Börnum sé mismunað eftir búsetu við einkunnagjöf Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. júlí 2024 09:48 Könnunarpróf er lagt fyrir nýja nemendur Verzlunarskóla Íslands í upphafi skólaárs. Vísir/Vilhelm Viðskiptaráð Íslands segir að jafnræðis sé ekki gætt við einkunnagjöf í íslenskum grunnskólum. Þetta komi fram á könnunarprófi sem lagt er fyrir nýnema Verzlunarskóla Íslands í upphafi skólaárs til að kanna raunfærni þeirra. Í umsögn í samráðsgátt stjórnvalda sem mbl.is fjallar um segir að nemendur sumra grunnskóla búi yfir góðri færni í samræmi við skólaeinkunnir sínar en nemendur annarra grunnskóla séu veikari á sama sviði þrátt fyrir að vera með sömu skólaeinkunnir. „Með notkun ósamanburðarhæfra einkunna við val á milli umsækjenda um framhaldsskólavist er börnum mismunað eftir búsetu. Þannig getur umfang einkunnaverðbólgu í hverfisskóla barns ráðið tækifærum þess til framhaldsnáms,“ segir í umsögninni. Umsögnin var lögð fram við áform mennta- og barnamálaráðuneytisins um að ráðherra verði heimilt að leggja alfarið niður samræmd könnunarpróf. „Án samræmdra mælikvarða er sumum börnum neitað um tækifæri til að bæta færni sína en ekki öðrum. Afnám samræmdra árangursmælikvarða hefur þannig leitt til brots á jafnræði meðal grunnskólabarna,“ segir þá í umsögninni. Að sögn ráðsins er löngu orðið ljóst að afnám samræmdra prófa árið 2009 hafi verið mistök og benda á að námsárangri hefur farið hrakandi síðan í samanburði við OECD-löndin. Í umsögninni gagnrýnir ráðið einnig meinta leyndarhyggju sem einkennt hafi störf ráðuneytisins þegar kemur að námsmati. Ráðuneytið og stofnanir þess hafi hvorki birt sundurliðaðar niðurstöður PISA-mælinga né samræmdra könnunarprófa niður á einstaka grunnskóla eða sveitarfélög um árabil. Ráðið segir að fyrir vikið sé umbótastarf og aðhald torveldað. Grunnskólar Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira
Í umsögn í samráðsgátt stjórnvalda sem mbl.is fjallar um segir að nemendur sumra grunnskóla búi yfir góðri færni í samræmi við skólaeinkunnir sínar en nemendur annarra grunnskóla séu veikari á sama sviði þrátt fyrir að vera með sömu skólaeinkunnir. „Með notkun ósamanburðarhæfra einkunna við val á milli umsækjenda um framhaldsskólavist er börnum mismunað eftir búsetu. Þannig getur umfang einkunnaverðbólgu í hverfisskóla barns ráðið tækifærum þess til framhaldsnáms,“ segir í umsögninni. Umsögnin var lögð fram við áform mennta- og barnamálaráðuneytisins um að ráðherra verði heimilt að leggja alfarið niður samræmd könnunarpróf. „Án samræmdra mælikvarða er sumum börnum neitað um tækifæri til að bæta færni sína en ekki öðrum. Afnám samræmdra árangursmælikvarða hefur þannig leitt til brots á jafnræði meðal grunnskólabarna,“ segir þá í umsögninni. Að sögn ráðsins er löngu orðið ljóst að afnám samræmdra prófa árið 2009 hafi verið mistök og benda á að námsárangri hefur farið hrakandi síðan í samanburði við OECD-löndin. Í umsögninni gagnrýnir ráðið einnig meinta leyndarhyggju sem einkennt hafi störf ráðuneytisins þegar kemur að námsmati. Ráðuneytið og stofnanir þess hafi hvorki birt sundurliðaðar niðurstöður PISA-mælinga né samræmdra könnunarprófa niður á einstaka grunnskóla eða sveitarfélög um árabil. Ráðið segir að fyrir vikið sé umbótastarf og aðhald torveldað.
Grunnskólar Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira