Þróunin sé merki um að afleiðingar Covid séu betur að koma í ljós Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. júlí 2024 20:01 Í tengslum við sóttvarnaraðgerðir var skólum lokað um tíma á tímum kórónuveirufaraldursins. Mynd úr safni. Vísir Nauðsynleg úrræði og bráðaþjónustu skortir fyrir börn sem sýna af sér áhættuhegðun og eiga við fíknivanda að mati framkvæmdastjóra Barnaheilla. Forystuleysi ríki í málaflokknum en samtökin merkja aukið ákall eftir hjálp, sem er í samræmi við fjölgun tilkynninga til barnaverndar. Þróunin kann að vera merki um að afleiðingar kórónuveirufaraldursins séu betur að koma í ljós. Á tímabilinu janúar til mars á þessu ári fjölgaði nær öllum tegundum tilkynninga til barnaverndar samanborið við sama tíma í fyrra og hittiðfyrra samkvæmt gögnum frá Barna- og fjölskyldustofu. Tilkynningum vegna áhættuhegðunar barna fjölgaði um 31,8 prósent á fyrsta ársfjórðungi samanborið við árið á undan. Munar þar mestu um aukinn fjölda tilkynninga vegna neyslu barna á vímuefnum. Marktækt fleiri tilkynningar vegna áhættuhegðunar vörðuðu drengi, eða rúmlega sextíu prósent. Framkvæmdastjóri Barnaheilla segir þessa þróun því miður ekki koma á óvart. „Þessi áhættuhegðun sem er verið að tala um, þetta er aukinn sjálfskaði, þetta er fíkniefnavandi, þetta er ofbeldi og annað slíkt og við höfum merkt aukningu og aukið ákall frá börnum og foreldrum að fá aðstoð,“ segir Tótla Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla. Skýra forystu skorti í málaflokknum Þróunin kunni að vera merki um að afleiðingar kórónuveirufaraldursins séu betur að koma í ljós. „Þegar börn lokast inn á heimilum þar sem er vanræksla og fíknihegðun og annað slíkt að þá kemur okkur ekki á óvart að þegar þau eru ekki í skóla eða skipulögðu íþróttastarfi eða annars staðar þar sem er yfirleitt verið að grípa þennan hóp. Þannig ég held að við séum bara rétt að byrja að sjá afleiðingar þess sem gerðist þarna,“ segir Tótla og tekur þannig í svipaðan streng og forstjóri Barna- og fjölskyldustofu. Tótla Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla.Vísir/Arnar Hún segir brýnt að bæta úrræði fyrir börn sem á þurfa að halda, en sem dæmi þurfi að draga úr biðlistum í greiningar. Oft sé um að ræða samþættan vanda sem þurfi að tækla. Þá er vímuefnaneysla barna sérstakt áhyggjuefni að mati Tótlu. „Ég hvet stjórnvöld sérstaklega til að skoða fíknivandann. Eins og við sáum í skýrslu Ríkisendurskoðunar fyrr á árinu þar sem var sérstaklega verið að fjalla um ópíóðafíkn og almennan fíkniefnavanda, þá skortir úrræði. Það skortir bráðaþjónustu. Það er enginn að taka þennan málaflokk í sínar hendur, við þurfum skýra forystu og við þurfum úrlausnir fyrir þennan hóp,“ segir Tótla. „Það eru allt of fá úrræði. Börn þurfa samþættari þjónustu. Börn þurfa aðgerðir ekki orð. Við erum alltaf að tala um þessa snemmtæku íhlutun, við þurfum að grípa þennan hóp fyrir fullorðinsárin.“ Barnavernd Fíkn Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Forystuleysi ríki í málaflokknum en samtökin merkja aukið ákall eftir hjálp, sem er í samræmi við fjölgun tilkynninga til barnaverndar. Þróunin kann að vera merki um að afleiðingar kórónuveirufaraldursins séu betur að koma í ljós. Á tímabilinu janúar til mars á þessu ári fjölgaði nær öllum tegundum tilkynninga til barnaverndar samanborið við sama tíma í fyrra og hittiðfyrra samkvæmt gögnum frá Barna- og fjölskyldustofu. Tilkynningum vegna áhættuhegðunar barna fjölgaði um 31,8 prósent á fyrsta ársfjórðungi samanborið við árið á undan. Munar þar mestu um aukinn fjölda tilkynninga vegna neyslu barna á vímuefnum. Marktækt fleiri tilkynningar vegna áhættuhegðunar vörðuðu drengi, eða rúmlega sextíu prósent. Framkvæmdastjóri Barnaheilla segir þessa þróun því miður ekki koma á óvart. „Þessi áhættuhegðun sem er verið að tala um, þetta er aukinn sjálfskaði, þetta er fíkniefnavandi, þetta er ofbeldi og annað slíkt og við höfum merkt aukningu og aukið ákall frá börnum og foreldrum að fá aðstoð,“ segir Tótla Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla. Skýra forystu skorti í málaflokknum Þróunin kunni að vera merki um að afleiðingar kórónuveirufaraldursins séu betur að koma í ljós. „Þegar börn lokast inn á heimilum þar sem er vanræksla og fíknihegðun og annað slíkt að þá kemur okkur ekki á óvart að þegar þau eru ekki í skóla eða skipulögðu íþróttastarfi eða annars staðar þar sem er yfirleitt verið að grípa þennan hóp. Þannig ég held að við séum bara rétt að byrja að sjá afleiðingar þess sem gerðist þarna,“ segir Tótla og tekur þannig í svipaðan streng og forstjóri Barna- og fjölskyldustofu. Tótla Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla.Vísir/Arnar Hún segir brýnt að bæta úrræði fyrir börn sem á þurfa að halda, en sem dæmi þurfi að draga úr biðlistum í greiningar. Oft sé um að ræða samþættan vanda sem þurfi að tækla. Þá er vímuefnaneysla barna sérstakt áhyggjuefni að mati Tótlu. „Ég hvet stjórnvöld sérstaklega til að skoða fíknivandann. Eins og við sáum í skýrslu Ríkisendurskoðunar fyrr á árinu þar sem var sérstaklega verið að fjalla um ópíóðafíkn og almennan fíkniefnavanda, þá skortir úrræði. Það skortir bráðaþjónustu. Það er enginn að taka þennan málaflokk í sínar hendur, við þurfum skýra forystu og við þurfum úrlausnir fyrir þennan hóp,“ segir Tótla. „Það eru allt of fá úrræði. Börn þurfa samþættari þjónustu. Börn þurfa aðgerðir ekki orð. Við erum alltaf að tala um þessa snemmtæku íhlutun, við þurfum að grípa þennan hóp fyrir fullorðinsárin.“
Barnavernd Fíkn Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira