Segir aðkomu Kennarasambandsins ekkert nema eðlilega Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. júlí 2024 19:51 Anton Már Gylfason, formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum. Vísir/Rúnar Viðskiptaráð Íslands kennir stefnumótun Kennarasambandsins um neyðarástand í íslensku grunnskólakerfi, og vill fá samræmd próf aftur inn í skólana. Stjórnarmaður í sambandinu gefur lítið fyrir slíka gagnrýni. Í umsögn Viðskiptaráðs um áformaðar breytingar menntamálaráðherra á lögum um grunnskóla segir að stefnumörkun Kennarasambandsins hafi leitt íslenskt grunnskólakerfi í öngstræti, og að stjórnvöld ættu að gjalda varhug við frekari afskiptum sambandsins. Einn stærsti ásteitingarsteinninn er fyrirhugað afnám samræmdra prófa til frambúðar. „Það eru algild sannindi að til að bæta hlutina, þá þarf að mæla þá. Ef stjórnvöld eru núna að taka úr sambandi eina samræmda árangursmælikvarðann í íslensku skólakerfi, þá verður árangurinn lakur, eins og raun ber vitni,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Ráðið vísar meðal annars til könnunar sem Verzlunarskóli Íslands leggur fyrir nýnema sína, sem sýni misræmi í færni milli nemenda með sambærilegar einkunnir úr mismunandi grunnskólum. „Það er alveg ótvírætt að það er bæði einkunnaverðbólga upp úr grunnskólum og það er verið að brjóta jafnræði gegn grunnskólabörnum. Það er verið að taka grunnskólanemendur inn í framhaldsskóla á grundvelli ósambærilegra einkunna.“ Viðskiptaráð leggi til að samræmd próf verði tekin upp að nýju, þau látin gilda inn í framhaldsskóla, og niðurstöur þeirra verði birtar opinberlega, sundirliðaðar eftir grunnskólum. „Að okkar mati hefur stefna stjórnvalda beðið skipbrot, og það skrifast að stórum hluta á það að stjórnvöld hafa úthýst þessum málaflokki til Kennarasambands Íslands.“ Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.Viðskiptaráð Punktmælingar ekki vænlegar til árangurs Stjórnarmaður í Kennarasambandinu segir hugmyndir Viðskiptaráðs byggja á gamaldags hugmyndum. „Það er til dæmis mjög erfitt að bera saman svona punktmælingu, eins og svona próf sem er til dæmis tekið uppi í Verzlunarskóla á tveimur tímum, eða mælingu sem fer fram á heilu ári í grunnskóla, eða jafnvel þremur árum, eða tíu,“ segir Anton Már Gylfason. Hann er í senn meðlimur í stjórn kennarasambandsins, formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum, og áfangastjóri við Borgarholtsskóla. Hann segir það sama gilda um samræmd próf og um færnikönnunina í Verzló. Erfitt sé að beita þriggja til fimm tíma prófi sem algildum mælikvarða á færni nemenda. Hann gefur lítið fyrir gagnrýni ráðsins á aðkomu Kennarasambandsins að stefnumótun. Félagið sé stærsta fagfélagið á sviði menntamála. „Að það sé gert með einhverjum hætti undarlegt að við séum að koma að faglegu starfi á sviði menntamála. Það gengur bara ekki alveg upp.“ Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent The Vivienne er látin Erlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Í umsögn Viðskiptaráðs um áformaðar breytingar menntamálaráðherra á lögum um grunnskóla segir að stefnumörkun Kennarasambandsins hafi leitt íslenskt grunnskólakerfi í öngstræti, og að stjórnvöld ættu að gjalda varhug við frekari afskiptum sambandsins. Einn stærsti ásteitingarsteinninn er fyrirhugað afnám samræmdra prófa til frambúðar. „Það eru algild sannindi að til að bæta hlutina, þá þarf að mæla þá. Ef stjórnvöld eru núna að taka úr sambandi eina samræmda árangursmælikvarðann í íslensku skólakerfi, þá verður árangurinn lakur, eins og raun ber vitni,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Ráðið vísar meðal annars til könnunar sem Verzlunarskóli Íslands leggur fyrir nýnema sína, sem sýni misræmi í færni milli nemenda með sambærilegar einkunnir úr mismunandi grunnskólum. „Það er alveg ótvírætt að það er bæði einkunnaverðbólga upp úr grunnskólum og það er verið að brjóta jafnræði gegn grunnskólabörnum. Það er verið að taka grunnskólanemendur inn í framhaldsskóla á grundvelli ósambærilegra einkunna.“ Viðskiptaráð leggi til að samræmd próf verði tekin upp að nýju, þau látin gilda inn í framhaldsskóla, og niðurstöur þeirra verði birtar opinberlega, sundirliðaðar eftir grunnskólum. „Að okkar mati hefur stefna stjórnvalda beðið skipbrot, og það skrifast að stórum hluta á það að stjórnvöld hafa úthýst þessum málaflokki til Kennarasambands Íslands.“ Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.Viðskiptaráð Punktmælingar ekki vænlegar til árangurs Stjórnarmaður í Kennarasambandinu segir hugmyndir Viðskiptaráðs byggja á gamaldags hugmyndum. „Það er til dæmis mjög erfitt að bera saman svona punktmælingu, eins og svona próf sem er til dæmis tekið uppi í Verzlunarskóla á tveimur tímum, eða mælingu sem fer fram á heilu ári í grunnskóla, eða jafnvel þremur árum, eða tíu,“ segir Anton Már Gylfason. Hann er í senn meðlimur í stjórn kennarasambandsins, formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum, og áfangastjóri við Borgarholtsskóla. Hann segir það sama gilda um samræmd próf og um færnikönnunina í Verzló. Erfitt sé að beita þriggja til fimm tíma prófi sem algildum mælikvarða á færni nemenda. Hann gefur lítið fyrir gagnrýni ráðsins á aðkomu Kennarasambandsins að stefnumótun. Félagið sé stærsta fagfélagið á sviði menntamála. „Að það sé gert með einhverjum hætti undarlegt að við séum að koma að faglegu starfi á sviði menntamála. Það gengur bara ekki alveg upp.“
Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent The Vivienne er látin Erlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira