Landsliðskokkur kaupir hverfisstaðinn: „Þetta gerðist í rauninni bara mjög hratt“ Máni Snær Þorláksson skrifar 21. júlí 2024 17:37 Bjarki Snær Þorsteinsson og Stefanía Marta Jónasdóttir vilja bjóða upp á góðan mat á góðu verði. Aðsend Landsliðskokkurinn Bjarki Snær Þorsteinsson hefur, ásamt eiginkonu sinni og bróður, fest kaup á hverfisstaðnum Dæinn sem staðsettur er í Urriðaholti. Hann segir mikilvægt að halda hverfisstöðum sem þessum gangandi. „Þetta gerðist í rauninni bara mjög hratt. Sáum að þetta væri auglýst til sölu og fórum og kíktum á þetta,“ segir Bjarki í samtali við fréttamann. „Það var bara á mánudeginum í síðustu viku og síðan hugsuðum við að við vildum halda þessum stað gangandi og létum vaða.“ Bjarki festi kaup á Dæinn - Kaffihús og Vínbar ásamt Stefaníu Mörtu Jónasdóttur, eiginkonu sinni, en hjónin búa í Urriðaholti og hafa verið þar í rúmlega ár. Andri Snær Þorsteinsson, bróðir Bjarka, er einnig í eigandahópnum. Langt og dýrt að fara í bæinn Breytingar eru á dagskránni en Bjarki segir að þau vilji vinna með fólkinu í hverfinu og öðrum gestum þegar kemur að þeim. „Það skiptir mestu máli að vinna þetta með þeim og fá að vita hvað fólkið vill. Þetta er ákveðin félagsmiðstöð fyrir hverfið, frekar en einhver rekstur,“ segir hann. „Við hlökkum gríðarlega til að taka þetta að okkur, það náttúrulega tekur smá tíma að koma öllu eins og við viljum hafa það því þetta gerðist svo hratt. Við vinnum í þessu bara hægt og rólega.“ Mikilvægt sé að halda stöðum sem þessum gangandi til að þjónusta íbúa í hverfinu. „Það er alltaf gott að vera með góða hverfisstaði, það er langt að fara í bæinn og dýrt þegar maður er að taka leigubíl.“ Ætla að gefa í Opnunartíminn er á meðal þess sem ákveðið hefur verið að breyta. „Við erum að auka opnunartímann töluvert. Erum að skoða það að opna svo enn meira ef það er áhugi fyrir því,“ segir Bjarki. Þá segir hann að þau ætli að auka þjónustuna, í mat, drykkum og viðburðum. „Við ætlum klárlega að bæta helling við viðburðina, erum nú þegar búnir að bóka nokkra sem verða tilkynntir síðar. Síðan ætlum við að bæta vel í matinn, bjóða upp á heitar máltíðir bæði í hádeginu og kvöldin.“ Þá sé í myndinni að bjóða upp á svokallaðan „mömmumat“ í hádeginu sem gleður eflaust fólkið sem vinnur í hverfinu. Hugmyndin sé að vera með „góðan mat á góðu verði.“ Matur Garðabær Veitingastaðir Mest lesið Nýtt trend: Engir yfirmenn á vinnustaðnum Atvinnulíf Þetta kostar skyndibiti á Íslandi Neytendur Þrjár verslanir í Múlunum sektaðar eftir rassíu Neytendastofu Neytendur „Fyrir mann sem er skrifblindur og lesblindur er þetta ekkert auðvelt“ Atvinnulíf Tupperware lýsir yfir gjaldþroti Viðskipti erlent Steinar fjárfestir í Snjallgögnum Viðskipti innlent Fótboltastelpan um starfsframann: „Að sækja sér tækifærin sjálfur“ Atvinnulíf „Ég verð auðveldlega meyr en segi engum frá því“ Atvinnulíf Bjørn Richard til liðs við Athygli Viðskipti innlent Meirihluti auglýstra nýbygginga óseldur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Steinar fjárfestir í Snjallgögnum Bjørn Richard til liðs við Athygli Fljúga til Gautaborgar næsta sumar Meirihluti auglýstra nýbygginga óseldur Sjálfbærnisviðið lagt niður og Erla Ósk hættir Hafsteinn Dan nýr lagaprófessor við HR Ráðin nýr yfirlögfræðingur Hugverkastofunnar Hafa ekki tekið ákvörðun um vaxtahækkun „Þetta hefur slæm áhrif á heimilin sem hafa augljóslega minna á milli handanna“ Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Kröfur upp á um 13 milljarða í þrotabú Skagans 3X Íslandsbanki hækkar líka vexti verðtryggðra lána Séreign inn á húsnæðislán hafi nýst sterkefnuðum mest Ver vaxtahækkunina: Ekki hægt að selja brauðið ódýrara en hveitið Hafa veitt virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun Ekki króna í þrotabúi Base parking Alma sótti tvo milljarða Árni verður hægri hönd Decks Vefsíðan hrundi innan tuttugu mínútna Elstu starfandi fiskbúð höfuðborgarsvæðisins skellt í lás Skildu fullar körfur eftir vegna bilunar Verðbólga fari undir fimm prósent í lok árs Hagkaup hefur áfengissölu í dag Ráðinn fjárfestatengill Icelandair Veðjuðu næst mest allra Evrópuþjóða Þungur róður hjá Samstöðinni Ráðin framkvæmdastjóri VSB verkfræðistofu Flugrisar funda í Hörpu vegna seinkana og aflýsinga Farþegafjöldinn í ágúst svipaður og á síðasta ári Kveður ostasnakkið fyrir Wolt Sjá meira
„Þetta gerðist í rauninni bara mjög hratt. Sáum að þetta væri auglýst til sölu og fórum og kíktum á þetta,“ segir Bjarki í samtali við fréttamann. „Það var bara á mánudeginum í síðustu viku og síðan hugsuðum við að við vildum halda þessum stað gangandi og létum vaða.“ Bjarki festi kaup á Dæinn - Kaffihús og Vínbar ásamt Stefaníu Mörtu Jónasdóttur, eiginkonu sinni, en hjónin búa í Urriðaholti og hafa verið þar í rúmlega ár. Andri Snær Þorsteinsson, bróðir Bjarka, er einnig í eigandahópnum. Langt og dýrt að fara í bæinn Breytingar eru á dagskránni en Bjarki segir að þau vilji vinna með fólkinu í hverfinu og öðrum gestum þegar kemur að þeim. „Það skiptir mestu máli að vinna þetta með þeim og fá að vita hvað fólkið vill. Þetta er ákveðin félagsmiðstöð fyrir hverfið, frekar en einhver rekstur,“ segir hann. „Við hlökkum gríðarlega til að taka þetta að okkur, það náttúrulega tekur smá tíma að koma öllu eins og við viljum hafa það því þetta gerðist svo hratt. Við vinnum í þessu bara hægt og rólega.“ Mikilvægt sé að halda stöðum sem þessum gangandi til að þjónusta íbúa í hverfinu. „Það er alltaf gott að vera með góða hverfisstaði, það er langt að fara í bæinn og dýrt þegar maður er að taka leigubíl.“ Ætla að gefa í Opnunartíminn er á meðal þess sem ákveðið hefur verið að breyta. „Við erum að auka opnunartímann töluvert. Erum að skoða það að opna svo enn meira ef það er áhugi fyrir því,“ segir Bjarki. Þá segir hann að þau ætli að auka þjónustuna, í mat, drykkum og viðburðum. „Við ætlum klárlega að bæta helling við viðburðina, erum nú þegar búnir að bóka nokkra sem verða tilkynntir síðar. Síðan ætlum við að bæta vel í matinn, bjóða upp á heitar máltíðir bæði í hádeginu og kvöldin.“ Þá sé í myndinni að bjóða upp á svokallaðan „mömmumat“ í hádeginu sem gleður eflaust fólkið sem vinnur í hverfinu. Hugmyndin sé að vera með „góðan mat á góðu verði.“
Matur Garðabær Veitingastaðir Mest lesið Nýtt trend: Engir yfirmenn á vinnustaðnum Atvinnulíf Þetta kostar skyndibiti á Íslandi Neytendur Þrjár verslanir í Múlunum sektaðar eftir rassíu Neytendastofu Neytendur „Fyrir mann sem er skrifblindur og lesblindur er þetta ekkert auðvelt“ Atvinnulíf Tupperware lýsir yfir gjaldþroti Viðskipti erlent Steinar fjárfestir í Snjallgögnum Viðskipti innlent Fótboltastelpan um starfsframann: „Að sækja sér tækifærin sjálfur“ Atvinnulíf „Ég verð auðveldlega meyr en segi engum frá því“ Atvinnulíf Bjørn Richard til liðs við Athygli Viðskipti innlent Meirihluti auglýstra nýbygginga óseldur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Steinar fjárfestir í Snjallgögnum Bjørn Richard til liðs við Athygli Fljúga til Gautaborgar næsta sumar Meirihluti auglýstra nýbygginga óseldur Sjálfbærnisviðið lagt niður og Erla Ósk hættir Hafsteinn Dan nýr lagaprófessor við HR Ráðin nýr yfirlögfræðingur Hugverkastofunnar Hafa ekki tekið ákvörðun um vaxtahækkun „Þetta hefur slæm áhrif á heimilin sem hafa augljóslega minna á milli handanna“ Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Kröfur upp á um 13 milljarða í þrotabú Skagans 3X Íslandsbanki hækkar líka vexti verðtryggðra lána Séreign inn á húsnæðislán hafi nýst sterkefnuðum mest Ver vaxtahækkunina: Ekki hægt að selja brauðið ódýrara en hveitið Hafa veitt virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun Ekki króna í þrotabúi Base parking Alma sótti tvo milljarða Árni verður hægri hönd Decks Vefsíðan hrundi innan tuttugu mínútna Elstu starfandi fiskbúð höfuðborgarsvæðisins skellt í lás Skildu fullar körfur eftir vegna bilunar Verðbólga fari undir fimm prósent í lok árs Hagkaup hefur áfengissölu í dag Ráðinn fjárfestatengill Icelandair Veðjuðu næst mest allra Evrópuþjóða Þungur róður hjá Samstöðinni Ráðin framkvæmdastjóri VSB verkfræðistofu Flugrisar funda í Hörpu vegna seinkana og aflýsinga Farþegafjöldinn í ágúst svipaður og á síðasta ári Kveður ostasnakkið fyrir Wolt Sjá meira