„Vissi að þegar myndi líða á myndu þeir opna sig“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júlí 2024 20:30 Hallgrímur var sáttur að leik loknum. Vísir/Anton Brink „Þetta var góður sigur, ótrúlega gaman að halda hreinu og fullt af fólki mætt. Smá dramatískt, skorum seint í leiknum. Er virkilega ánægður,“ sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, eftir 1-0 sigur sinna manna á Íslands- og bikarmeisturum Víkings í 15. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Víkingar hófu leikinn af miklum krafti enda pirraðir eftir að falla úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í vikunni. Inn vildi boltinn þó ekki, staðan markalaus í hálfleik og í þeim síðari tryggði Sveinn Margeir Hauksson heimaliðinu sigurinn í sínum síðasta leik fyrir KA í bili. „Fyrri hálfleikurinn er erfiður fyrir okkur, sérstaklega út af vellinum. Fannst þeir ekki fá nein dauðafæri en þeir stjórnuðu leiknum og við áttum aðeins erfitt, vorum of passífir. Ræddum það í hálfleik, breyttum aðeins til og þá gekk líka betur að halda í boltann.“ „Sterkt að koma til baka í seinni og gera svona vel eftir erfiðan fyrri hálfleik. Þegar hlutirnir eru ekki ganga ertu bara duglegur, hlaupa og berjast. Það tókst og í seinni hálfleik vorum það við sem sköpuðum dauðafærin. Seinni hálfleikur mjög sterkur og mjög sætt að klára þetta.“ „Mér fannst seinni mjög betri. Var ekkert sérlega ánægður með fyrri hálfleikinn, var bara ánægður með vinnusemina hjá okkur. Við breyttum aðeins i hálfleik og fannst við mun betri í seinni hálfleik. Vissi að þegar myndi líða á myndu þeir opna sig og þeir opnuðu sig svo sannarlega, við setjum inn smá hraða og mér fannst það skila sér í að ef annað liðið myndi skora þá værum það við.“ Um Svein Margeir sem er á leið í nám í Bandaríkjunum „Sveinn Margeir er bara frábær leikmaður, mjög fjölhæfur og gerir mikið fyrir okkur. Því miður er hann að fara frá okkur núna í skóla til Bandaríkjanna. Það er eins og það er, það kemur maður í mann stað. Við vonum virkilega að þegar hann er búinn með sitt nám þá komi hann og spili fyrir okkur aftur,“ sagði Hallgrímur að lokum. Eftir sigur dagsins situr KA í 7. sæti með 18 stig, einu stigi á eftir Fram sem á leik til góða. Sex efstu liðin fara í umspil um Íslandsmeistaratitilinn að loknum 22 umferðum á meðan neðstu sex berjast um hvaða lið falla. KA mætir Víkingum aftur í næsta mánuði þegar liðin mætast í úrslitum Mjólkurbikarsins. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
Víkingar hófu leikinn af miklum krafti enda pirraðir eftir að falla úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í vikunni. Inn vildi boltinn þó ekki, staðan markalaus í hálfleik og í þeim síðari tryggði Sveinn Margeir Hauksson heimaliðinu sigurinn í sínum síðasta leik fyrir KA í bili. „Fyrri hálfleikurinn er erfiður fyrir okkur, sérstaklega út af vellinum. Fannst þeir ekki fá nein dauðafæri en þeir stjórnuðu leiknum og við áttum aðeins erfitt, vorum of passífir. Ræddum það í hálfleik, breyttum aðeins til og þá gekk líka betur að halda í boltann.“ „Sterkt að koma til baka í seinni og gera svona vel eftir erfiðan fyrri hálfleik. Þegar hlutirnir eru ekki ganga ertu bara duglegur, hlaupa og berjast. Það tókst og í seinni hálfleik vorum það við sem sköpuðum dauðafærin. Seinni hálfleikur mjög sterkur og mjög sætt að klára þetta.“ „Mér fannst seinni mjög betri. Var ekkert sérlega ánægður með fyrri hálfleikinn, var bara ánægður með vinnusemina hjá okkur. Við breyttum aðeins i hálfleik og fannst við mun betri í seinni hálfleik. Vissi að þegar myndi líða á myndu þeir opna sig og þeir opnuðu sig svo sannarlega, við setjum inn smá hraða og mér fannst það skila sér í að ef annað liðið myndi skora þá værum það við.“ Um Svein Margeir sem er á leið í nám í Bandaríkjunum „Sveinn Margeir er bara frábær leikmaður, mjög fjölhæfur og gerir mikið fyrir okkur. Því miður er hann að fara frá okkur núna í skóla til Bandaríkjanna. Það er eins og það er, það kemur maður í mann stað. Við vonum virkilega að þegar hann er búinn með sitt nám þá komi hann og spili fyrir okkur aftur,“ sagði Hallgrímur að lokum. Eftir sigur dagsins situr KA í 7. sæti með 18 stig, einu stigi á eftir Fram sem á leik til góða. Sex efstu liðin fara í umspil um Íslandsmeistaratitilinn að loknum 22 umferðum á meðan neðstu sex berjast um hvaða lið falla. KA mætir Víkingum aftur í næsta mánuði þegar liðin mætast í úrslitum Mjólkurbikarsins.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira