Martin seldi Doucoure að Tindastóll væri liðið fyrir hann Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júlí 2024 22:31 Sadio Doucouré í leik með US Monastir. Nacer Talel/NBAE via Getty Images Tindastóll hefur samið við franska leikmanninn Sadio Doucouré fyrir komandi tímabil í Bónus-deild karla í körfubolta. Hann spurði Martin Hermannsson ráða þegar Tindastóll bankaði á dyrnar hjá sér og Martin ráðlagði honum að prófa að spila á Íslandi. „Sadio er mikill íþróttamaður og frábær varnarmaður. Ég hreifst mikið að dugnaði hans á vellinum og þeirri orku sem hann býr yfir. Við viljum tefla fram góðu varnarliði og ætlumst til að allir leikmenn liðsins séu vinnusamir á vellinum og leggi sig fram fyrir Tindastól. Sadio mun klárlega gera það. Þá er hann margrómaður karakter,“ segir Benedikt Guðmundsson, tiltölulega nýráðinn þjálfari Tindastóls. „Ég er mjög spenntur að koma og spila fyrir Tindastól. Ég hef átt góð samskipti við bæði þjálfara og formann klúbbsins. Ég hef spilað með Martin Hermannssyni og spurði hann út í liðið og samfélagið og hann sagði mér bara góða hluti svo ég er fullur tilhlökkunar að koma í þennan bæ sem elskar körfubolta,“ sagði hinn 31 árs gamli Sadio og hélt áfram. „Við fjölskyldan erum spennt að koma til Íslands, okkur hefur lengi langað til að heimsækja landið og við erum spennt að fá tækifæri til að búa þar og spila körfubolta. Ég hlakka til að kynnast liðinu og samfélaginu og leggja mitt af mörkum til að vinna leiki og ná í titla.“ Doucouré spilaði síðast í Túnis og þar áður í Kósovó en frá 2012 til 2023 spilaði hann í Frakklandi. Hann fór í nýliðaval NBA-deildarinnar árið 2014 en var ekki valinn. Síðar í vetur mun hann skipta Túnis út fyrir Ísland og reyna heilla íbúa Sauðárkróks með hæfileikum sínum. Körfubolti Tindastóll Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Enski boltinn Leik lokið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Hverjar veita fyrsta höggið? Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli Sjá meira
„Sadio er mikill íþróttamaður og frábær varnarmaður. Ég hreifst mikið að dugnaði hans á vellinum og þeirri orku sem hann býr yfir. Við viljum tefla fram góðu varnarliði og ætlumst til að allir leikmenn liðsins séu vinnusamir á vellinum og leggi sig fram fyrir Tindastól. Sadio mun klárlega gera það. Þá er hann margrómaður karakter,“ segir Benedikt Guðmundsson, tiltölulega nýráðinn þjálfari Tindastóls. „Ég er mjög spenntur að koma og spila fyrir Tindastól. Ég hef átt góð samskipti við bæði þjálfara og formann klúbbsins. Ég hef spilað með Martin Hermannssyni og spurði hann út í liðið og samfélagið og hann sagði mér bara góða hluti svo ég er fullur tilhlökkunar að koma í þennan bæ sem elskar körfubolta,“ sagði hinn 31 árs gamli Sadio og hélt áfram. „Við fjölskyldan erum spennt að koma til Íslands, okkur hefur lengi langað til að heimsækja landið og við erum spennt að fá tækifæri til að búa þar og spila körfubolta. Ég hlakka til að kynnast liðinu og samfélaginu og leggja mitt af mörkum til að vinna leiki og ná í titla.“ Doucouré spilaði síðast í Túnis og þar áður í Kósovó en frá 2012 til 2023 spilaði hann í Frakklandi. Hann fór í nýliðaval NBA-deildarinnar árið 2014 en var ekki valinn. Síðar í vetur mun hann skipta Túnis út fyrir Ísland og reyna heilla íbúa Sauðárkróks með hæfileikum sínum.
Körfubolti Tindastóll Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Enski boltinn Leik lokið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Hverjar veita fyrsta höggið? Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli Sjá meira