Saka Apple um fálæti þegar kemur að barnaníðsefni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. júlí 2024 08:16 Barnaverndarsamtök hafa verulegar áhyggjur af því hvernig gervigreind er nú notuð til að framleiða barnaníðsefni. Getty Stærstu barnaverndarsamtök Bretlands, National Society for the Prevention of Cruelty to Children (NSPCC) segir stórfyrirtækið Apple standa sig afar illa í því að bera kennsl á og tilkynna um barnaníðsefni. Árið 2023 tilkynnti Apple um samtals 267 möguleg tilvik barnaníðsefnis í heiminum öllum til National Center for Missing & Exploited Children (NCMEC) í Bandaríkjunum en gögn sýna að Apple kom við sögu í 337 lögreglumálum á Englandi og Wales á tímabilinu apríl 2022 til mars 2023. Á sama tíma tilkynnti Meta um 30,6 milljón möguleg tilvik og Google um 1,47 milljón tilvik. Bandarísk tæknifyrirtæki verða að tilkynna mögulegt barnaníðsefni til NCMEC en NCMEC fer yfir öll mál sem berast og vísa þeim áfram til viðkomandi löggæsluyfirvalda, alls staðar í heiminum. Þegar Guardian leitaði viðbragða vegna málsins svaraði talsmaður Apple með því að benda á yfirlýsingu frá því í ágúst í fyrra þar sem greint var frá því að fyrirtækið hefði fallið frá því að skanna allar myndir sem hlaðið væri upp í iCloud fyrir barnaníðsefni. Var ákvörðunin tekin með það að leiðarljósi að forgangsraða öryggi og friðhelgi notenda þjónustunnar. Umrætt forrit, neuralMatch, hefði skannað allar myndir sem notendur færðu yfir í iCloud og borið saman við þekktar barnaníðsmyndir. Samtök sem berjast fyrir friðhelgi einkalífsins á netinu andmæltu fyrirætlununum og fallið var frá þeim, sem var harðlega gagnrýnt af samtökum um velferð barna. Barnaverndarsamtök hafa einnig verulegar áhyggjur af áætlunum Apple um að setja á markað nýja gervigreind en vitað er að gervigreind er nú þegar notuð til að framleiða barnaníðsefni og þjálfuð á raunverulegum myndum og myndskeiðum af ofbeldi gegn börnum. Guardian greindi meðal annars frá því í júní síðastliðnum að ofbeldismenn væru að nota gervigreind til að búa til nýtt efni með uppáhalds fórnarlömbum sínum. Apple Tækni Bretland Bandaríkin Gervigreind Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Árið 2023 tilkynnti Apple um samtals 267 möguleg tilvik barnaníðsefnis í heiminum öllum til National Center for Missing & Exploited Children (NCMEC) í Bandaríkjunum en gögn sýna að Apple kom við sögu í 337 lögreglumálum á Englandi og Wales á tímabilinu apríl 2022 til mars 2023. Á sama tíma tilkynnti Meta um 30,6 milljón möguleg tilvik og Google um 1,47 milljón tilvik. Bandarísk tæknifyrirtæki verða að tilkynna mögulegt barnaníðsefni til NCMEC en NCMEC fer yfir öll mál sem berast og vísa þeim áfram til viðkomandi löggæsluyfirvalda, alls staðar í heiminum. Þegar Guardian leitaði viðbragða vegna málsins svaraði talsmaður Apple með því að benda á yfirlýsingu frá því í ágúst í fyrra þar sem greint var frá því að fyrirtækið hefði fallið frá því að skanna allar myndir sem hlaðið væri upp í iCloud fyrir barnaníðsefni. Var ákvörðunin tekin með það að leiðarljósi að forgangsraða öryggi og friðhelgi notenda þjónustunnar. Umrætt forrit, neuralMatch, hefði skannað allar myndir sem notendur færðu yfir í iCloud og borið saman við þekktar barnaníðsmyndir. Samtök sem berjast fyrir friðhelgi einkalífsins á netinu andmæltu fyrirætlununum og fallið var frá þeim, sem var harðlega gagnrýnt af samtökum um velferð barna. Barnaverndarsamtök hafa einnig verulegar áhyggjur af áætlunum Apple um að setja á markað nýja gervigreind en vitað er að gervigreind er nú þegar notuð til að framleiða barnaníðsefni og þjálfuð á raunverulegum myndum og myndskeiðum af ofbeldi gegn börnum. Guardian greindi meðal annars frá því í júní síðastliðnum að ofbeldismenn væru að nota gervigreind til að búa til nýtt efni með uppáhalds fórnarlömbum sínum.
Apple Tækni Bretland Bandaríkin Gervigreind Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira