry er áhugafólki um enska knattspyrnu vel kunnugur en ferill hans spannar 22 ár. Lék hann með Aston Villa, Manchester City, Everton og West Bromwich Albion. Ásamt því að leika 53 A-landsleiki fyrir England þá er hann leikjahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar með 653 leiki. Fyrr í dag tilkynnti áhugamannaliðið Hurstpierpoint FC að Barry hefði tekið skóna af hillunni og væri orðinn leikmaður liðsins. Um er að ræða lið frá samnefndum bæ ekki langt frá Lundúnum. Liðið er leikur í svokallaðri héraðsdeild sem er hluti af 11. deild enska deildarkerfisins. Barry hefur haldið sér við og virkar í hörku standi og sýndi að lengi lifir í gömlum glæðum. Það er ekki búist við því að hann verði mikið með á undirbúningstímabilinu en forráðamenn félagsins reikna með að Barry spili sinn fyrsta leik í september. ✍️ BARRY IS A BLUEDOG! 🔵🐶We are beyond delighted to announce that former-England international and all-time Premier League record appearance holder, Gareth Barry, has signed for Hurstpierpoint Football Club. pic.twitter.com/cMsrJcmm4o— Hurstpierpoint FC (@hurstpierpoint1) July 22, 2024 „Hann kom á æfingu og elskaði okkur. Ég held að hann verði ekki með okkur í hverri viku en þetta eru frábær félagaskipti fyrir okkur og hann mun stækka prófílinn okkar,“ sagði Dudley Christensen, framkvæmdastjóri aðalliðsins sem og formaður félagsins. „Hann má gera það sem hann vill og spilar þar sem honum sýnist en ég býst við að hann spili í stöðu varnartengiliðs og verndi vörnina,“ bætti Dudley við. Barry kemur til félagsins í gegnum Michael Standing, fyrrverandi umboðsmanns síns. Sá er í dag þjálfari Hurstpierpoint FC. „Gareth er tengdur félaginu þökk sé góðum vini sínum og þjálfara liðsins, Michael Standing, svo það var borðliggjandi að fá hann til liðs við félagið. Gæði hans á æfingum hafa verið hreint út sagt ótrúleg og við gætum vart verið spenntari að sjá hann klæðast treyjunni á Fairfield-vellinum síðar á tímabilinu,“ segir í tilkynningu félagsins. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Sjá meira
Miðjumaðurinn Barry er áhugafólki um enska knattspyrnu vel kunnugur en ferill hans spannar 22 ár. Lék hann með Aston Villa, Manchester City, Everton og West Bromwich Albion. Ásamt því að leika 53 A-landsleiki fyrir England þá er hann leikjahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar með 653 leiki. Fyrr í dag tilkynnti áhugamannaliðið Hurstpierpoint FC að Barry hefði tekið skóna af hillunni og væri orðinn leikmaður liðsins. Um er að ræða lið frá samnefndum bæ ekki langt frá Lundúnum. Liðið er leikur í svokallaðri héraðsdeild sem er hluti af 11. deild enska deildarkerfisins. Barry hefur haldið sér við og virkar í hörku standi og sýndi að lengi lifir í gömlum glæðum. Það er ekki búist við því að hann verði mikið með á undirbúningstímabilinu en forráðamenn félagsins reikna með að Barry spili sinn fyrsta leik í september. ✍️ BARRY IS A BLUEDOG! 🔵🐶We are beyond delighted to announce that former-England international and all-time Premier League record appearance holder, Gareth Barry, has signed for Hurstpierpoint Football Club. pic.twitter.com/cMsrJcmm4o— Hurstpierpoint FC (@hurstpierpoint1) July 22, 2024 „Hann kom á æfingu og elskaði okkur. Ég held að hann verði ekki með okkur í hverri viku en þetta eru frábær félagaskipti fyrir okkur og hann mun stækka prófílinn okkar,“ sagði Dudley Christensen, framkvæmdastjóri aðalliðsins sem og formaður félagsins. „Hann má gera það sem hann vill og spilar þar sem honum sýnist en ég býst við að hann spili í stöðu varnartengiliðs og verndi vörnina,“ bætti Dudley við. Barry kemur til félagsins í gegnum Michael Standing, fyrrverandi umboðsmanns síns. Sá er í dag þjálfari Hurstpierpoint FC. „Gareth er tengdur félaginu þökk sé góðum vini sínum og þjálfara liðsins, Michael Standing, svo það var borðliggjandi að fá hann til liðs við félagið. Gæði hans á æfingum hafa verið hreint út sagt ótrúleg og við gætum vart verið spenntari að sjá hann klæðast treyjunni á Fairfield-vellinum síðar á tímabilinu,“ segir í tilkynningu félagsins.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Sjá meira