Segir aðkomu Kennarasambandsins ekkert nema eðlilega Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. júlí 2024 19:51 Anton Már Gylfason, formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum. Vísir/Rúnar Viðskiptaráð Íslands kennir stefnumótun Kennarasambandsins um neyðarástand í íslensku grunnskólakerfi, og vill fá samræmd próf aftur inn í skólana. Stjórnarmaður í sambandinu gefur lítið fyrir slíka gagnrýni. Í umsögn Viðskiptaráðs um áformaðar breytingar menntamálaráðherra á lögum um grunnskóla segir að stefnumörkun Kennarasambandsins hafi leitt íslenskt grunnskólakerfi í öngstræti, og að stjórnvöld ættu að gjalda varhug við frekari afskiptum sambandsins. Einn stærsti ásteitingarsteinninn er fyrirhugað afnám samræmdra prófa til frambúðar. „Það eru algild sannindi að til að bæta hlutina, þá þarf að mæla þá. Ef stjórnvöld eru núna að taka úr sambandi eina samræmda árangursmælikvarðann í íslensku skólakerfi, þá verður árangurinn lakur, eins og raun ber vitni,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Ráðið vísar meðal annars til könnunar sem Verzlunarskóli Íslands leggur fyrir nýnema sína, sem sýni misræmi í færni milli nemenda með sambærilegar einkunnir úr mismunandi grunnskólum. „Það er alveg ótvírætt að það er bæði einkunnaverðbólga upp úr grunnskólum og það er verið að brjóta jafnræði gegn grunnskólabörnum. Það er verið að taka grunnskólanemendur inn í framhaldsskóla á grundvelli ósambærilegra einkunna.“ Viðskiptaráð leggi til að samræmd próf verði tekin upp að nýju, þau látin gilda inn í framhaldsskóla, og niðurstöur þeirra verði birtar opinberlega, sundirliðaðar eftir grunnskólum. „Að okkar mati hefur stefna stjórnvalda beðið skipbrot, og það skrifast að stórum hluta á það að stjórnvöld hafa úthýst þessum málaflokki til Kennarasambands Íslands.“ Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.Viðskiptaráð Punktmælingar ekki vænlegar til árangurs Stjórnarmaður í Kennarasambandinu segir hugmyndir Viðskiptaráðs byggja á gamaldags hugmyndum. „Það er til dæmis mjög erfitt að bera saman svona punktmælingu, eins og svona próf sem er til dæmis tekið uppi í Verzlunarskóla á tveimur tímum, eða mælingu sem fer fram á heilu ári í grunnskóla, eða jafnvel þremur árum, eða tíu,“ segir Anton Már Gylfason. Hann er í senn meðlimur í stjórn kennarasambandsins, formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum, og áfangastjóri við Borgarholtsskóla. Hann segir það sama gilda um samræmd próf og um færnikönnunina í Verzló. Erfitt sé að beita þriggja til fimm tíma prófi sem algildum mælikvarða á færni nemenda. Hann gefur lítið fyrir gagnrýni ráðsins á aðkomu Kennarasambandsins að stefnumótun. Félagið sé stærsta fagfélagið á sviði menntamála. „Að það sé gert með einhverjum hætti undarlegt að við séum að koma að faglegu starfi á sviði menntamála. Það gengur bara ekki alveg upp.“ Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Í umsögn Viðskiptaráðs um áformaðar breytingar menntamálaráðherra á lögum um grunnskóla segir að stefnumörkun Kennarasambandsins hafi leitt íslenskt grunnskólakerfi í öngstræti, og að stjórnvöld ættu að gjalda varhug við frekari afskiptum sambandsins. Einn stærsti ásteitingarsteinninn er fyrirhugað afnám samræmdra prófa til frambúðar. „Það eru algild sannindi að til að bæta hlutina, þá þarf að mæla þá. Ef stjórnvöld eru núna að taka úr sambandi eina samræmda árangursmælikvarðann í íslensku skólakerfi, þá verður árangurinn lakur, eins og raun ber vitni,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Ráðið vísar meðal annars til könnunar sem Verzlunarskóli Íslands leggur fyrir nýnema sína, sem sýni misræmi í færni milli nemenda með sambærilegar einkunnir úr mismunandi grunnskólum. „Það er alveg ótvírætt að það er bæði einkunnaverðbólga upp úr grunnskólum og það er verið að brjóta jafnræði gegn grunnskólabörnum. Það er verið að taka grunnskólanemendur inn í framhaldsskóla á grundvelli ósambærilegra einkunna.“ Viðskiptaráð leggi til að samræmd próf verði tekin upp að nýju, þau látin gilda inn í framhaldsskóla, og niðurstöur þeirra verði birtar opinberlega, sundirliðaðar eftir grunnskólum. „Að okkar mati hefur stefna stjórnvalda beðið skipbrot, og það skrifast að stórum hluta á það að stjórnvöld hafa úthýst þessum málaflokki til Kennarasambands Íslands.“ Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.Viðskiptaráð Punktmælingar ekki vænlegar til árangurs Stjórnarmaður í Kennarasambandinu segir hugmyndir Viðskiptaráðs byggja á gamaldags hugmyndum. „Það er til dæmis mjög erfitt að bera saman svona punktmælingu, eins og svona próf sem er til dæmis tekið uppi í Verzlunarskóla á tveimur tímum, eða mælingu sem fer fram á heilu ári í grunnskóla, eða jafnvel þremur árum, eða tíu,“ segir Anton Már Gylfason. Hann er í senn meðlimur í stjórn kennarasambandsins, formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum, og áfangastjóri við Borgarholtsskóla. Hann segir það sama gilda um samræmd próf og um færnikönnunina í Verzló. Erfitt sé að beita þriggja til fimm tíma prófi sem algildum mælikvarða á færni nemenda. Hann gefur lítið fyrir gagnrýni ráðsins á aðkomu Kennarasambandsins að stefnumótun. Félagið sé stærsta fagfélagið á sviði menntamála. „Að það sé gert með einhverjum hætti undarlegt að við séum að koma að faglegu starfi á sviði menntamála. Það gengur bara ekki alveg upp.“
Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði